Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 26
26
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavikurborg vill ráða starfsmann í eftirtalið starf.
Starfskjör samkvæmt kjarasamningum:
• Staða forstöðumanns þjónustuíbúða aldraðra að
Dalbraut 21-27 er laus til umsóknar. Krafist er
reynslu á sviði stjórnunar og reksturs og jafnframt
þekkingar og reynslu í félagsmálastörfum.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstrar-
deildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Von-
arstræti 4, sími 25500.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00
föstudaginn 28. febrúar nk.
LAUSAR STÖÐUR
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar hlutastöður við
læknadeíld Háskóla íslands, sbr. 10. gr. laga nr. 77/
1979 um Háskóla íslands:
Hlutastaða lektors í eiturefnafræði. Staðan er ætluð
sérfræðingi og skal hann jafnframt sinna eiturefna-
fræðilegum rannsóknum, þar á meðal réttarefnafræði-
legum rannsóknum í Rannsóknastofu í lyfjafræði.
Hlutastaða lektors í klínískri lyfjafræði. Staðan erætluð
sérfræðingi í lyflæknisfræði er starfi á lyflæknisdeild
spítala í Reykjavík og er æskilegt að hann sinni jafn-
framt tilraunum í klínískri lyfjafræði á vegum Rann-
sóknastofu í lyfjafræði.
Hlutastaða lektors í lyfjafræði. Umsækjandi skal hafa
læknismenntun eða sambærilega menntun. Hann skal
annast kennslu í grunnlyfjafræði (sérhæfðri eða
samhæfðri lyfjafræði) og jafnframt annast nokkra
rannsóknavinnu í Rannsóknastofnun í lyfjafræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf,
rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf,
skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 20. mars
1986.
13. febrúar 1986.
Menntamálaráðuneytið.
ÚTBOÐ - PÍPULAGNIR
Hagkaup hf„ Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir til-
boði í hreinlætis-, hita- og slökkvilagnir fyrir verslana-
miðstöð í Kringlumýri í Reykjavík.
Tilboð óskast í eftirtalda verkþætti:
A. NORÐURHÚS
1. Hreinlætislagnir fyrir um 10.000 m2 húsnæði.
2. Hitalagnir fyrir um 10.000 m2 húsnæði.
3. Hreinlætistæki.
4. Slökkvilagnir fyrir um 10.000 m2 húsnæði.
B.SUÐURHÚS
1. Hreinlætislagnir fyrir um 15.000 m2 húsnæði.
2. Hitalagnir fyrir um 15.000 m2 húsnæði.
3. Hreinlætistæki.
4. Slökkvilagnir fyrir um 15.000 m2 húsnæði.
Heimilt er að bjóða i lið A eða lið B eða báða saman.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen hf„ Ármúla 4, Reykjavík, frá og með
þriðjudeginum 18. febrúar 1986 gegn 10.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til Hagkaups hf„ Lækjargötu 4,
Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 11. mars 1986
en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Lækjargötu 4, Reykjavík.
HAGKAUP HF.
Iþróttir iþróttir Iþróttir
• Erik Veje Rasmussen studdur af velli í landsleiknum gegn Rússum eftir aðeins þrettán mínútur. Leif Mikkel-
sen þjálfari og hornamaðurinn Keld Nielsen aðstoða Rasmussen af leikvelli á myndinni.
— segja dönsku blöðin. Leif Mikkelsen bjartsýnn þrátt fyrir 18-21
tap Dana gegn Sovétríkjunum
Meiði sli Rasmussens
koi nu í veg fyrir
Danasigur á Rússum
„Ég er ánægður með leik okkar
gegn Sovétmönnum. Á köflum sýndi
liðið mjög góðan leik og lék þá hand-
bolta eins og hann gerist bestur þrátt
fyrir að andstæðingarnir hafi verið
mjög erfiðir,“ sagði Leif Mikkelsen,
landsliðsþjálfari Dana í handknatt-
leik, í viðtali við eitt dönsku blaðanna
eftir að Sovétmenn höfðu sigrað Dani
í landsleik þjóðanna í Danmörku nú
nýverið.
