Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 18
18
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
1 -
ssss- Utboð gangstétta
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í lagningu steyptra
gangstétta sumarið 1986. Útboðsgögn verða afhent
á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, Hafnar-
firði, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða
opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. febrúar kl. 11.
Bæjarverkfræðingur.
Húsnacöisstoffnun ríkisins
Tæknidcild lauyavegin. R. Simi 28500.
Útboó
Samvinnuskólinn Bifröst óskar eftir tilboðum í bygg-
ingu þriggja einbýlishúsa, byggðum úr timbri. Verk
nr. A.14.03 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðis-
stofnunar ríkisins.
Flatarmál húss 134 m2, rúmmál 457 m3.
Húsin verða byggð á landi Samvinnuskólans Bifröst,
Borgarfirði, og skal skila fullfrágengnum 15. ágúst
1986.
Afhending útboðsgagna er hjá tæknideild Húsnæðis-
stofnunar ríkisins frá fimmtudeginum 20. febr. nk.
gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til tæknideildar Húsnæðisstofnun- -
ar ríkisins, Laugavegi 77, Reykjavík, eigi síðar en
þriðjudaginn 4.' mars nk. kl. 14.00 og verða þau opnuð
aðviðstöddum bjóðendum.
F.h. Byggingarnefndar
Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins.
KENNSLUSTÖRF í GHANA
Þróunaraðstoð - menningarsamskipti
AFS-lönd í Evrópu (EFIL) hafa tekið að sér að útvega
25 kennara til starfa í GHANA skólaárið 1986-1987
í samvinnu við AFS International/lntercultural Pro-
grams og AFS í Ghana.
AFS á íslandi stefnir að því að gefa tveim íslenskum
kennurum kost á að taka þátt í þessu starfi skólaárið
1986-87.
Tveir íslenskir kennarar eru nú starfandi í Ghana á
vegum AFS á íslandi með stuðningi menntamálaráðu-
neytisins og Þróunarsamvinnustofnunar islands.
Einkum vantar kennara til kennslu í raungreinum, s.s.
stærðfr., efnafr., eðlisfr. og á sviði jarð- og búfjárrækt-
ar (agricultural science). Væntanlegir kennarar starfa
á framhaldsskólastigi (þ.e. við menntaskóla, land-
búnaðarskóla og kennaraþjálfunarskóla). Aldur nem-
enda er 12-25 ára. Eingöngu koma til greina ein-
hleypir kennarareða barnlaus hjón sem bæði kenna.
Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:
* Aldurslágmark 25 ára.
* Minnst 3 ára kennslureynsla.
* Góð enskukunnátta.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrif-
stofu AFS milli kl. 15 og 17 virka daga eða í síma 25450.
Umsóknarfrestur framlengist til
28. febrúar.
á íslandi
- alþjóðleg fræðsla og samskipti -j‘
Hverfisgötu 39, P.O. Box 753,121 Reykjavík.
Menning Menning Menning
Ljóð 1985
Þetta nýliðna ár má telja mikið
ljóðaár. Kemur þar tvennt til, annars
vegar samkomur og uppákomur til
að flytja ljóð, hins vegar birtust
góðar ljóðabækur.
Nefnum fyrst skipulegar fram-
kvæmdir á þessu sviði, þótt fara verði
hratt yfir. Er þá fyrst að telja sam-
komu sem bókmenntastúdentar
héldu í Félagsstofnun undir heitinu:
„Hver er staða ljóðsins, 28. febrúar
kl. 20“. Þetta var ansi ruglingslegur
umræðufundur þar sem mest bar ó
gagnkvæmum ásökunum skálda, rit-
dómara og bókmenntafræðinga og
sjálfsréttlætingu sömu aðilja. Vegleg
bókasýning og -skrá gaf yfirlit um
frumskóg sjálfsútgáfu ljóðskálda.
Næst er að telja „Dag ljóðsins“,
sem haldinn var í Iðnó í Reykjavík
og, að mér skilst, einnig á Akureyri.
