Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. Menning Menning Frá æfingu á „Ó munatíð“:SkúliGautasonogEiríkurGuðmundsson í hlut verkum sínum Er Eyjólfur aö hressast? Nemendaleikhúsið: Ó muna tíð. Höfundur: Þórarinn Eldjárn Leikstjóri: Kári Halldór Leikmynd og búningar: Jenný Guðmundsdóttir Tónlist: Árni Harðarson Lýsing: Ágúst Pétursson Tæknivinna: Ólafur Örn Thoroddsen H vað er til ráða þegar óþægilegar minningar leita á hugann? Minn- ingar um það sem betur hefði verið látið ógert eða hitt, sem við ætluð- um að afreka en gerðum aldrei. Eða þegar minningarnar eru svo flat- neskulegar að þær vera óbærilegar nú eða þá hinar sem eru of spenn- andi? Þá er að bregða sér í Minn- ingaþjónustuna sf. og skipta um, smeygja inn nýjum minningastúf- um og stubbum hér og þar, eins og segir í leikritinu, Ó muna tið, eftir Þórarin Eldjárn, sem Nemenda- leikhúsið frumsýndi sl. fóstudags- kvöld. Það er lika hægt að skipta í heilu lagi um allan minningabunkann ef viðskiptavinurinn vill það held- ur. Minningatæknirinn leggur á það áherslu að það sem skipti mestu rnáli sé fortíðin. Nútíðin er aðeins eitt örstutt „nú“, sem flýgur hjá, og framtíðin er hvort sem er ókomin. Og augljóslega er aðeins stutt skref til þess, er „maskínan" fer að taka af ráðin og skapa mönnum örlög. En breytist einstaklingurinn við það að skipta um minningar? Eitt- hvað gengur hinum föstu við- skiptavinum Minningaþjón- ustunnar, Eyjólfi og Runólfi, illa að höndla lífshamingjuna þrátt fyrir stöðug minningaskipti. Samkvæmt hefð fær Leiklistar- skóli íslands rithöfund til þess að frumsemja verk fyrir útskriftaraðal ársins, þ.e.a.s. 4. bekk, og er þetta I annað verkefnið í röð þriggja leik- rita sem eru á verkefnalista vetrar- ins. Nemendaleikhúsið sýndi, sem ■ kunnugt er, Rauðhærða riddarann fyrr í vetur, þrælmagnaða sýningu þar sem nemendum gafst tækifæri til dramatískrar túlkunar á nútíma veruleika. í leikritinu, Ó muna tíð, reynir á leikendurna á allt annan hátt. Persónur eru mjög stílfærðar og leikritið í heild í absúrd stíl. Höf- undur er löngu kunnur fyrir rit- verk sín, ljóð og sögur og margt í þessu verki er náskylt ýmsu í fyrri verkum hans. Hnyttið orðfæri og stórskemmtilegur leikur að orðum i eru gamalkunn einkenni á stíl, Þórarins og nafn leikritsins gefurj strax tóninn. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem höfundurinn skrifar heilt leikrit þó i að hann hafi oft lagt gjörva höndj á plóg í leikhúsinu, t.d. með gerði söngtexta í fjölda verka og aðild að samningu söngleiksins Grettis og fleiri verka. Nemendur 4. bekkjar, sem sýndu svo eftirminnilegan leik í fyrstu leiksýningu vetrarins auk þess sem nokkur þeirra léku með 3. bekk í Þremur systrum eftir Anton Tsjek- hov, takast nú á við gjörólík hlut- verk. Þau, ásamt leikstjóranum Kára Halldóri, fá hér í hendur glænýtt verk og að mörgu leyti sérkenni- legt, kannski ekki ýkja leikrænt á köflum en með þungamiðju í text- anum. Leiklist AUÐUR EYDAL Persónumar eru, sem fyrr segir, flatar og stílfærðar, oft ýkjukennd- ar og var að mínu mati stundum farið út í of mikinn farsaleik, hefði mátt draga heldur úr. Hlutverkin eru nokkuð jafnstór utan hlutverk Lóu og Þrastar, sem eru öllu viðameiri en hin. Guðbjörg Þórisdóttir leikur Lóu, hæfilega