Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Var Caríos drepinn af Lýbíu-agentum? Vissi kannski of mikið um hlutdeild arabaleiðtoga í hryðjuverkastarfsemi PLO Remirez Sanchez og var hann fæddur í Venezúela. Hann gekk í lið með Alþýðufylkingu George Habbash í skæruliðasamtökum PLO einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum, þá á flótta undan frönskum yfirvöldum vegna morða á tveim lögreglumönnum og einum uppljóstrara sem vísaði lögregl- unni á slóð hans í Frakklandi. Ýmis hryðjuverk á Vesturlöndum voru Carlosi eignuð. Eitt meðal þeirra, sem öruggt er talið, að hann hafi stjórnað, var árásin á aðal- stöðvar OPEC-sölusamlagsins í Vinarborg þar sem olíumálaráð- herrar meðal annars nokkurra arabaríkja voru teknir gíslar. Fangarnir voru látnir lausir þegar Carlos of félagar fengu frítt leiði með flugvél til Alsír og þaðan til Líbýu. ísraelsmenn telja að lokað hafi verið fyrir munninn á Carlosi fyrir lífstíð með því að hann hafi vitað hættulega mikið um hlutdeild ýmissa arabískra ráðamanna í hryðjuverkum sem annars hafa verið kennd við Palestínuaraba. m-------------—► Oftar en einu sinni var fuglinn flog- inn úr hreiðrinu er lögreglumenn ætluðu að handtaka Sjakalann. Lögreglumenn fundu eitt sinn mikinn vopnalager er tilheyrði Sjakalanum á hótelherbergi í Frakklandi og sést hluti hans hér á myndinni. Sjakalinn, eða Carlos, þótti mikill kvennamaður og duglegur við að afla nýrra vinkvenna. ísraelskt blað hefur það eftir ónafn- greindum foringja í Mossad, leyni- þjónustu ísraels, að hinn illræmdi hermdarverkamaður Carlos sé all- ur. Carlos, hryðjuverkamaðurinn ill- ræmdi, er nú sagður dauður og sennilega grafinn í Líbýu, eftir því sem ísraelska blaðið „Davar“ held- ur fram. Ber blaðið fyrir því ónafn- greindan háttsettan foringja í ísra- elsku leyniþjónustunni. - Er sagt að Líbýumenn hafi sennilega fyrir- komið Carlosi þar sem hann hafi vitað hættulega mikið um leyni- þjónustu araba. Hið rétta nafn Carlosar var Ilych „REAGAN, HETJAN OKKAR” — Bandaríkjaforseta mjög fagnað í heimsókninni til Grenada Lífshættuleg- ir maurar — eru komnir inn á danska spítala Reagan Bandaríkjaforseti kvartaði ekki yfir móttökunum í tæplega fimm klukkutíma opinberri heimsókn sinni til smáríkisins Grenada í Karabíska hafinu. Eyjaskeggjar kölluðu hann „frelsarann" og virtust þakklátir mjög fyrir innrás Bandaríkjahers á eyjuna í október 1983 er fallvaltri ríkisstjórn marxista var kollvarpað. „Þakka þér fyrir að bjarga lífi okkar“ og „Reagan, hetjan okkar" voru setningar er sáust á veggspjöld- urn í St. George’s, höfuðstað Gren- anda, er forsetinn kom þar við í gær. Reagan flutti stutt ávarp í Queens garði i St. George’s þar sem þúsundir eyjaskeggja fögnuðu forsetanum. I ávarpi sínu réðst forsetinn að Castro Kúbuleiðtoga og sandinista- stjórninni í Nigaragua og kvað þess- ar þjóðir beina hættu við lýðræðis- þróun í álfunni. Forsetinn sagðist aldrei myndu sjá eftir því að hafa sent 7 þúsund hermenn sína til að „frelsa Grenada" fyrir þrem árum tæpum. Lofar aukinni