Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 33
DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 45 Magnús Kjartansson þiggur myndlistarverðlaunin úr hendi Aðalsteins In- gólfssonar. DV-mynd GVA Magnús Kjartansson myndlistarmaður ÆRSLAFULLIR SJÓN- LEIKIR ÞAR SEM ALLT GETUR GERST — ávarp Aðalsteins Ingólfssonar 1985 var gott ár fyrir íslenska myndlist þótt myndlistarmenn hafi ekki notið þess sem skyldi. Efna- hagsástandið hefur komið niður á myndlistarmönnum eins og öðrum. Sýningarsalir hafa lagt upp laupana og sala á listaverkum dregst saman. Samt hafa myndlistarsýningar aldrei verið fleiri en á nýliðnu ári og óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi þær verið eins fjölskrúð- ugar og í eins háum gæðaflokki. Þó voru ekki allt of margir mynd- listarmenn sem uppfylltu þær kröfur sem dómnefnd gerði til tilvonandi verðlaunahafa að þessu sinni. Við vorum á höttunum eftir ungum lista- manni, djörfum og hugmyndaríkum, sem þegar hefði haslað sér sjálfstæð- an völl. Okkur er engin launung á því að nöfn ágætra listamanna, eins og Bjargar Þorsteinsdóttur, Gunnars Arnar og Jóns Axels Björnssonar, voru oft nefnd í þessu sambandi. Þó kom í ljós að engin myndlistar- sýning ársins hafði verið dómnefnd- armönnum eins minnisstæð og sýn- ing Magnúsar Kjartanssonar í List- munahúsinu sem nú hefur hætt starf- semi. Varð dómnefndin fljótt ásátt um að útnefna Magnús Kjartansson myndlistarmann ársins. En málið vandaðist þegar réttlæta skyldi þá útnefningu. Magnús Kjartansson er nefnilega maður ekki einhamur í list sinni. Þótt ungur sé hefur hann unnið keramíkverk, skúlptúra, bæði úr járni og leir, grafík og svo auðvit- að málverk. í öllum þessum verkum fer leiftr- andi, oft gáskafullt, hugarflug hönd í hönd með verklagni og dæmalausri útsjónarsemi. Meðan margir félagar hans mála af offorsi eða bölmóð gengur Magnús í málverkum sínum á vit ævintýranna. Og eins og ævin- týrin gerast máiverk hans á mótum hins þekkta og hins óþekkta. Sem sagt: Einu sinni var gamall skór, amboð eða bíldekk sem hafnaði á striga hjá málara. Áður en varði var þessi lítilmótlegi hlutur orðinn þáttakandi í ærslafullum sjónleik þar sem allt gat gerst og gerðist. Glóandi litir tuskuðust við aðra liti, form mægðust við form, uns allur striginn hafði kviknað til lífs. Hafliði Hallgrímsson tekur við tónlistarverðlaununum frá Eyjólfi Melsted. DV-mynd GVA. Hafliði Hallgrímsson, sellóleikari ogtónskáld STYTTIR SÉR EKKILEIÐ — ávarp Eyjólfs Melsted Ritstjórar, verðlaunahafar, ágæta samkoma. Flestum mun kunnugt að árið 1985 var lýst ár tónlistarinnar í Evrópu. Það setti að vísu sinn svip á tónlist- arlífið á íslandi á liðnu ári en breytti að ég hygg sáralitlu annars. Þriggja alda minning Bachs, Haendels og Scarlattis hafði sín áhrif á verk- efnaval á einstökum tónleikum en að flestu öðru leyti var tónlistarlífið með svipuðum ummerkjum og næstu árin á undan. Verðlaunahafann sækjum við að þessu sinni út fyrir landsteinana. Hafliði Hallgrímsson sellóleikari, tónskáld og myndlistarmaður býr, sem kunnugt er, í Edinborg og starf- ar þar þótt starfsvettvangur hans sé fjarri því að vera bundinn þeirri borg einni. Vandvirknisleg vinnubrögð, mynd- ræn úrvinnsla, hugmyndaauðgi, fín- leiki á yfirborði