fjarræn, og Valdimar Flygeming er í hlutverki Þrastar, hins undarlega minningatæknis. Eiríkur Guðmundsson og Skúli Gautason leika stammgestina, Runólf (Rudda) og Eyjólf, og þær Inga Hildur Haraldsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir em í hlutverkum stallsystranna Rósu og Spes sem leita til Minningaþjón- ustunnar af því að þær vilja skipta á minningum hvor við aðra. Leikmynd Jennýjar Guðmunds- dóttur er í stíl vísindaskáldverka með hæfilegu jarðsambandi. Minn- ingaskiptamaskínan er mátulega fáranleg og notkun hvítra gæm- skinna myndar andstæðu við tæknidótið. Jenný sá einnig um búninga sem em vel við hæfi og í sama dúr. Áhorfendur sitja í „austurbæ" og „vesturbæ", sinn hvomm megin við leiksvæðið, sem er í miðju salar. Vel hefur verið vandað til verks við gerð leikmyndar, m.a. er and- dyrinu breytt og stíll leikmyndar- innar látinn ná alveg fram að úti- dyrum. Tónlist Árna Harðarsonar átti mikinn þátt í að skapa sérkenni- lega stemmningu og góð lýsing og tæknivinna magnar hana. Sýningar á leikritinu Ó muna tíð verða næstu vikurnar í Lindarbæ en með vorinu sýnir Nemendaleik- húsið væntanlega sígildan sjónleik og má þá segja að mjög æskileg breidd hafi náðst í verkefnavali vetrarins. - AE Fréttir Fréttir Fréttir Skýr úrslit í stjómarkjöri Ið ju: Guðmundur felldi Bjama Jakobsson Guðmundi Þ. Jónssyni, borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins, tókst að fella Bjama Jakobsson úr formanns- sæti Iðju, félags verksmiðjufólks, í kosningum til stjórnar og trúnaðar- mannaráðs sem lauk á laugardags- kvöld. A-listi stjómar og trúnaðarmann- aráðs, sem hafði Guðmund sem for- mannsefni, hlaut 604 atkvæði. B-listi Bjarna Jakobssonar og fleiri hlaut 322 atkvæði. Alls kusu 937 af 2.434 sem vom á kjörskrá. Er það aðeins 38,5 prósent kjörsókn. „Þetta er skýlaus niðurstaða," sagði Guðmundur Þ. Jónsson sem áður var varaformaður Iðju. Hann lýsti því yfir fyrir stjórnar- kjörið að framboð sitt væri komið til vegna óánægju með störf formanns- ins. „Það er ætlun okkar að félagið verði sterkara og þróttmeira á eftir,“ sagði Guðmundur í gær. „Ég hefði viljað fá 50 prósent kjör- sókn. Ég reiknaði þó ekki með að hún yrði meiri en það. Kosningabar- áttan var drengileg í öllum aðalat- riðum. Menn koma út úr þessu ósár- ir,“ sagði Guðmundur. Bjami Jakobsson, sem gegnir trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, varð formaður Iðju fyrir tíu árum, árið 1976. Hafði hann verið starfsmaður félagsins frá árinu 1973. í nýrri stjórn Iðju eru með Guð- mundi: Hildur Kjartansdóttir vara- formaður, Una Halldórsdóttir, Sig- urjón Gunnarsson, Hannes Ólafsson, Ólína Halldórsdóttir og Valborg Guðmundsdóttir. -KMU Guðmundur Þ. Jónsson, nýkjörinn formaður Iðju, fagnar úrslitunum á laugardagskvöld i hópi annarra stjórnar- manna. DV-mynd PK. Stórverslanir vantar a listann Kaupmenn hafa hótað að gera mig eignalausan, segir Ólafur, trúnaðarmaður í M jólkursamsölunni „Ég hef verið stanslaust í símanum frá því að þessi deila kom upp. Kaupmenn, sem eru á listanum okkar, hafa hótað mér óskaplegum hegningum, eiginlega öllu nema líf- láti. Þeir segjast geta gert mig eigna- lausan,“ sagði Ólafur Ólafsson, yfir- trúnaðarmaður starfsmanna í Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Rannsóknarlögreglan