Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Qupperneq 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986.
Viðskipti______________Viðskipti______________Viðskipti______________Viðskipti
Peningamarkaðurinn
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafhvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 19,5% og ársávöxtun 19,5%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
14% en 2% bætast við eftir hveija þrjá mánuði
án úttektar upp í 20%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 21,55% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 18%
nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 19% nafnvöxtum og
19,9% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 15% nafnvöxtum og 15,6%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
18% nafnvöxtum og 18,8% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1%
í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
urígildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 12%, eftir 2 mánuði 13%, 3 mánuði 14%,
4 mánuði 15%, 5 mánuði 16%, og eftir b
mánuði 18%, eftir 12 mánuði 18,6% og eftir
18 mánuði 19%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6
mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 18,8%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 12%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 16,42% eða eins og á verðtryggð-
um 6 mánaða reikningum með 2,5% nafn-
vöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast al-
mennir sparisjóðsvextir, 12,5%, og eins á alla
innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar
tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Inn-
legg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft
næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum
sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir
eru alltaf lausirtil útborgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 16,5%, með
17,2% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 12%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs fslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaídeyrinum SDR (til-
tekin samsetníng af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-16% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til
einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 391 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda
fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars
mest 248 þúsund. 5 manna fjölskylda eða
stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa,
annars mest 290 þúsund. Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með Iáns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
'aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyríssjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í éitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 2,75% á mánuði eða 33%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,9167%.
Vísitölur
Lánskjaravisitala í mars 1986 cr 1428 stig
en var 1396 í febrúar og 1364 stig í janúar.
Miðaðerviðgrunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársljórðungi 1986
er 250 stig á grunnínum 100 frá 1983 en 3699
stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) n -20.03. 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJASÉRUSTA i! jj 11 11 Híi J ! 11 í! í! Ú
INNLÁN ÖVERDTRYGGÐ
SPARISJÖÐSBÆKUR öbundin innstæða 13,0 13.0 12.5 12,0 13.0 12.0 12,0 12,0 12.5 12.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsöqn 14.0 14.5 14,0 13,0 13,5 14.0 ■13,0 14.5 14,0 13.0
6 mán.uppsögn 17.0 17.7 17,0 14.0 15.0 17.0 15.5 15.5 14,0
12mán.uppsögn 18,5 19.4 18.5 15.0 18.0
SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Sparað 3-5 mán. . 17.0 17.0 13,5 14,0 12.0 14,5 14.0 13.0
Sp.ömán.ogm. 17.0 17,0 14,0 15,5 15,5 14.0
TÉKKAREIKNINGAR Ávísanareikningar 11.0 11.0 4.0 5.0 ’ 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0
Hlaupareikningar 5.0 4.0 4.0 5.0 5.0 4.0 5.0 5.0 4.0
INNLÁN VERÐTRYGGD
SPARIREIKNINGAR 3ja mán.uppsögn 1.5 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 3.0 2.5 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadollarar 8.0 8.0 7,5 7.0 7.0 7.5 7.0 7.5 7.5
Sterfingspund 11.5 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 4.5 4.5 3.5 4.0 3.5 4.5 3.5 4.5 4.5
Danskar krónur 10.0 9.5 7.0 8.0 7,0 9.0 7.0 10.0 8.0
ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGÐ
ALMENNIR VÍXLAR (forvextir) 19,5 19.5 19,5 19,5 19.5 19,5 19.5 19,5 19.5
VIÐSKIPTAVÍXLAR 2) (forvextir) kge 24.0 kge 24.0 kge kge kge kge
ALMENN SKULDABRÉF 3) 20.0 20.0 20,0 20.0 20,0 20,0 20.0 20.0 20.0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 2) kge 24,5 kge 24.5 kge kgc kge kge
HLAUPAREIKNINGAR vfirdrattur 19.5 19,5 19,5 19.5 19,5 19,5 19.5 19,5 19,5
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ
SKULDABRÉF3) Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengrien21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRAMLEIOSLU
sjAneoanmAlsi)
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 19,25% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10,0%,
í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,0%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum'stærstu
sparisgóðunum. 3)Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði
á verðtryggð og óverðtiyggð lán.
Séð yfir Miklagarð og höfnina neðan við stórmarkaðinn.
Mikligarður er
ekki fyrir neinum
- framkvæmdastjóri verslunarinnar óttast
ekki að henni verði lokað eftir tvö ár
„Þetta er staðfesting á því að Mikli-
garður mun starfa áfram héðan í frá
eins og hingað til,“ sagði Jón Sigui’ðs-
son, framkvæmdastjóri Miklagarðs,
um þá ákvörðun meirihluta borgar-
ráðs að framlengja starfsleyfi versl-
unarinnar um tvö ár.
Tillaga minnihlutans um að starfs-
leyfi yrði framlengt um fimm ár var
felld. DV spurði framkvæmdastjóra
Miklagarðs hvort hann teldi að það
þýddi að Miklagarði yrði lokað eftir
tvö ár.
„Nei, nei, engan veginn. Það er
ekki hægt að loka svona verslun. Ég
ber engan kvíðboga fyrir því. Við
höfum fengið framlengingu og mun-
um fá framlengingu áfram. Það er
ekki fordæmi fyrir því að loka fyrir-
tæki sem er vinsælt.