Ekki hefi ég haft spumir þaðan enda
man ég ekki eftir neinum frásögnum
fjölmiðla af þeirri samkomu. En hér
í Reykjavík tókst vel til, fullt hús,
gefur að skilja í slíkum fjölda, en ég
tel það kost. Það meiðir engan að
hlusta á léleg ljóð í bland við góð,
heldur ætti það þvert á móti að efla
dómgreind fólks, einkum skáldanna
sjálfra, að fá þarna samanburð, við-
brögð áheyrenda og viðkynningu við
önnur skáld. Og mikil örvun hlýtur
þetta að vera byrjendum í skáldskap
til að leggja sig fram. Hins vegar
finnst mér að megi læra af reynslunni
að skera ekki skáld niður í búta eftir
yrkisefnum þeirra. Flest er merki-
legra í ljóðunum en efnið - sé á
annað borð hægt að greina bakaða
köku í frumparta - og þarna glutrað-
ist niður gott tækifæri til að kynna
hvert skáld frá ýmsum hliðum, fjögur
eða fimm hverju sinni, fremur en
tólf 3-5 mínútna búta af skáldi
hverju sinni. Þetta getur hver og
einn sannprófað með því að hlusta á
ljóðalestur í útvarpi, til að kynnast
sæmilegu skáldi dugir ekki minna
en 15-20 mínútna lestur þess.
Enn er að telja syrpu þriggja fjöl-
breyttra útvarpsþátta um ljóðlist um
haustið og stóðu sömu bókmennta-
stúdentar að þeim og febrúarsam-
komunni. Auk þess lásu mörg skáld
upp ljóð sín í útvarpi og lokaþáttur-
inn í þessum ljóðalestri ársins var
að gefa út snældu með lestri skálda
á eigin ljóðum. Hún heitir Fellibylur-
inn Gloría. Þetta er í heild prýðislest-
ur góðra ljóða, og er mikill fengur
að, mörg ljóðanna njóta sín hér mun
betur en á prenti. Auk þess er tilvalið
að kaupa snælduna eins og Ljóðorm
til að kynnast skáldum. Á fyrstu
snældunni eru sjö höfundar og fram-
hald væntanlegt.
Ljóðabækur
Á þessu ljóðaári stofnaði AB sér-
stakan ljóðabókaklúbb og birtust
tvær bækur en verða væntanlega
fjórar árlega. Þessu framtaki virðist
beint að nokkuð öðrum hópi en
Blómi íslenskra ljóðskálda á degi ljóðsins.
og fjöldi skálda, sem las upp við
góðar undirtektir, enda áheyrilegt,
skemmtileg ljóð og vel flutt. Staður-
inn er góður en húsið of þröngt fyrir
svona samkomur,. mikil bót hefði
verið að leikstofu barna og söluborði
bóka. Þetta síðasttalda auðgaði
Ljóðahátíð Norræna hússins í sept-
emberbyrjun en þar vantaði því
miður bækur erlendu gestanna. Sú
hátíð fannst mér heppnast verulega
vel. Fimm kvöldsamkomur þar sem
hálfur þriðji tugur ljóðskálda las upp
verk sín. Fimmtungur skáldanna var
íslenskur og sómdi sér vel innan um
hin. Auðvitað verða aldrei valin
saman skáld svo að öllum líki. Ég
skal ekki dæma um val á þeim er-
lendu, en mjög forvitnilegt var að
heyra þama í ýmsum skáldum og
ljóðin yfirleitt góð, það sem numið
varð á flugi. Einna minnisstæðust
verða mér Frakkinn Georges Asta-
los, Daninn Knud Malinowski og
Svíinn Lars Huldén. Laugardagssíð-
degið á eftir var svo upplestur tylftar
ungra íslenskra skálda og var það
býsna gott, á heildina litið.
