Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
15
landshluta
Gjáin milli
í grein sem ég ritaði í DV þann
tíunda þessa mánaðar um „Lands-
samtök um jafnrétti milli lands-
hluta“ er greint frá félagastofnun-
um og sameiningu þeirra og nokk-
uð frá tilgangi samtakanna. Með
þeim er verið að sameina krafta
þeirra er búa úti á landsbyggðinni
og annarra þegna þjóðfélagsins
sem vilja stöðva hinn sífellda og
vaxandi flótta úr dreifbýlinu og
tryggja jafnari lífskjör og jafnrétti
í þjóðfélaginu. Hinum ötulu og
Frjálshyggjan er ekki
frjálshyggja
Eins og kunnugt er ráða „frjáls-
hyggju“- og peningaöflin þegar
mestu um fjölmiðla og hætta er á
að yfirráð þeirra verði alger. Þau
öfl segjast stefna að þessu eða hinu
en varla fer milli mála að markmið
þeirra er þjóðfélag hinnar fá-
mennu, forríku yfirstéttar og hins
snauða fjölda.
„Frjálshyggjan", sem svo er
nefnd, er í rauninni ekki frelsis-
a „Vanþekking og að miklu leyti
^ ástæðulaus öfund hafa valdið því að
smám saman hefur verið að myndast hyl-
dýpisgjá milli suðvesturshornsins annars
vegar og annarra landshluta hins vegar.“
ósérhlífnu talsmönnum landssam-
takanna hefur verið mjög vel tekið
þar sem búið er að hafa kynningar-
fundi en hins vegar hafa fjölmiðlar
í Reykjavík tekið þeim fálega og
ítrekaðar tilraunir til að fá að
koma fram í sjónvarpi hafa enn
ekki borið árangur. Hafa samtökin
neyðst til að fara allsérstæða leið
til að láta vita af tilveru sinni.
I starfi landssamtakanna er lögð
áhersla á jöfnuð milli kynjanna og
eins er lögð áhersla á að í stjórn
þeirra veljist fólk úr helst öllum
stjórnmálaflokkum.
hyggja heldur markaðshyggja.
Hér er í rauninni verið að fela
ógnvænlega stefnu bak við sak-
leysislegt nafn. Frjálshyggja er
þarna rangnefni.
Eins og nú er virðist uppbygging
atvinnutækifæra vera mestöll á
suðvesturhorninu. Þar eru störfin
gjarnan yfirborguð, þar eru nógir
peningar og þangað fer fólkið. Þar
sitja ráðamenn þjóðfélagsins og
þar eru flestar þjónustustofnanir
okkar - gjarnan með starfsliði sem
litla yfirsýn hefur út fyrir borgar-
mörkin og gengur illa að skilja
þarfir eða sérstöðu dreifbýlis. Þar
er að myndast borgríki. Annars
staðar á landinu er víða takmörkuð
eða ónóg atvinna, þjónusta lakari
og kjörin verri.
Tvær þjóðir í landinu
Vanþekking og að miklu leyti
ástæðulaus öfund hafa valdið því
að smám saman hefur verið að
myndast hyldýpisgjá milli suðvest-
urhomsins annars vegar og ann-
arra landshluta hins vegar. Það er
talað um að þjóðin sé að skiptast
í tvennt eða tvær þjóðir séu í
landinu. Sumir tala um hina ríku
annars vegar og fátæku hins vegar
en þar munu trauðlega finnast
skörp skil á milli. En milli Stór-
Reykjavíkur og landsbyggðarinnar
eru greinileg skil komin.
Brúa þarf gjána eða fylla hana
upp til að koma í veg fyrir algera
skiptingu þjóðarinnar í tvennt. Að
því vilja Landssamtök um jafnrétti
milli landshluta vinna. Til þess að
svo megi verða þarf að finna þá
sýkla er sárinu valda og gera sér
ljósa grein fyrir hvernig staðan er
í málinu. Það hlýtur að vera for-
senda þess að meðulin finnist.