svíkur loforð Eins og fram hefur komið í fréttum hafa starfsmenn Mjólkursamsölunn- ar komið sér upp lista með nöfnum 10 verslana sem þeir telja sig hafa vissu fyrir að hafi keypt stolnar mjólkurvörur að undanförnu. Neita starfsmennirnir að keyra mjólk út í þessar verslanir. „Við hófum útkeyrslu að morgni síðastliðins föstudags méð loforð frá Erlu Jónsdóttur og Hallvarði Ein- varðssyni hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins um að við myndum fá aðgang að listanum með nöfnum þeirra 20 verslana sem grunaðar eru um að hafa keypt stolnar mjólkurvörur. Að kvöldi þess sama dags barst mér hins vegar bréf frá Hallvarði rannsóknar- lögreglustjóra þar sem dregið var í land með öll loforð. Það virðist ein- hver hafa kippt í spottana," sagði Ólafur Ólafsson. „Þessi deila stendur einfaldlega um það hvort við starfsmennimir eigum að hafa aðgang að sömu gögnum í þessu máli og forstjóri Mjólkursam- sölunnar. Forstjórinn veit allt um þetta og rekur menn í samræmi við það. Við vitum hins vegar lítið hverju fram fer. Þó erum við vissir í okkar sök varðandi þær 10 verslanir sem við höfum sett í mjólkurbann," sagði Ólafur. Mjólk í einkabílum Það var vegna árvekni starfs- manna Mjólkursamsölunnar að mjólkurþjófnaðurinn komst upp. 1 bókhaldi var ekkert sem benti til þjófnaðar. Mjólkurbílstjórar tóku eftir því að í einni verslun voru mjólkurvörur sem þeir höfðu ekki komið með þangað og þá fór skriðan af stað. Líklegt er talið að stolna mjólkin hafi verið keyrð til kaup- manna á einkabílum og einnig að þjófarnir hafi notað matartímann til að skjótast með góssið. Stórmarkaðir Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV vantar nokkrar stórverslanir og stórmarkað á höfuðborgarsvæð- inu á lista Mjólkursamlagsmann- anna yfir þá sem keypt hafa stolna mjólk. „Það hefur verið kippt í spott- ana vegna þess að stórhagsmunir eru í húfi,“ sagði Ólafur Ólafsson. Nú munu 10 starfsmenn Mjólkur- samsölunnar hafa verið látnir hætta vegna mjólkurmálsins. Að sögn Ólafs Ólafssonar er þar eingöngu um að ræða unga menn sem starfað hafa skamma hríð við mjólkurkeyrslu og afgreiðslu. „Gömlu jaxlamir eru ekki í þessu.“ -EIR Óvíst hvernig íslensku- reglan breytir þættinum íþróttirsjónvarps: Ráðamenn sjónvarpsins vita ekki hvemig þeir eiga að bregðast við íslenskuákvæðum útvarpsreglugerð- ar menntamálaráðherra gagnvart íþróttaþættinum. Bjami Felixson, íþróttafréttamað- ur sjónvarps, er búinn að ræða við Markús Öm Antonsson útvarps- stjóra og Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóra sjónvarps. Ætla ráða- mennirnir að athuga málið. „Ég held bara mínu striki áfram þangað til ég fæ skipun um annað, sagði Bjarni Felixson. Samkvæmt reglugerðinni má Bjarni Felixson ekki lengur sýna erlent íþróttaefni án þess að því fylgi íslenskt tal eða neðanmálstexti. Beinar útsendingar em þó undan- skildar. Síðasta beina útsendingin frá ensku knattspyrnunni verður laug- ardaginn 22. febrúar. Sjónvarpið er hins vegar búið að semja um kaup á völdum köflum úr ensku knattspym- unni fram á vor. Bjami Felixson er einnig búinn að panta stjörnuleikinn, All Star, úr bandarísku körfunni. „Ég býst við að ég snúi honum til baka,“ sagði hann. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.