Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 12
12 D V. MIÐ VIKUD AGUR 5. FEBRÚAR1986 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Stórfelld söluskattssvik — eða hvað? Heitur kjúklingur og ýmiss konar meðlæti er selt yfir borðið í mörgum kjöt- verslunum hér í bæ. Að áliti ráðuneytisstjóra ber kaupmönnum skilyrðislaust að greiða söluskatt af þessari sölu en kaupmenn eru á öðru máli. Myndir: P.K. „Þetta er spurning um 16-20 millj- ónir á ári sem sviknar eru undan söluskatti á þennan hátt,“ sagði einn af viðmælendum DV og jafnframt einn þeirra aðila sem vakið hefur athygli á stórfelldum sköluskatts- svikum sem hann og fleiri telja að eigi sér stað hjá kjötverslunum sem selja heitan mat yfir borðið og einnig hjá a.m.k. einu fyrirtæki sem veitir mötuneytisþjónustu og selur heitan mat, ýmist í bökkum eða hitakössum. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust hjá Höskuldi Jónssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyt- inu, er þetta tvímælalaust sölu- skattsskyld starfsemi. „Það er ekkert vafamál að greiða á söluskatt af heitum mat sem seldur er yfir borðið í kjötbúðunum en vandkvæði eru á eftirliti því enginn er til frásagnar annar en kaupmaðurinn sjálfur. Hvað mötuneytamálin varðar þá eru um það skýr ákvæði og að öllu eðli- legu ætti ekki að vera erfitt að fylgj- ast með því að greiddur sé söluskatt- ur því að þetta eru allt saman reikn- ingsviðskipti við annan aðila. Vandamálið er okkur því kunnugt og hefur nú verið 3 mánuði í athugun en eftirlitinu er verulega ábótavant og því erfitt að fást við þetta.“ Refsað fyrir löghlýðrti Annar viðmælandi sagði að fyrir- tækin fóðruðu þetta með því að skil- greina viðskiptin sem vöru til endur- sölu sem félli undir heildsölu og því ekki söluskattsskylt. Hann sagði að samkeppnin á þessum markaði væri mjög hörð og með þessu móti væri samkeppnisaðstaða þeirra sem greiddu söluskatt verulega skert. Það væri með öðrum orðum verið að refsa þeim fyrir að hlíta lögum og greiða opinber gjöld. Það hefði greiniléga komið í ljós fyrir 8 mánuð- um er útboð Ríkisspítalanna stóðu yfir og sá aðili sem komst upp með að greiða ekki söluskatt var með lægsta tilboðið. Er farið var að at- huga málið sást að munurinn á til- boðunum stafaði að mestu leyti af því að hinir þurftu að reikna sölu- skattinn með í sínum útreikningum. Kærur hafa þegar borist Arnaldur Valdimarsson, varadeild- arstjóri í söluskattseftirlitinu, sagð- ist kannast við að kæi ur hefðu borist vegna þessa máls og það væri í at- hugun. Söluskatturinn í þessu tilfelli er um 10-11% af heildarverði en fer nokkuð eftir hráefnisnýtingu. Arn- aldur sagði að söluskatturinn hefði verið ágætur á sínum tíma en nú væri hann orðinn ónothæfur vegna þess hve mikið er búið að hræra í honum og sífellt fleiri undanþágur veittar, þangað til enginn veit lengur hvað er söluskattsskylt og hvað á undanþágu. „Ef farið verður náið ofan í þetta mál og í ljós kemur að svik sem þessi hafa átt sér stað í langan tíma má samkvæmt bókinni innheimta mörg ár aftur í tímann." Kjötkaupmaður hér í bæ, sem selur heitan mat yfir borðið og hefur í þjónustu sinni matreiðslumann, full- yrti að sú starfsemi væri ekki sölu- skattsskyld og gaf þá skýringu að hann seldi sjálfur hráefnið í verslun- inni sem ekki væri söluskattsskylt og það að hita matinn breytti engu þar um. Hann virtist því ekki sam- mála fjármálaráðuneytinu, frekar en aðrir starfsbræður hans, og sagði í lok viðtalsins að „það væri alla vega ekki gengið eftir því að söluskattur- inn væri greiddur." Ruglingsleg ákvæði sölu- skattslaganna Til að sýna fram á aðra skrýtna hlið á þessum málum má geta þess að sá sem selur kalda samloku og hitar hana í örbylgjuofni greiðir einungis söluskatt af þeirri leigu sem hann krefur viðskiptavininn um fyrir örbylgjuofninn og fleiri svipuð dæmi mætti telja. „Við vöktum athygli á þessum málum fyrir 8 mánuðum og töluðum bæði við fjármálaráðherra, ráðu- neytisstjóra og söluskattseftirlitið og fengum fá svör önnur en þau að vissulega væri þetta brot á reglum um söluskatt en erfitt væri að fylgja þeirri reglugerð eftir. Á meðan hið opinbera hefur ekki áhuga eða getu til að fylgjast betur með þessum málum verða svona svik freistandi kostur fyrir þá sem ekki eru að kikna undan samviskunni og minni fyrir- tæki, sem berjast í bökkum, freistast til að létta reksturinn með slíkum