Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Side 7
DV. DRIÐJUDAGUR 4. MARS1986. 7 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Frá Hauki Lárusi Haukssyni, fréttarit- ara DV í Kaupmannahöfn: 34. þing Norðurlandaráðs var sett í Kaupmannahöfh í gær. Fyrir þing- setninguna var minningarathöfh um Olaf Palme, forsætisráðherra Svía. Olaf Palme hafði verið ætlað sæti í þingsalnum við hliðina á Þorstoini Pálssyni tíármálaráðherra. Minnti auður stóllinn óþyrmilega á voðaat- burði helgarinnar og undirstrikaði um leið nálægð Palmes á þessu þingi. Var blómvöndur settur á borð Palmes og Ofbeldið ennáný krafist fórnar- lambs -sagði Kalevi Sorsa m.a. í minningar- ræðu sinni Frá Hauki Lárusi Haukssyni, fréttarit- ara DV í Kaupmannahöfn: Ræða Kalevis Sorsa, forsætisráð- herra Finna, hafði djúp áhrif á alla er voru viðstaddir minningarathöfn- ina um Olaf Palme. Sagði Sorsa meðal annars: „ Lýðræði er sprottið af rótum frelsis og getur einungis andað í frelsi. Við vöm lýðræðisins- en því er ósjaldan ógnað- verjum við þetta frelsi. Við munum ekki láta ógna okkur til að hafna opnu samfélagi,-að launa ofbeldi með ofbeldi sem vissulega getur hindr- að vonsku manna, en sem um leið treður hinu góða í eðli vom um tær. Við minnumst Olaf Palme sem mann- eskju sem leit á heiminn eins og hann var og hikaði aldrei við að benda á bresti þessa heims. Ofbeldið, það of- beldi sem Palme fyrirleit, hefur enn á ný krafist fómarlambs. Hið óheflaða oíbeldi getur sigrað okkur um stund- arsakir en aldrei brotið okkur niður. Það sem Olaf Palme trúði á mun alltaf lifa.“ var þar allan daginn. Fulltrúar ríkis- stjórnar Svía vom ekki viðstaddir minningarathöfnina svo að hálftóm- legt var í þeim hluta salarins þar sem fulltrúar ríkisstjórnanna sitja. Páll Pétursson, fráfarandi forseti þingsins, minntist Palmes í stuttri ræðu. Þar á eftir töluðu forsætisráð- herrar Danmerkur, Finnlands, íslands og Noregs. Ræða Kalevi Sorsa, forsæt- isráðherra Finna, vakti einna mesta athygli. Var efni ræðunnar næstum ljóðrænt á köflum og með magnþrung- inni framsögu sinni skapaði Sorsa stemmningu er gagntók alla við- stadda. Mátti lesa sorg og söknuð af hverju andliti í þingsalnum. Loks minntist núverandi formaður ráðsins, Anker Jörgensen, Palmes á hlýjan og persónulegan hátt í stuttri ræðu. Eftir minningarathöfnina var hálftíma hlé áður en störf þingsins hófúst á ný. Þing Norður- landaráðs: Öflugar öryggis- ráð- staf- anir Frá Hauki Irímsi Haukssyni, fréttaritara DV í Kaupmannahöfn: Örvggisráðstafanir vom miklar og víðtækar fyrir þingsetninguna og fjöldi lögreglumanna og öryggis- fólks var við bygginguna. Fékk enginn inngöngu í þinghúsið án sérstaks inngöngupassa. Fjöldi fjölmiðlafólks var viðstadd- ur minningarathöfnina um Palme en henni var sjónvarpað beint um Norðurlönd. Verða á þriðja hundrað blaðamenn frá Norðurlöndum, auk blaðamanna frá öðrum Evrópulönd- tun. viðstaddir þetta þing Norður- landaráðs. |I tilSviss Olaf Palme í ræðustól. Dapurieg stemmning -■við setningu þings Norðuriandaráðs I Kaupmannahöfn KelevWoraa. íslenska handknattleiksliðið valdi sér Svala til hressingará heimsmeistara- mótið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.