en kraftur undir niðri þykja einkenna verk Hafliða. Reyndar þykjast menn með þessum sömu orðum geta lýst sellóleik hans og myndverkum. Hér má einnig bæta við einlægni og hógværð. Hógværðin birtist meðal annars í því að þau verk verðlaunahafans sem eiga sér íslensk þjóðlög að frumi nefnir hann einungis Islensk þjóðlög. Fiðlukon- sertinn Poemi var það verk Hafliða Hallgrímssonar sem mest bar á í ís- lensku tónlistarlífi á síðastliðnu ári. Það verk færði honum reyndar tón- skáldaverðlaun Norðurlandaráðs og vil ég hér með nota tækifærið og óska honum til hamingju með þá upphefð. Því má enn við bæta um .verk Hafliða að hann velur sér aldrei einföldustu og ódýrustu leið að markinu hvort sem um tónsmíðar eða leik er að ræða. Ég veit samt til þess að eitt sinn hafi Hafliði ætlað að stytta sér leið. Þá var Tónlistar- skólinn í Þrúðvangi og Tjörnin var á ísi. Sellónemandinn ungi, sem bjó vestan Tjarnar, freistaðist til að stytta sér leið yfir ísinn, en skrikaði fótur á hálu svellinu og sat uppi með mölbrotið selló. Ekki veit ég hvort þetta atvik réð neinu um verklag Hafliða við sellóleik og tónsmíðar síðar meir en ég gat ekki á mér setið að rifja upp þetta atvik í lífi tónlist- arnemans sem ætlaði eitt sinn að stytta sér leið og bið þig að koma rakleiðis hingað, Hafliði, og taka við þessum fagra grip því til staðfesting- ar að þú hljótir Menningarverðlaun DV fyrir tónlist þetta árið. Karl Óskarsson kvikmyndatökumaður Vanmetum ekki manninn á bak við vélina — ávarp Baldurs Hjaltasonar, formanns dómnef ndar um kvikmyndagerð Góðir gestir. Þá er komið að kvikmyndunum. Árið 1985 voru frumsýndar hérlendis fimm íslenskar kvikmyndir af fullri lengd. Tveim þeirra leikstýrði Þrá- inn Bertelsson, þ.e. Skammdegi og Löggulífi. Stuðmenn stóðu að gerð myndarinnar Hvítir mávar og frum- raun leikhópsins Svart og sykurlaust við kvikmyndagerð leit dagsins ljós með samnefndri kvikmynd undir leikstjórn Þjóðverjans Lutz Koner- mann. Einnig var frumsýnt nýjasta afkvæmi kvikmyndagerðar- og lista- mannsins Friðriks Þór Friðrikssonar sem bar heitið Hringurinn. Dómnefndin var sammála um að engin framangreindra mynda skæri sig það úr hópnum að hægt væri að verðlauna hana sérstaklega. Hins vegar taldi hún framlag Karls Óskarssonar kvikmyndagerðar- manns til myndarinnar Hvitir mávar það athyglisvert að hún ákvað sam- dóma að veita honum Menningar- verðlaun DV í kvikmyndum fyrir árið 1985. Gerð kvikmyndar er alltaf hóp- vinna og einn þáttur hennar er kvik- myndatakan. Er mikilvægt að kvik- myndatökumanninum takist vel upp ef útkoman á að vera góð. Reynir þá oft á hugmyndaflug og útsjónar- semi. Hins vegar vill hlutverk hans Karl Oskarsson tekur við kvikmyndaverðlaununum úr hendi ar. Hjaltason- DV-mynd GVA. oft vanmetast þegar vel tekst til. Karl fékk snemma mikinn áhuga á ljósmyndun og sótti mikið kvik- myndahús. Árið 1977-1980 stundaði hann nám í London International Film School. Að námi loknu hóf hann síðan störf hjá auglýsingastofu Kristínar til að öðlast starfsreynslu. Frá árinu 1982 hefur hann síðan starfað sjálfstætt við gerð auglýs- ingamynda. Karl kvikmyndaði sína fyrstu mynd, Okkar á milli - i hita og þunga dagsins ,árið 1982 ásamt Jóni Axel Egilssyni undir leikstjórn Hrafns