aðferðum," sagði einn forráðamaður mötuneytis sem greiðir söluskatt af sinni þjónustu. „Við eru ekki að brjóta lög“ Það virðast vera ýmsar hliðar á þessu máli því í samtali við forsvars- mann þess fyrirtækis sem ekki greið- ir söluskatt kom fram að það telur sig ekki falla undir þann ramma sem er um þessi ákvæði í söluskattslög- unum. „Við flokkum okkur ekki sem veitingastað eða matsölu heldur erum við félagar í Félagi íslenskra iðnrekenda og okkar starfsemi telst til matvælaiðnaðar sem ekki var til þegar þessi lög voru sett fyrir 25 árum. Við teljum okkur ekki vera að brjóta lög og þetta er spuming um túlkun á þessum ákvæðum. Þarna spilar inn í að í mörgum stærri fyrirtækjum fer endanleg framleiðsla fram á staðnum og annars staðar leggja mötuneytin á matinn eftir að hann fer frá okkur og greiða svo sjálf söluskattinn. Það em því margir fletir á þessu máli sem sumir vilja ekki horfast í augu við. Að öðm leyti vil ég ekki tjá mig um þetta mál nánar,“ sagði hann að lokum. Ónýtur lagabálkur? Það virðist því sem hér sé á ferðinni einn allsherjar misskilningur og túlkunarmismunur á söluskattslög- unum og hvernig sem á málið er litið kemur það til með að verða mikið hagsmunamál fyrir neytendur hver mála'okin verða. Þeir aðilar, sem telja sig ekki skylduga til að greiða söluskatt, segjast vinna í þágu neyt- enda með því að halda vöruverði niðri en hinum, s.em söluskattinn greiða, finnst mikið óréttlæti í hinni ójöfnu samkeppnisaðstöðu og benda á að þarna sé um milljóna spursmál að ræða fyrir ríkiskassann. Það var einungis eitt atriði sem allir þessir aðilar voru sammála um og það var að söluskattskerfið væri löngu geng- ið úr sér og því ónothæft og óréttlátt fyrir alla aðila. -S.Konn. HÆKKUN ÁPOST- BURÐAR- GJÖLDUM UM 25-30% Gjaldskrá Pósts og síma fyrir póst- þjónustu hækkaði frá 1. febrúar. Samkvæmt henni verður burðargjald bréfa í fyrsta þyngdarflokki (20 g) innanlands og til Norðurlanda 10 kr„ til annarra landa 12 kr. og flug- burðargjald til landa utan Evrópu 20 kr. Burðargjald fyrir póstkort og prent í fyrsta þyngdarflokki (20 g) verður 10 kr. nema flugburðargjald til landa utan Evrópu verður 12 kr. Gjald fyrir almennar póstávísanir verður 25 kr„ símapóstávísanir 110 kr. og póstkröf- ur 45 kr. (30 kr. ef um innborgun á póstgíróreikning er að ræða) Lægsta þyngdarmark böggla verð- ur 5 kg þannig að lágmarksburðar- gjald fyrir böggul verður 90 kr. Leyfð hámarksþyngd fyrir smápakka verð- ur 2 kg í stað 1 kg sem áður var. Ábyrgðargjald verður 30 kr. og hrað- boðagjald70kr. Þessar hækkanir eru að meðaltali 25-30% en póstburðargjöld á íslandi eru þrátt fyrir það með þeim lægstu í Evrópu. Betri umferðarmenning: Vill einhver minna mig á? Eitt af því sem íslendingar taka eftir þegar þeir halda út fyrir land- steinana er að umferðarmenning víðast hvar í Evrópu og Bandaríkj- unum er á mun hærra plani en hérlendis. Eitt af því sem þykir sjálfsagður hlutur erlendis er að aka eftir hægri akrein þar sem um 2 eða fleiri akreinar er að ræða í sömu átt. Hver kannast ekki við íslensku eiginhagsmunastefnuna sem ríkir í umferð hérlendis? Hér virðist aðalmarkmið ökumanna vera „Ég fyrstur, svo hinir.“ Þetta sést svo vel þar sem um tvær ak- reinar er að ræða í sömu átt. Ökumenn aka jafnt á vinstri sem hægri akrein og fara í svigi á milli bíla til að komast kannski aðeins einni bíllengd framar. Þó er ekkert eins þreytandi og þegar ökumenn aka hægt á vinstri akrein. Sú ak- rein er ætluð til að „AKA FRAM ÚR“ og síðan er ætlast til að aftur sé sveigt yfir á hægri akrein. Við hvetjum ökumenn til að fara eftir þessari reglu. Ef ökumaður hins vegar gleymir sér á vinstri akrein þá ættu ökumenn, sem fyrir aftan eru, að blikka bilinn fyrir framan, svo hann færi sig yfir á hægri akrein. Þannig komast þeir áfram án þess að þurfa að fara í stórsvig. Sú íþrótt ætti aðeins að sjást í skíðabrekkum og ekki á götum. Munum að aka hægra megin og hjálpum þeim meðbræðrum okkar í umferðinni sem gleymt hafa þess- ari reglu, með því að blikka þá með ljósum. Einungis með samheldni getum við bætt umferðarmenning- una hér á landi. ökumenn eiga að halda sig sem mest á hægri akrein þegar um tveggja akreina götur er að ræða. Vinstri akrein- in er aðallega ætluð til að taka fram úr, en siöan á að beygja aftur inn á hægri akreinina og halda sig þar. DV-mynd KAE -S.Konn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.