Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. 11 Sungið og trallaðá þorrablótinu — hjáeldriborgurum áSelfossi Frá Reginu Thorarensen, fréttarit- ara DV á Selfossi: Eldri borgarar á Selfossi skemmtu sér á þorrablótl í Inghóli nýlega. Þar sátu 130 manns undir borðum. Smakkaðist þorramatur- inn prýðilega hjá kokkunum í Inghóli. Eldri kona sagðist hafa farið varlega í að fá sér á diskinn í fyrstu því hún hefði ekki mikla trú á að þessir skeggjuðu menn kynnu að búa til almennilegan þorramat. En hún komst á aðra skoðun eftir að hafa smakkað því hún sótti þrisvar á diskinn sinn. Kvaðs hún gleðjast yfir því að karlmenn kynnu að búa til slíkar kræsingar því þetta væri besti þorramatur sem hún hefði smakkað síðan hún hætti sjálf sveitabúskap. Halldóra Ármannsdóttir var veislustjóri og kynnir á þorrablót- inu. Fórst henni það vel úr hendi enda frá Vestmannaeyjum. Skemmtiatriðin voru mörg og of langt mál að telja þau upp í smáat- riðum. En á nokkur skal þó drepið hér: Fyrst skal telja Karlakór Selfoss sem söng við góðar undirtektir. Inga Bjamadóttir, forstöðukona opins húss, söng „Draumavísur fjósamannsins" eftir Guðlaug Jónsson í Kaldrananeshreppi á Ströndum. Sá mæti maður flutti vísumar fyrst árið 1923. En það ber ekki allt upp á sama dag því að 63 árum seinna syngur og leikur Inga vísumar með tilfæringum sem vöktu feikna kátínu meðal þorra- blótsgesta. Inga Ingadóttir las því næst hugvekju. Kom hún víða við og var hugvekjan ógleymanleg. Vilborg Magnúsdóttir las vísur eftir Svein Sveinsson. Loks var dansað af miklu fjöri. Stjórnaði Hafsteinn Þorvaldsson dansinum. Fóru allir ánægðir heim, staðráðnir í að mæta á þorrablótið að ári. alla vikuna Viðtaiið „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur” — segir Páll Bjömsson, nýr sýslumaöur á Höfn í Homaf irði Nýi sýslumaðurinn í Austur- Skaftafellssýslu heitir Páll Björns- son, 37 ára lögfræðingur, ættaður úr Húnavatnssýslu. Hann er fædd- ur og uppalinn á Ytri-Löngumýri og faðir hans er enginn annar en Bjöm sjálfur Pálsson á Löngumýri. Móðir hans heitir Ólöf Guð- mundsdóttir. „Pabbi var alltaf á ferð og flugi og ég kynntist honum lítið. Við vorum 10 systkinin. Svo var maður sendur í heimavistar- skóla 14 ára og var bara á sumrin heima. En móður minni kynntist ég vel,“ sagði Páll. Páll lagði síðan leið sína til Reykjavíkur og fór í Kennarskól- ann og útskrifaðist þaðan sem stúdent 1971. Hann kenndi í nokk- ur ár en hóf nám í lögfræði við Háskóla íslands 1973 og útskrifað- ist 1979, réð sig það árið til sýslu- mannsins á Selfossi og gegndi full- trúastörfum þar til síðustu ára- móta, eða þar til hann hreppti sýslumannsembættið í Austur- Skaftafellssýslu. „Mér leið vel á Selfossi, það er fyrirmyndarstaður, mátulega langt frá Reykjavík. Það er gott að vera utan borgarstreitunnar." Páll er þónokkuð ánægður með nýja starf- ið. Að vísu er hann svo nýbyrjaður að hann er varla búinn að átta sig. „Það tekur tíma að aðlagast nýju starfi og kynnast nýju fólki. En það kemur." Er grasekkill á Höfn Sem sýslumaður í Austur-Skafta- fellssýslu hefur Páll aðsetur á Höfn í Homafirði. Hann var að vísu nýbúinn að byggja sér einbýlishús í nýja hverfinu syðst á Selfossi og hluti af honum er þar enn. „Ég er grasekkill á Höfn núna, konan mín, Ólafía Hansdóttir, er enn á Selfossi og bömin tvö. Ólafía er frá Selfossi og á sínar rætur þar en kemur nú með vorinu með börnin með sér. Ég sakna hennar og barn- anna. Enginn veit hvað átt hefur Páll Björnsson, nýbakaður sýslumaður Austur-Skaftafellinga, býr nú á Höfn, þar sem hann hafði bara einu sinni komið áður. Hann þarf því ekki bara að aðlagast nýju starfi, heldur nýjum siðum og annarri náttúru. „Það kemur,“ segirPáll. DV-mynd Júlía Imsland fyrr en misst hefur." Páll hefur áhuga á bókalestri, þjóðlegum fróðleik og náttúmskoðun. „Ég hef verið að berjast við að byggja á Selfossi og hef haft lítinn tíma til að sinna áhugamálum." „Gert ráð fyrir að ég sé fram- sóknarmaður“ „Ég ólst upp á pólitísku heimili en hef lítil afskipti haft af pólitík sjálfur, ekki af því að ég telji stjórnmálamenn til óþurftar. Ég horfi umburðarlyndum augum til manna sem standa í pólitíkinni, þetta er vanþakklát starf.“ Að mati Páls á þjóðin þá stjórn- málamenn sem hún á skilið. Hann hefur kynnst því hvað er að vera sonur stjórnmálamanns og fengið að gjalda þess. „Það ganga allir út frá því að ég sé framsóknarmað- ur af því að ég er sonur föður míns. Mér eru eignaðar pólitískar skoð- anir,“ sagði Páll og kunni því greinilega illa. Páll sagðist ekki hissa á föður sínum að byrja búskap aftur á Löngumýri. „Hann er til alls vís, ég yrði ekki hissa þótt hann byrjaði að gera út þarna fyrir norðan. Ég vona bara að hann eflist og efnist á þessu,“ sagði Páll og bað fyrir kveðjur til Bjöms á Löngumýri. -KB Þorskalýsi eða ufsalýsi firá Lýsi hf. heilsunnar vegna ARGUS«0 » - LYSI Lýsi hf. Grandavegi42, Reykjavík. il! n jjji ... n IREYKLAUSA UÐINU-EN ÞU ? ' ' •• v.••■•;>>& : ■ • VERTU MEÐ OG VINNUM REYKINN Eeykknst land árið 2000 SKÁKLANDSLIÐIÐ: Jón L. Árnason, alþjóðlegur meistari. Jóhann Hjartarson, stórmeistari. Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari. Karl Þorsteins, alþjóðlegur meistari. Margeir Pétursson, stórmeistari. Helgi Ólafsson, stórmeistari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.