efnahagsaðstoð Síðdegis í gær lagði forsetinn svo blómsveig að minnisvarða um þá 19 bandarísku hermenn er féllu í inn- rásinni. Reagan fundaði með ríkisstjóra landsins, Sir Paul Scoon, og Herbert Blaize forsætisráðherra eftir athöfn- ina við minnisvarðann. í viðræðum sínum lofaði forsetinn aukinni efnahagsaðstoð til ríkja Karabíska hafsins, þar á meðal í formi fleiri skólastyrkja, hagstæðari innflutningskjörum fyrir vefnaðar- vöru frá svæðinu auk samvinnu á sviði endurbóta á réttarfari ein- stakra ríkja í Karabíska hafinu. Sleppt úr stofufangelsi Aflétt var aftur í gær stofufang- elsi yfir 200 stjórnarandstæðinga í Suður-Kóreu sem lögreglan hindraði í að sækja stóran fund Nýlýðveldisflokks Kóreu. Á fundinum átti að marka stefnuna til að knýja á úrbætur í kosn- ingalögunum. Sumir foringja 'stjórnarand- stöðunnar fengu að fara frjálsir ferða sinna en aðrir, eins og Kim Dae-Jung, varð að vera áfram í stofufangelsi. Hann er búinn að vera tíu daga lokaður inni á heimili sínu. Gissur Pálsson, DV, Álaborg: Lítill maur er farinn að bragða á gæðum velferðarþjóðfélagsins hér í landi. Hann er nefndur farómaurinn (monomorium pharaonis). Því miður hefur komið í ljós að þessi maurategund er farin að angra Dani óþægilega mikið og getur verið beinlínis lífshættuleg ef ekki er að gætt. Maurarnir eru farnir að sækja frá sínum venjulegu bústöðum inn á spítalana þar sem þeir geta verið lífshættulegir fólki sem er mótstöðu- lítið (gamalmenni og smábörn). Bit þeirra er í sjálfu sér ekki lífs- hættulegt en þegar þeir finnast í kringum dauðhreinsuð uppskurð- aráhöld og blóðgjafaráhöld er voðinn írski popparinn Bob Geldof. pottur- inn og pannan í skipulagningu tón- leika til hjál])ar hungruðum er gáfu af sér milljónir dollara til hjálpar- starfs í Afríku er einn af 85 er til- nefndir hafa verið vegna úthlutunar friðarverðlauna Nóbels í ár. Geldof var einnig tilnefndur í fyrra en þá kom tilkynningin um það of vís. Þarna er sú hætta fvrir hendi að þeir komist inn í blóðrásina og það er lífshæt.tulegt. Þrátt fyrir nafnið farómaur. sem tengir hann i hugum manna Egypta- landi. kemur hann upprunalega frá Indónesíu og Austur-Indíum. Nafnið stafar af því að trú manna er að þeir hafi verið ein af sjö plágum Egvpta- lands. Eiginlega ætti maurinn ekki að lifa í hinu kalda loftslagi sem ríkir í Danaveldi en góð upphitun húsa gefur honum lífsmöguleikann. Þennan örsmáa maur er mjög erfitt að uppræta og getur heilt maurabú búið um sig í kúlupenna, annars lifa þeir aðallega í sprungum og öðrum skúmaskotum. seint svo popparinn missti af mögu- leikanum á útnefningu. Aðrir er útnefndir hafa verið eru Winnie og Nelson Mandela í Suður- Afríku, ötulir andstæðingar kyn- þáttastefnu þarlendra stjórnvalda, umhverfisverndarmenn í samtökum grænfriðunga og alþjóða olvmpíu- nefndin. íbúar Grenada flykktust um Reagan Bandaríkjaforseta í skammri heimsókn hans til smáríkisins í gær og þökkuðu honum fyrir innrás Bandaríkjahers í október 1983. Geldof og Nóbel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.