Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 19 2. HEFTI -45. ÁR - FEBRÚAR 1 986-VERÐ KR. 160 Til afnota í heimahúsum og partíum: LESIÐ í LÓFA Bls.3 ÓFRJÓSEMI - af hverju stafar hún og hvaö er til úrbóta? Bls. 63 Skop ................................ r Lcsiö í lófa ........................ 5 Bandarísk augu yfir Sovct .......... io Konan sem kunni aö myrða ........... i7 Þumlungar milli lít’s og dauöa ..... 23 Helstu trúarbrögö hcims: lslam ..... 29 Komiö, hákarl! ................... 47 K1 Tigrillo: Svipmynd af andspvrnumanni .................. s8 Ofrjósemi .......................... 63 Úr hcimi læknavísindanna............ 68 Ótrúlegt cn satt: Fvrsta fcröin á nvja bílnum ..................... 70 KONAN SEM KUM AÐ MYEÐ A - hún var ekkert venjuleg, hún Agatha Christie Bls. 17 Tilþessaðskiljaheimsmálinverðum úrvalsljóö .......................... 74 Mallorka: Sólarparadís íslendinga í nærri 30 ár .............1.... 77 Smáatriðin sem konan sér ....... 88 Margrct á Stcttum .............. 91 Þorsteinn í Simbakoti ........ 94 við að vita um trúarbrögðin: HELSTU TRÚAR- BRÖGÐ HEIMS I. íslam Rls. 29 FEBRÚARheftiö er komið Á blaðsölustöðum NUNA. Litróf tilfinninganna Gunnar örn ásamt einum skúlptúra sinna. Fáir íslenskir myndlistarmenn hafa til að bera dug, þor og metnað Gunnars Arnar listmálara. Frá því hann helgaði sig myndlistinni, fyrir rúmum áratug, hefur hann oftar en einu sinni brennt brýr að baki sér og byrjað uþp á nýtt. Þessi ósérhlífni listamannsins hef- ur borið tilætlaðan árangur því í dag stendur hann með pálmann í hönd- unum. Myndlist Gunnars Amar býr yfir sérkennilegri kynngi sem lætur engan ósnortinn, ekki heldur þá sem fetta fingur út í þau meðul sem hann notar. Það hefur einnig sýnt sig að að- dráttarafl hennar takmarkast ekki við íslenska lögsögu því nýlega gerði listamaðurinn góða ferð til Mekku nútímalistar, New York, og seldi þar mynd til Guggenheim safnsins. Gunnar Örn stendur því á nokkr- um tímamótum á ferli sínum og því var vel til fundið af Listasafni ASÍ að efna til sýningar honum til heið- urs. í tengslum við sýninguna hefur síðan verið gefið út litskyggnuhefti með úrvali mynda eftir listamann- inn. Sögusteinar og töfragripir Eins og oftsinnis hefur verið tíun- dað liggja tilfinningalegar og form- rænar rætur Gunnars Amar í hlut- vöktum expressjónisma málara eins og Picassos, Bacons, e.t.v. de Koon- ings. En oftar en ekki skiptir hið séða Gunnar Örn minna máli en hið óséða. Þótt málverk hans séu uppfull með ýmiss konar mannskepnum og tilvísunum í umhverfi okkar, þó er engin leið að flokka þau undir „um- fjöllun" eða gagnrýni á mannfélag og umhverfi. Áhorfandinn skynjar ævinlega löngun listamannsins til að kafa undir ytra borð hlutanna, komast í tengsl við frumeðli þeiira. Ekki er því að furða þótt Gunnar Öm hafi í seinni tíð hneigst æ meir til þess að grandskoða miðaldalistir og myndlist „frumstæðra" þjóða, en þar eru myndverk iðulega notuð sem eins konar sögusteinar eða töfragrip- ir sem veita aðgang að æðri veru- leika. Innri veruleiki Þeir atburðir sem gerast á striga Gunnars Arnar, gerast á myndmáli sem hann hefur verið að þróa í nokkur ór. Þetta mál er miklu frekar inn- hverft, jafnvel hermetískt, heldur en Aðalsteinn Ingólfsson byggði hann myndir sínar að mestu upp á lífrænan hátt, þ.e. eitt leiddi af öðru í eðlilegu flæði formanna. Nú skeytir hann saman aðskiljan- legar hugdettur, næstum því eins og kúbískur myndhöggvari og freistar þess að samræma þær í litunum. Og stundum em þessar aðfengnu hug- myndir fremur hráar og ólifaðar, sjá t.d. „fingurbrjót“ þann sem svífur yfir vötnunum í mörgum myndúm Gunnars Arnar. Af fullkomnu kredduleysi Slíkar myndir miðla aðeins tog- streitu hins dula myndmáls og hinna glaðbeittu, úthverfu lita. En þar sem vitund listamannsins og áhorfandans mætast varpa þær sín í millum hugmyndum um áhrifa- mátt tilfinninganna, eðlisávísun og siðmenningu, þá togstreitu sem ó sér stað innra með hverri manneskju. Gunnar Öm leggur málin fyrir okkur af fullkomnu kredduleysi, ó grund- velli eigin skynjunar. Ýmislegt merkilegt á sér stað í þessum nýjustu verkum Gunnars Amar. Landslag, sem áður var að- eins gefið í skyn, fær nú að njóta sín til fulls, verður raunar tilefni stór- brotinnar túlkunar ( „Kyrrð“, nr. 20). Og hið svellandi litflæði sem Menning Menning Menning Menning úthverft og alþýðlegt. Að því leyti eru málverk hans allsendis ólík verk- um margra nýbylgjumálara sem gjarnan hamra á því sem er ofarlega á baugi, hinum „opinbera" veru- leika, á kostnað hins hugræna eða andlega. Málverk Gunnars Arnar eru raun- ar stundum svo innhverf, jafnvel sjálfhverf, í líkingamáli sínu, að áhorfandinn stendur hjólparvana gagnvart þeim. Að vísu hefur skoð- andinn alltaf litina upp á að hlaupa, en veit samt að hann hefur misst af einhverju. Ef eitthvað er hafa dulmæli aukist í málverkum Gunnars Arnar frá því sem var sem helgast að hluta af þeim aðferðum sem hann notar. Áður einkenndi eldri myndir hans, en hvarf svo um tíma, er rtú aftur inni í dæminu. Ég minntist áðan ó sterk skúlptúr- einkenni nokkurra mólverka Gunn- ars Arnar. Hann lætur ekki þar við sitja heldur sýnir höggmyndir úr grágrýti og hraungrýti, gerðar á síðasta ári. Út úr grjótinu klappar hann hausa og kykvendi ýmisleg, málar svo í þá eftir eftmm og ástæðum. Árangurinn er framar öllum vonum. Vissulega sverja þessir skúlptúrar sig rækilega í ætt við hina primitífu hefð í nú- tímaskúlptúr, en engu að síðu leynir faðernið sér ekki. Á þessari stundu blasa ýmsir list- rænir valkostir við Gunnari Erni. Ef ég þekki minn mann rétt mun hann ekki velja þann sem auðveld- asturer. _a; Myndlist yté'tiiu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.