Mikligarður er stór, vinsæl og góð
verslun. Við erum ekki íyrir neinum
með þessa starfsemi. Umferðamefnd
hefur ályktað tvisvar um starfsemina.
Hún hefur ekki valdið neinni röskun
á umferðinni," sagði Jón Sigurðsson.
-KMU
í ráði að kaupa
Fokker af Finnair
Flugleiðir:
Fargjöld-
in hækka
ekki
lyilrís-
lendinga
Matthías Bjamason samgöngu-
ráðherra og Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, hafa náð sáttum
í deilunni um fargjaldahækkunina
á Evrópuleiðum félagsins.
Lausnin er sú að fargjöldin hækka
ekki fyrir íslendinga sem kaupa
farmiða sína hér á landi. Hins vegar
verður almenn hækkun á þessum
leiðum fyrir þá sem kaupa miða með
félaginu í Evrópu.
Hækkunin, sem fyrirhuguð var,
nam að meðaltali þremur prósent-
um. Þannig hefði hæsta fargjald
aðra leið til Lúxemborgar hækkað
um 600 kr. En samkomulag Matt-
híasar og Sigurðar þýðir að farmið-
inn mun kosta 19.920 í stað 20.520
kr., eins og til stóð, fyrir þá sem
kaupa hann hérlendis.
Líklegt er að Flugleiðir kaupi innan
tíðar flugvél af gerðinni Fokker F-27
af finnska flugfélaginu Finnair.
Kæmi sú vél í stað Árfara sem hlekkt-
ist á í flugtakstilraun á Reykjavíkur-
flugvelli.
Finnair er að fá tvær nýjar vélar
af gerðinni ATR42. Ætlar félagið í
staðinn að selja tvo Fokkera.
Næstu tvo mánuði verða Flugleiðir
með Fokker á leigu frá breska flug-
félaginu Air UK. Samið var um leig-
una í gær. Leiguvélin er væntanleg
tillandsinsálaugardag. -KMU
Flugleiðamenn umflugvallarskattinn:
Þorsteinn ætti
aðfákaktus
„Það ætti að gefa Þorsteini kakt-
us,“ sagði Sigurður Helgason, stjóm-
arformaður Flugleiða, um hugsanleg
verðlaun til Þorsteins Pálssonar fjár-
málaráðherra fyrir að hækka flug-
vallarskattinn.
Sigurður stjórnarformaður iét þessi
ummæli falla á fundi með blaðamönn-
um fyrir aðalfund Flugleiða í gær.
Sigurður var þar harðorður um flug-
vallarskattinn.
„Þetta er alveg furðuieg ráðstöfun.
Þetta er hæsti flugvallarskattur sem
þekkist á Vesturlöndum."
Sigurður sagði tekjur ríkisins af
skattinum óverulegar. í skýrslu til
aðalfundar taldi hann skattinn hreina
ógnun við áframhaldandi uppbygg-
ingu ferðamannamóttöku á fslandi.
„Það dettur engum heilvita manni
í hug að setja á svona flugvallar-
skatt,“ sagði stjómarformaðurinn við
blaðamenn.
-KMU
Sumaráætlun Samvinnuferðar-Landsýnar
Samvinnuferðir-Landsýn heilsar
nýju ferðaári 1986 með útkomu sum-
arbæklings ’86. Skrifstofan stefnir
enn að auknu framboði á orlofsferð-
um til útlanda og hefur sem undan-
farin úr haft það meginmarkmið að
halda verðlagi í lágmarki.
í fyrsta sinn býður SL ferðir til
spænsku eyjunnar Mallorca sem ís-
lendingum er að góðu kunn. Það sem
helst markar sérstöðu SL á þeim
vettvangi er lágt verð. T.d. kynnir
skrifstofan í fyrsta sinn hérlendis
nýtt fyrirkomulag sem vel þekkt hefur
verið í Öðrum löndum. Það er kennt
við „SL-hótel“ og felst í því að far-
þegar gcta keypt sér „pakka" til
Mallorca en fá ekki gefið upp hótel
fyrr en skömmu fyrir brottför. Hins
vegar tryggir SL farþegum góða hót-
elgistingu hvar sem hún svo verður.
Á þennan hátt geta farþegar sparað
stórfé. Dæmi er um að tveggja vikna
ferð til Mallorca með hálfu fæði á
„SL--hóteli“ kosti kr. 18.700. Ódýrasta
þriggja vikna ferðin kostar kr. 20.700.
Af öðrum nýjungum má nefha Ævin-
týraferðir fyrir fjörkálfana, nýja rútu-
ferð um Grikkland, nýtt sumarhúsa-
hverfi í Þýskalandi, nýja gistimögu-
leika í Austurríki fyrir þá sem kjósa
flug og bíl á Salzburg og nýja rútuferð
um Rínardalinn.
Aðrir ákvörðunarstaðir SL í sumar
eru kunnir frá síðasta ári. Sumarhús
í Karlslunde og Gilleleje í Danmörku,
sæluhús í Kempervennen og Meerdal
í Hollandi, sólarströndin Rimini á
ítalíu, Vouligameni-ströndin í
Grikklandi, gríska eyjan Rhodos, ferð
til Sovétríkjanna, rútuferð um megin-
land Evrópu auk leiguflugs til Kan-
ada og Norðurlanda.