Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 42
42 DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós r En Adam var ekki lengi í paradis, allt komst upp, múllinn var tekinn upp... Bannsett böndin komin á sinn stað og eins gott að gera sér grein fyrir að hundar þurfa stundum að sætta sig við að lifa sannkölluðu hundalífi. Það byrjaði allt með hógværu krafsi í hné húsbóndans sem sinnti í engu vanliðan seppa. Og þegar innilokunarkenndin og köfnunartilfinning varð yfirþyrmandi varð að gera eitthvað í málunum. Þetta tókst með Iagni og seiglu, helaumttrýnið var sleikt vandlega á eftir. Hundar ná því líklega seint að mynda áhrifamikinn þrýstihóp og því þurfa þeir margsinnis að sætta sig við að hlíta hinum ýmsu þvingunarreglum. Eitt af því sem seppum er uppálagt er að bera múl um trýnið ef lagt er af stað í flugferð og eru þeir mishrifnir affjötrunum. Meðfylgjandi myndir tók KAE, ljósmyndari DV, þegar lagt var upp með hunda í æfingaleit við- víkjandi snjóflóðum. Einn leitar- hundanna þoldi illa múlinn og greip því til sinna ráða þótt lúta yrði lægra haldi fyrir eigandan- um síðar. ■3 Tónafióð á Skálafelli Myndina tók GVA af þeim félögum í Kaskó, Guðlaugi Sigurðssyni og Helga Sigurjónssyni, við spilamennsku á Skálafelli eina helgina fyrir skömmu. Aðspurður um hljóðfærið við höndina á myndinni sagði Guðlaugur að það liti út „...eins og lítil spýta en er í rauninni heil hljómsveit. Þetta er hljóðgervill sem er prógrammerað tölvu- tæki með óendanlegum möguleikum.“ Og þeir félagar verða þarna á móti Guðmundi Hauki önnur hver vikulok frá fimmtudegi til sunnudags leikandi lög af öllum mögulegum gerðum, frá rólegum og allt upp í æsilegri taktana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.