Flest merkilegra en efnið
Það sem helst var gagnrýnt í vali
á skáldum til þessarar ljóðahátíðar
var að lítið yrði um konur samkvæmt
fyrstu áætlun. Síðan rættist úr því,
en þetta var líklega einn hvatinn að
Listahátíð kvenna, en á henni voru
einar fimm ljóðasamkomur. Ég hefi
ekki tölu á öllum þeim fjölda kvenna
sem þar kom fram að lesa ljóð sín.
Þær voru mjög mismunandi, eins og
Bókmenntir
ÖRN ÓLAFSSON
Margt af þessu gildir einnig um
nýtt tímarit sem hóf göngu sína á
árinu og er helgað ljóðum, Ljóðorm-
ur. Hann hefur nú birst tvisvar og
farið mikið fram á stuttum tíma. Það
er mjög mikils virði að fá þarna
tækifæri til að fylgjast með þvi sem
er að gerast á þessu sviði. Til þess
að það takist má auðvitað ekki gera
mjög strangar gæðakröfur þótt ein-
hver slíkur þröskuldur þurfi að vera.
Höfundaval (2. heftis) er blessunar-
lega fjölbreytt en á móti kemur þá
að fulllítið er eftir hvert skáld til að
hægt sé að fá einhverja mynd af þvf.
En þessi tímaritsútgáfa, ásamt með
öðru nýju tímariti, Teningi, sem er
miklu víðtækara í efnisvali, getur
orðið til stórfelldra framfara frá þeim
aðstæðum að annaðhvort varð fólk
að kaupa fjölda kvera af alls óþekkt-
um skáldum eða vera ófrótt um
nýsköpun í ljóðlist og kusu flestir
seinni kostinn enda þótt áhugi sé
mikill og útbreiddur á ljóðlist. Það
sanna samkomurnar, ævinlega fullt
úr úr dyrum þegar boðið er upp á
ljóðalestur, og verða margir frá að
hverfa.
snældunum og Ljóðormi og ei
ánægjulegt að leitað skuli á ýmis
mið. Birst hafa góðar bækur eftir
kunn skáld sem verið hafa á þriðja
áratug, bæði meðal helstu Morgun-
blaðsmanna. Það eru Hólmgönguljóð
Matthíasar Johannessen, endurút-
gefin eftir aldarfjórðung, og ný bók
eftir Jóhann Hjálmarsson. Ákvörð-
unarstaður myrkrið. Skiljanlegt er
að klúbburinn fari af stað með gætni
en ég vona bara að hann haldi sig
ekki innan þessara fyrrgreindu
marka. Jafnvel í þessum aldurshópi
eru merkileg skáld sem allt of fáir
þekkja, nefni ég til dæmis Baldur
Óskarsson fréttamann. Sérstaklega
vildi ég þó óska klúbbnum þess
metnaðar að hann gefi út næstu bók
Dags Sigurðarsonar. Dagur fór að
ganga fram af fólki um líkt leyti og
Matthías með Hólmgönguljóðum -
og á nokkuð svipaðan hátt, með því
að færa út kvíarnar; fjalla um hvers-
dagslegt umhverfi sitt í Ijóðum á
þess eigin máli. Síðan varð annar
m.a. virðulegt sálmaskáld og rit-
stjóri, hinn bóhem. Dagur gekk
reyndar mun lengra í því að ögra
lesendum. Nú var Dagur að gefa út
ljóðkver: Fyrir Laugavegsgos. Fimm
ár eru liðin frá næstu bók á undan
enda skáldið þreytt á sjálfsútgáfu-
harkinu. En þetta langa hlé hefur
síst eflt Dag til dáða. Jafnaldri hans,
Þorsteinn frá Hamri, gaf út Ný ljóð,
næst á eftir Ljóðasafni sínu, og fjallar
um nútímann út frá menningararfi
sveitalífsins, heimi bernsku sinnar.
Þar sem þessir tveir heimar mætast
uppgötvum við eðli hlutanna í skáld-