Danir töpuðu leiknum, 18-21, eftir
að hafa verið yfir, 16-13, þegar 18
mínútur voru til leiksloka. Leif
Mikkelsen sagði ennfremur: „Ef við
náum að leika vel í sextíu mínútur,
eins og við gerðum á köflum gegn
Rússum, er ég bjartsýnn á góðan
árangur landsliðsins á HM í Sviss.
Ef Erik Veje Rasmussen hefði ekki
meiðst eftir aðeins þrettán mínútur
er ég nokkuð viss um að okkur hefði
tekist að sigra Rússana enn einu
sinni. En þrátt fyrir marga góða
leikkafla hjá liðinu í leiknum er ég
ekki 100% ánægður. Margir af leik-
reyndustu leikmönnum okkar gerðu
mörg slæm mistök í þessum leik.
Línuspilið var frekar veikt og við
skoruðum of fá mörk úr homunum,“
sagði Leif Mikkelsen.
Það eru greinilega fleiri en íslend-
ingar sem eiga við meiðsli að stríða
um þessar mundir. Víst þykir að Erik
Veje Rasmussen verður frá æfingum
um nokkurn tíma og fyrirliði danska
landsliðsins, Morten Stig Christian-
sen, er ennþá meiddur á baki. Hann
lék ekki með gegn Rússum. Þess má
geta að langskyttan, Klaus Sletting
Jensen, var mjög slakur gegn Rúss-
um og brenndi af mjög mörgum
skotum. Það kom á óvart því þessi
sterka vinstri handar skytta hefur
staðið sig mjög vel í síðustu leikjum
danska landsliðsins. Leif Mikkelsen
þjálfari tók stóran hluta mistakanna
hjá Sletting Jensen á sig eftir leikinn
gegn Rússum: „Ég sagði honum að
skjóta mikið í leiknum og þess vegna
tek ég hluta af misheppnuðu skotun-
umhansámig."
Þess má geta að dönsku blöðin
voru á einu máli um það eftir leikinn
að meiðsli Rasmussens hefðu komið
í veg fyrir danskan sigur gegn Rúss-
unum. Eitt þeirra sagði að ef Ras-
mussen hefði ekki meiðst hefðu
Rússar ekki sloppið lifandi frá Val-
byhallen. -SK.
LITILL M0GULEIKI
Á AÐ DANIR K0MI
— og leiki hér landsleiki íknattspymu 1987
„Það eru 40 ár síðan íslendingar
léku síðast landsleik í knattspyrnu
gegn Dönum og við höfðum mikinn
áhuga á að leika gegn þeim,“ segir
Ellert B. Schram, formaður KSÍ,
nýlega í viðtali við danska blaðið
Politiken.
„Það setti hins vegar áform okkar
úr skorðum þegar Danir tryggðu sér
réttinn til að leika í úrslitum HM í
Mexíkó. Nú vonum við að Danir sjái
sér fært að leika gegn íslandi sumar-
ið 1987 í Reykjavík," segir Ellert
ennfremur í viðtalinu í Politiken.
Blaðið bætir því við að Ellert muni
ræða við forráðamenn danska knatt-
spyrnusambandsins þessa dagana
um möguleika á landsleik i Reykja-
vík 1987.
Piontek svartsýnn á landsleik
gegn íslandi
Blaðið ræðir einnig við Sepp Pion-
tek, landsliðsþjálfara Dana, en hann
segir í blaðinu:,, Ég er hlynntur því
að leika gegn íslendingum 1987 í
Reykjavík en spurningin er sú hvort
knattspyrnusambandinu danska
tekst að finna pláss fyrir leikinn
sumarið 1987. Við höfum þegarneitað
tveimur vináttuleikjum á útivelli 1987
gegn Frökkum og Vestur Þjóðverj-
um.
Það verður því að telja litlar líkur
á því að Islendingar mæti Dönum á
Laugardalsvelli 1987. -SK.