Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Page 8
8
DV. DRIÐJUDAGUR 4. MARS 1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Engu næríleit
að morðingjanum
Harmi slegin yfirgefur Lisbet Palme sjúkrahúsið þar sem maður hennar var úrskurðaður látinn. Með henni eru
sonur hennar, Márten, og Kjell Lindström sem var einkaritari Palmes.
Wðræður
olíuríkja
Nokkur ríki, sem standa utan
OPEC olíusamtakanna, hafa
fallist á að taka upp viðræður
við OPEC ríkin um leiðir til að
stöðva verðfall á olíu. Að öllum
líkindum munu þessar viðræður
fara fram í Genf þann 18. mars
næstkomandi. Egyptaland,
Oman og Mexíkó eru meðal
þeirra ríkja sem samþykkt hafa
viðræður en norðursjávarolíu-
framleiðendurnir Bretar og
Norðmenn eru á móti samning-
um við OPEC.
Sprengjaábar
Ellefu særðust, þar af tveir
alvarlega, í mikilli sprengingu
inni á bar í miðborg Parísar í
gærkvöldi. Barinn, sem aðallega
er sóttur af innflytjendum, gjör-
eyðilagðist í sprengingunni.
Ekki er vitað hvað orsakaði
sprenginguna.
Víetnamar
syrgjaPaime
Víetnam hefur lýst yfir tveggja
daga þjóðarsorg vegna morðsins
á Olof Palme. Fánar verða í hálfa
stöng til minningar um Palme,
„sem var barátiumaður fyrir
friði, sjálfstæði, vináttu og sam-
starfi þjóðanna“, eins og segir í
tilkynningu víetnömsku frétta-
stofunnar.
Sviþjóð hefur verið Víetnam
mjög innan handar með ýmiss
konar aðstoð og framlögum. Eitt
aðal hjálparverkefnið er timbur-
og pappírsmyllan, Bai Bang, sem
kostaði tvo milljarða sænskra
króna.
Sænska lögreglan viðurkenndi í
morgun að hún væri engu nær í leit
sinni að morðingja Olofs Palme for-
sætisráðherra en á laugardag. „Við
erum nánast staddir í sömu sporum,"
sagði John Winner yfirlögreglu-
þjónn við fréttamenn.
Kannski sloppinn úr landi
Það þykir ekki óhugsandi að morð-
inginn hafi sloppið úr landi en lýs-
ingar af honum eru svo óljósar að
flugvallarlögreglan telur sig ekki
geta útilokað að hann hafi sloppið
hjá henni.
Ingvar Carlsson, eftirmaður Pal-
mes, sagði í gær að yfirvöldin hefðu
enga vísbendingu um ástæður morð-
ingjans, þjóðerni hans eða annað.
Lögreglan hefur hætt að svara
spurningum fréttamanna en segist
munu senda frá sér reglulega frétta-
tilkynningar.
Þekkti ekkjan morðingjann?
Vitnisburður Lisbeth Palme, ekkju
forsætisráðherrans, sem særðist
óverulega í árásinni, er lögreglunni
mikilvægt spor. Hefur lögreglan
dregið til baka fyrri yfirlýsingu um
að hún kunni að hafa séð morðingj-
ann einhvers staðar áður. - Hefur
það vakið upp vangaveltur um að
lögreglan óttist um öryggi Lisbeth
ef morðinginn kvíðir því að hún
þekki hann. Enda er hafður mjög
öflugur vörður um hana.
Það er sannfæring lögreglunnar að
morðið hafi verið rækilega undirbúið
og að morðinginn hafi lengi verið
búinn að elta Palme-hjónin áður en
hannlét til skarar skríða.
Trúa ekki á hryðjuverkasam-
tökin
Gunnlaugur A. Jónsson, fréttarit-
ariDV í Lundi:
Tvenn hryðjuverkasamtök hafa
þegar lýst morðinu á hendur sér.
Kom fram í gær að þegar á morðnótt-
ina hafi sænska sendiráðið í Bonn
fengið upphringingu manns sem
sagði: „Þetta eru Rauðu herdeildirn-
ar. Við höfum myrt forsætisráðherra
ykkar.“
Önnur símhringing var síðan í gær
til fréttastofu einnar í London en sá
sem í símanum var sagði: „Þetta eru
Holgeir Meins-samtökin. Við viljum
staðfesta að við berum ábyrgð á
morðinu á Olof Palme. Það var í
hefndarskyni vegna viðbragða
sænsku ríkisstjórnarinnar 1975, þeg-
ar við höfðum tekið á okkar vald
sendiráð V-Þýskalands í Stokkhólmi
- og þær afleiðingar sem þau við-
brögðu höfðu fyrir tvo af félögum
okkar.“ V-þýska lögreglan segist
vantrúuð á áreiðanleika þessara
yfirlýsinga, morðið á Palme sé engan
veginn dæmigert fyrir vinnubrögð
Rauðu herdeildanna, ennfremur að
enginn af félögum Holger Meins-
samtakanna gangi nú laus.