Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 27
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. Iþróttir 27 íþróttir Iþróttir Iþróttir Atli Hilmarsson skorar eitt af sex mörkum sinum á föstudag - skoraði síðan áttaálaugardag. DV-myndirBjarnleifur. Eigum fyrirliggiandl allar slcrifstoíuhúsgagua Best var að sjá Þorgils Óttar í baráttunni á ný Það besta við landsleik íslands og Noregs í Laugardalshöllinni á föstu- dagskvöld var að sjá Þorgils Óttar Mathiesen með á línunni á ný, að vísu mjög vafinn um hnéð. I síðari hálfleiknum - eftir að hafa verið heldur seinn í gang í þeim fyrri - náði hann sér vel á strik og skoraði þá falleg mörk á sinn sérstæða hátt. Sá höfuðverkur er vonandi úr sög- unni sem línuspil ísl. landsliðsins var meðan Þorgils Óttar var frá leik. Allt bendir til þess að FH-ingurinn snjalli geti gert góða hluti í heimsmeistara- keppninni í Sviss, sem hefst eftir atta daga. Það versta við leik íslenska lands- liðsins á föstudagskvöld gegn heldur slöku liði Norðmanna var oft á tíðum þegar Island sigraði Noreg, 25-24, á föstudag hörmulegur varnarleikur. Litli, þybbni línumaðurinn, Arild Akerö frá Stavanger IF, lék varnarmennina grátt. Hafði litið sem ekkert fyrir því að snúa á hávaxna vamarmenn Is- lands á miðjunni, einkum þó Þor- björn Jensson, fyrirliða. Þorbjörn, eins og margir aðrir í íslenska liðinu, gengur ekki alveg heill til skógar. Markvarslan einkenndist af slökum varnarleik. Erfitt að verjast dauða- færum norskra. Þeir Kristján Sig- mundsson og Brynjar Kvaran, sem léku sinn hálfleikinn hvor, vörðu fimm skot hvor þar sem ísland fékk knöttinn. Kristján varði einnig nokkur skot og knötturinn hrökk út fyrir vítateiginn. Undantekningar- laust náðu Norðmenn knettinum. Það segir meira en mörg orð um varnarleikinn. Of lítill sigur. íslenska liðið vann alltof lítinn sigur í leiknum. Eins marks munur í lokin, 25-24, eftir að ísland hafði um tíma náð sex marka forskoti, reyndar þ'risvar i leiknum, 18-12, 19-13 og 20-14. Síðan kom hörmuleg- ur kafli og norskum tókst að jafna í 23-23. Þá voru fjórar mínútur til leiksloka. íslensku strákarnir bitu aðeins á jaxlinn. Skoruðu næstu tvö mörk og sigruðu. Veruleg þreyta einkenndi leik ís- lenska liðsins síðasta stundarfjórð- unginn. Skiljanlegt eftir hinar gífur- legu æfingar hjá Bogdan Kowalczyk. Hörkuæfingar sama dag og leikið var. Sóknarleikurinn var þó oft skemmtilegur og mörg falleg mörk skoruð. Meira að segja átta mörk skoruð af línu og Páll Olafsson skor- aði nokkur þeirra eftir glæsisending- ar Kristján Arasonar. Það var hins vegar nokkuð erfitt að skora hjá norska markverðinum, Ole Reidar Bruseth. Hann varði oft með miklum tilþrifum og var besti maður norska landsliðsins ásamt línumanninum Akerö. Þrír leikmenn íslands skoruðu nær öll mörk íslenska liðsins, Kristján Arason átta - tvö vítaköst - Atli Hilmarsson sex og Páll Ólafsson fimm. Þeir léku allir vel, þónokkur kaflaskipti voru hjá þeim, og það gerði Guðmundur Guðmundsson einnig, þrælvafinn á læri. Fiskaði víti, kom Norðmönnum út af á sinn snjalla hátt og skoraði tvö mörk. Það gerði Þorgils Óttar einnig. Bjarni Guðmundsson og Geir Sveinsson skoruðu eitt mark hvor. hsím Sérverslun me> skrifstofuhúsgögn Þorgils Óttar í leiknum við Norð- menn - mikiil útbúnaður á hnjám hans. Ath. sérstaklega nýju skermaveggina, hannaðaaf Sturlu Má Jónssyni FHI. Á. GUÐMUNDSSON i i | Skemmuvegi 4, Kópavogi, sími 73100. allra haBÍi. Vorðfrá:31500.- Innifalið í yerði: flug, gistíng, ferðir að og i—i'I/aX (<—^ L/V'/aV i—1 r 1 1 ) ) q—^ i—-7 j 1 j—D 3—> 22. MARS TIL 31. MARS 10 daga ferð, aðeíns 3 vinnudagar. Dagflug. Flogið er til Zujjfch í Sviss. Þaðan er um 1 klst. akstur til Mor|chach sem er vinalegur lítill bær við skfðaparadísina Stoos. Gis| er á stárglæsilegu nýju íbúðar- hóteli, AXENFELS. Par eru öll þægindi á einum stað. Örstutt er frá Morschach til margra fegurstu staða Sviss og glæsilegar verslanir eru stutt undan. STOOS er mjöa vo i'imúirt cUnncvjieiAi An knrarn kralrlniruiA BARNAAFSLÁTTUR •OHt-mtt mitulll Umboó a is!a< DINERSCLU! (NTERNATtOJ i fyrir AL fVrCfXVTMC Ferðaskrifsfofa Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388—28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.