Gunnláúgssonar. Síðan fylgdi á eftir hin gullfallega mynd Kristínar Jó- hannesdóttur, Á hjara veraldar, því næst Atómstöðin, sem Þorsteinn Jónsson leikstýrði, og svo síðast Hvítir mávar. Karl hefur einnig unnið að gerð tónlistarmyndbanda sem er að verða listgrein út af fyrir sig. Þótt lægð hafi ríkt að undanförnu í íslenskri kvikmyndagerð þá er það von dómnefndar að þessi verðlaun virki sem hvetjandi afl á frekari uppbyggingu og þróun íslenskrar kvikmyndagerðar og með þeim orð- um veiti ég Karli Oskarssyni kvik- myndaverðlaunin 1985 og megi hann vel njóta. Gestir við hlaðið veisluborðið á Hótel Holti við afhendingu Menningarverðlauna DV fyrir árið 1985. DV-mynd GVA. Finnur Birgisson skipulagsstjóri og Hjörleifur Stefánsson arkitekt FAGLEG VINNUBRÖGD ávarp Páls Gunnlaugssonar, formanns dómnefndar um byggingarlist Góðir gestir. Það eru erfiðar skyldur sem okkur dómnefndarmönnum í byggingarlist eru lagðar á herðar, nú þegar bygg- ingariðnaðurinn gengur í gegnum einhverja verstu kreppu síðustu ára. Þá hafa augu manna beinst æ meir að hinu byggða umhverfi og sjást þess víða merki að áhersla er lögð á góðan frágang og undirbúning bygg- ingarverka. Það eru einkum tvö verk (auk þess sem verðlaunin hlýtur), sem að mati dómnefndar komu sterklega til greina við veitingu þessarar viður- kenningar. Fyrst viljum við nefna framkvæmd- ir á vegum Reykjavíkurborgar við fegrun Laugavegar. Annað verk viljum við nefna, en það er bygging Kristjáns Siggeirs- sonar við Hestháls í Reykjavík. Þrátt fyrir hin góðu verk sem að framan eru talin, samþykkti dóm- nefnd einróma að Menningarverð- laun DV í byggingarlist árið 1985 skyldu fá Hjörleifur Stefánsson arki- tekt og Akureyrarbær, fyrir skipulag innbæjarins og Fjörunnar á Akur- eyri. Hér er verðlaunað svolitið óvenju- legt verk en áður hefur skipulags- vinna ekki verið verðlaunuð á þess- um vettvangi. Skipulag er sá þáttur í okkar byggða umhverfi sem Hjörleifur Stefánsson og Finnur Birgisson veita verðlaunum viðtöku úr hendi Páls Gunnlaugssonar. DV-mynd GVA. kannski verður oftast útundan þegar meta á byggingaverk. Það fer ekki framhjá neinum sem gistir Akureyri að þar er hin eldri byggð óvenjulega vel varðveitt og þá ekki eingöngu sem stök hús, held- ur sem þyrpingar húsa sem mynda ákveðna heild. Þetta á þó sérstak- lega við um innbæinn. Menningarverðlaun DV í bygging- arlist árið 1985 falla Akureyrarbæ í skaut þar sem dómnefnd þykir bæjar- yfirvöld hafa sýnt þessu máli mikinn skilning og skapað hæfum mönnum skilyrði til að vinna verk sitt af alúð. Og það er ekki svo lítið. Hjörleifur Stefánsson arkitekt hlýtur þessi verðlaun af þeirri ástæðu að dómnefnd þykir hann hafa unnið þetta verk mjög faglega og vel. Undirbúningsvinna er mjög mikil þar sem safnað er heimildum og upplýsingum um einstök hús og þær heimildir skrásettar. Síðan er gerð tillaga að því hvernig byggja megi innbæinn upp þannig að raun- hæfir byggingarmöguleikar séu fyrir hendi án þess að heildaryfirbragð eða menningarverðmæti glatist. Ég vil biðja Hjörleif Stefánsson arkitekt og Finn Birgisson, skipu- lagsstjóra Akureyrar, sem að öðrum ónefndum hefur borið hita og þunga þessarar vinnu fyrir hönd Akur- eyrarbæjar, að koma ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.