Lifði á því sem landið gaf
Fyrst skulum við gera okkur
grein fyrir á hverju íslenska þjóðin
lifir og hvar þjóðarteknanna er
aflað. Auðvitað hefur þjóðin lifað
og lifir enn á því sem landið og
hafið í kringum það gefa. Nýting
þeirra auðlinda er undirstöðuat-
riði. Iðnaður er svo að miklu leyti
vinnsla á framleiðslu undirstöðu-
atvinnuveganna, sjávarútvegs og
landbúnaðar. Önnur hlunnindi eða
„auðlindir" eru talsvert nýttar og
breytt í nauðsynleg efni og lífsgæði
og á því nærist verulegur hluti
iðnaðar. En fólk má aldrei missa
sjónar af því að þjóðin lifir fyrst
og fremst á nýtingu „lífbeltanna
tveggja" landgrunnsins ásamt haf-
inu yfir því - annars vegar og
grasbeltisins meðfram ströndinni
og inn að hálendinu - hins vegar.
Að undirstöðuatvinnugreinunum
vinna núorðið tiltölulega fáir og
störf þeirra eru oft vanþökkuð.
Minnihlutinn
aflar meira
Samkvæmt tölum, sem ég hefi
fengið í hendur, koma 60% gjald-
eyristeknanna frá sjávarútvegi
sem aðeins 14,1% þjóðarinnar
vinnur við. Á höfuðborgarsvæðinu,
þar sem um 60% þjóðarinnar búa,
skapast 40% gjaldeyristeknánna,
en 60% gjaldeyristeknanna verða
til á landsbyggðinni þar sem aðeins
40% búa. Þó munu allmargir, sem
heimili eiga í dreifbýlinu, vinna á
suðvesturhorninu hluta ársins.
Þegar talað er um verðmæti
framleiðslu er gjarnan aðeins rætt
um verðmæti útflutningsvara, en
það sem fer til að fæða og klæða
þjóðina sjálfa gleymist. Þess vegna
verður hlutur landbúnaðarins oft
lítill. Þar við bætist að unnar af-
urðir frá landbúnaði eru í útflutn-
ingsskýrslum taldar til iðnaðar-
vöru.
Hverjir grófu gjána?
Það sem hefur e.t.v. verið drýgst
í að skapa misskilning og van-
þekkingar- og öfundarhyldýpi milli
suðvesturhornsins og landsbyggð-
arinnar eru sumir fjölmiðlarnir í
Reykjavík. 1 stað þess að fræða
þjóðina um mikilvægi framleiðslu-
atvinnuveganna og bera klæði á
vopnin hafa þeir alið á tortryggni
og ausið upplognum þvættingi og
RÓSMUNDUR G.
INGVARSSON
BÓNDI, HÓLI,
TUNGUSVEIT,
SKAGAFJARÐARSÝSLU.
rangfærslum yfir undirstöðuat-
vinnuvegina, einkum landbúnað-
inn. Mun þetta eiga drjúgan þátt í
þeirri þróun að sala búvöru innan-
lands hefur dregist verulega saman
og í þeirri stefnumörkun að gefast
að mestu upp við að selja land-
búnaðarafurðir úr landi.
í framhaldi af því er nú ákveðið
að fækka búfé í hinum hefðbundnu
búgreinum verulega í viðbót við
þá miklu fækkun sem orðin er.
Hefur það, þrátt fyrir mikið umtal
og nokkra fyrirgreiðslu til svo-
nefndra nýrra búgreina, óhjá-
kvæmilega búseturöskun í för með
sér.
Þessi iðja sumra blaðanna er gott
dæmi um ábyrgðarleysið sem nú
ríður húsum í þjóðfélagi okkar. Út
yfir tekur að mikið af þessum áróð-
ursskrifum er svo lesið í útvarpið.
Landssamtök um jaíhrétti milli
landshluta hafa mikið verk að
vinna.
Rósmundur G. Ingvarsson
Vinsældalisti rásar 2 er hneyksli
- í tilefni 2ja ára afmælis listans
Kjallarinn
JENS KR.
GUÐMUNDSSON
AUGLÝSINGATEIKNARI
metnaðarleysið og gelda músík-
smekkinn sem einkennir þann
þrönga ættingja- og kunningjahóp
sem hefur hreiðrað um sig í Efsta-
leitinu.
Fréttatiikynningar handa
dagblöðunum
Þótt undarlegt megi virðast lætur
fjölskyldan á rás 2 sér ekki nægja
að spila vinsældalistann sinn út og
inn alla daga.
