Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
43
Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós
Verð aldrei leið
á tónlist
Ég er um þessar mundir að vinna að
píanóverki en ég er á starfelaunum í
vetur og stunda því enga kennslu.
Þetta er ekki samið fyrir neinn ákveð-
inn píanóleikara og það er ekkert
ákveðið hvemig verk þetta verður eða
hversu langt. Eg er löngu byijuð að
fást við það, en kraftar mínir, eins og
annarra íslenskra tónlistarmanna, eru
dreifðir og ég hef meðal annars verið
að vinna að hljómplötuútgáfu að
undanfomu. Ég sest niður þegar ég
hef tíma og þá ganga tónsmíðamar
ágætlega. Ég hef áður samið eitt
píanóverk, það var fyrir Eddu Erlends-
dóttur. Mér finnst yfirleitt skemmti-
legast að semja það sem ég er með í
takinu hverju sinni, en það má þó
kannski segja að það heilli mig meira
að semja verk fyrir stóra hljómsveit.
Þar hef ég meira val. En ég er ekki
að semja neitt í bili nema þetta píanó-
verk, mér finnst ekki gott að vera með
margt í gangi í einu. Ég klára þetta
vonandi fyrir vorið, ætla að reyna
það, en svo veit ég ekki hvað ég tek
mérfyrirhendur.
Hvort ég spili sjálf? Jú, ég spila á
píanó en hef nú lítið æft mig undan-
farinár.
Það hefur bæði dökkar og ljósar hliðar
að vera tónskáld, en ætli ég hafi ekki
lúmskt gaman af því. Allavega sé ég
síður en svo eftir því að hafa valið
mér það hlutskipti þó að þetta sé
þymum stráð braut og útilokað hér á
landi að lifa á tónsmíðum einum
saman. Það em, held ég, öll íslensk
tónskáld í annarri vinnu. Svo er ein-
kenni á tónlistarlífi hér á landi að
tónlistarfólk er sífellt í sjálfboðaliða-
starfi: Að skipuleggja tónleika, vinna
Karólína Eiríksdóttir: „Mér finnst yfirleitt skemmtilegast að semja það sem
ég er með í takinu hveiju sirrni."
að útgáfu, kynningu erlendis og svo
framvegis. Annars væri ekkert gert á
þessum vettvangi, það er ekki miklum
peningum varið til tónlistarstarfa á
fslandi.
Það er misjafht hvað ég hlusta mikið
á tónlist. Stundum hlusta ég ekki
neitt, verð að hvíla eyrað og hugann.
En ég verð aldrei leið á tónlist. Uppá-
haldstónskáld? Nei, ég get varla sagt
að ég eigi neitt uppáhaldstónskáld, en
gæti svo sem nefnt hann Mozart.
Atli Heimiir Sveinsson tónskáld
Hvað ég er að gera þessa dagana?
Ýmislegt. Til dæmis er ég að reyna
að setja saman litið kórverk, en það
gengur ekki alltof vel. Maður verð-
ur þá að halda áfram að vinna, -
vinna svo mikið að stritið þurrkist
burt úr verkinu og allt sem eftir
situr sé eins og það hafi sprottið
fram fyrirhafnarlaust, af sjálfu sér
og fyrirhafnarlaust.
Nú, svo er ég að lesa yfir ballett-
inn Tímann og vatnið sem ég er
búinn með. Þetta er tveggja tíma
dansverk við ljóð Steins Steinars
fyrir þrjá einsöngvara, kór og
hljómsveit, - og svo auðvitað ís-
lenska dansflokkinn. Verkið var
samið fyrir Þjóðleikhúsið, ég var
einu sinni á starfslaunum við að
semja það í hálft ár. En síðan eru
liðin nær tvö ár og uppsetning er
ekki í sjónmáli svo ég viti. Þjóð-
leikhússtjóri ber við peningaskorti
og það kann að vera rétt. En það
Ásgerður Búadóttir
er ekki hægt að fá menn til að
semja stór verk til að loka niðri í
skrifborðskúffunni um aldur og
ævi.
Ég á stundum erfitt með að slíta
mig frá verkum, það er endalaust
hægt að fægja og betrumbæta
smáatriði. Og ég hef eiginlega
pakkað ballettinum niður.
Svo er ég að leggja seinustu hönd
á eins konar Ijóðasinfóníu: Nóttin
á herðum okkar við ljóð eftir Jón
Óskar. Það verk hefur verið lengi
í deiglunni. Verkið er samið fyrir
sópranrödd, altrödd og stóra
hljómsveit.
Svo er ég að undirbúa framtíðina:
ný verk og stór, kannski sinfóníu,
nýja óperu, einleikskonsert. Maður
verður að sjá hvaða form hug-
myndirnar velja sér. En ég vildi
hafa meira næði og meiri tíma.
Algjor miðaldatækni
sem ég nota
Ég er ekki að vinna að neinu sér-
stöku verkefni, þó ég sé auðvitað
alltaf að fást við eitthvað sérstakt.
Ég vinn helst á hverjum degi, sem
er svo sem ekki í frásögur færandi,
laugardaga og sunnudaga ef svo
ber undir. Þetta er nefnilega algjör
miðaldatækni sem ég nota við
myndvefnaðinn og það dugar ekki
annað en að vera svolítið iðin ef á
að sjást einhver árangur.
Varðandi sýningar, þá tók ég
þátt í samsýningu úti í Kaup-
mannahöfn í janúar með Kolorist-
erne. Það er þekktur listamanna-
hópur sem sýnir árlega á Den Frie.
Ég var að sýna með þeim í fimmta
skipti núna og hef gert það svona
annað hvert ár. Ég sýni með þeim
sem nokkurs konar fastagestur.
Eftir að þeir buðu mér í fyrsta
skipti hef ég getað haft mína henti-
semi með það hvenær ég vil vera
með. Með sýningu hér heima er
allt óráðið.