Fréttadeildir dagblaðanna og
poppsíður fá vikulega sendar
fréttatilkynningar með skilmerki-
legum útlistunum á útliti listans
hverju sinni. Þannig geta lands-
menn lesið um listann um leið og
þeir hlusta á hann á rás 2.
Hljómplötuverslanirnar sleppa
ekki heldur. Þær fá reglulega
sendan listann í plakatformi.
Starfsmenn verslananna geta því
vitnað í listann í tíma og ótíma.
Og viðskiptavinir þeira geta valið
sér hljómplötur í samræmi við hlut
platnanna á vinsældalista rásar 2.
Listinn skal sem sagt ofan í
landsmenn með öllum ráðum. Það
skulu allir fá að taka þátt í dansin-
um umhverfis listann.
Ætli sá trúarsöfnuður sé til sem
gerir jafnmikið úr sínum guði og
starfsmenn rásar 2 gera úr vin-
sældalista sínum?
Vinsældalistinn
er ómarktækur
Hrunadansinn umhverfis vin-
sældalista rásar 2 er ekki það
versta i þessu máli. Áreiðanleiki
listans er öllu verri.
Við nánari athugun kemur í ljós
að vinsældir dægurlaga meðal
almennings eru ekki í samræmi við
vinsældalista skallapopprásarinn-
ar. Listinn er nefnilega saman sett-
ur af örfáum hagsmunahópum.
Þessir hópar hringja í síma
687123 á milli kl. 16 og 19 á fimmtu-
dögum og biðja þá um að ákveðin
lög séu sett á listann. Það er yfir-
leitt auðsótt mál fyrir hvern sem er.
Sama manneskja getur greitt
sama laginu eins mörg atkvæði og
hana langar til. Hún þarf ekki einu
sinni að gera grein fyrir sér á neinn
hátt.
Vinsældalisti duglegra
plötuútgefenda
Vegna þessa fyrirkomulags er
vinsældalisti rásar 2 einungis listi
yfir duglega plötuútgefendur,
umboðsmenn og flytjendur dægur-
laga.
Um það vita stjómendur rásar 2
mætavel. Enda eru þess dæmi að
þeir hafi sjálfir staðið fyrir smölun
á atkvæðum handa ákveðnum lög-
um.
Kannski sú staðreynd skýri að
hluta það ofurkapp sem þeir leggja
á að troða vesældarlista sínum ofan
í kok á landslýð.
Jens Kr. Guðmundsson
„Þessi dans þeirra umhverfis vinsældalistann afhjúpar betur en flest annað hugmyndafátæktina,
metnaðarleysið og gelda músíksmekkinn sem einkennir þann þrönga ættingja- og kunningjahóp sem
hefur hreiðrað um sig í Efstaleitinu."
Um þessar mundir er hátíð hjá
starfsmönnum rásar 2. Vinsælda-
listinn þeirra á afmæli. Hann er
tveggja ára.
Reyndar mætti halda að listi
þessi ætti daglega stórafmæli. Svo
mikið láta stjórnendurnir í Efsta-
leiti með hann.
Þeir láta sér ekki nægja að spila
listann á hverju fimmtudagskvöldi
heldur leika þeir hann einnig á
hverjum sunnudegi - og þá þrefald-
an!
Á laugardögum hafa þeir svo
sérstakar hringborðsumræður í
útvarpssal um stöðu og stefnu ein-
stakra laga á listanum.
Til viðbótar eru mörg lög af list-
anum spiluð á hverjum degi í þátt-
um sem bera ýmis nöfn en eru alveg
eins að öðru leyti.
Algengt er að 5-7 lög af listanum
séu spiluð í einum slíkum þætti.
Spiluninni fylgir ætíð ítarleg lýsing
á tengslum laganna við listann.
Einhæft lagaval
Þegar dagskrá einnar vesællar
útvarpsrásar snýst öll um einn lit-
inn vinsældalista þá er eitthvað að.
Það segir sig sjálft.
Þó setja stjórnendur rásar 2 upp
spumingarmerki þegar minnst er á
einhæft lagaval hjá þeim!
Þessi dans þeirra umhverfis vin-
sældalistann afhjúpar . betur en
flest annað hugmyndafátæktina,
a „Ætli sá trúarsöfnuður sé til sem gerir
^ jafnmikið úr sínum guði og starfs-
menn rásar 2 gera úr vinsældalista sín-
um.“