Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Side 8
8
DV. FÖÍ5TUDAGUR 21. MARS1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Embættistaka í skugga
sprengjutilræða
Mitterrand Frakklandsforseti
skipaði Jacques Chirac, borgar-
stjóra Parísar og leiðtoga gaullista,
forsætisráðherra Frakklands og
leiðtoga nýrrar ríkisstjómar hægri
manna í gær.
Um svipað leyti og skipan Chiracs
var tilkynnt sprakk sprengja við
Champs Elysee, eina aðalgötu Par-
ísar. í sprengingunni létu tveir lífið
og tæplega þrjátíu særðust, þar af
tíu alvarlega.
Valdastaða sem þessi hefur aldrei
áður komið upp í frönskum stjóm-
málum, það er að forseti sósíalista
deili völdunum með forsætisráð-
herra úr röðum hægrimanna.
Chirac tekur við forsætisráð-
herrastöðunni af Laurent Fabius er
gegnt hefur henni fyrir ríkisstjórn
sósíalista.
Sprengjusérfræðingar lögregl-
unnar unnu mikið afrek er þeim
tókst af aftengja aðra sprengju í
miðborg Parísar skömmu eftir að
sú fyrri sprakk. Hafði henni verið
komið fyrir í Chatelet neðanjarðar-
stöðinni, einni þeirri stærstu í borg-
inni, þar sem þúsundir farþega fara
um á hverjum klukkutíma.
Eftir sprenginguna í Champs
Elysee fór Chirac á vettvang ásamt
fylgdarliði er kom beint frá embætt-
istökunni í forsetahöllinni, sem
aðeins er fimm mínútna gang í
burtu.
Jacques Chirac hefur einu sinni
farið með embætti forsætisráðherra
áður, á árunum 1974-1976, á tíma
Valery Gisgard D Estaing í forseta-
stóli.
Skipan Chiracs í stöðu forsætis-
ráðherra kemur í kjölfar tveggja
þingsæta naums sigurs bandalags
hægriflokkanna í frönsku þing-
kosningunum síðastliðinn sunnu-
dag.
Stóllinn við hlið Mitterrands er ekki
lengur auður. Frakklandsforseti
hefur skipað Jacques Chirac, borg-
arstjóra Parísar og leiðtoga gaul-
lista úr röðum hægri manna, næsta
forsætisráðherra Frakklands.
Blökkumenn minnast
UKenhage og
Sharpeville í dag
Blökkumenn í Suður-Afríku
minnast þess í dag að eitt ár er liðið
frá því lögregla og öryggissveitir í
héraðinu Uitenhage, skammt frá
Höfðaborg, skutu til bana 20
blökkumenn er voru á leið að útför.
Þennan sama dag, 21. mars fyrir 26
árum, skaut lögregla einnig til bana
69 blakka mótmælendur í blökku-
mannabyggðinni við Sharpeville,
skammt frá Jóhannesarborg.
Blökkumenn minnast í dag beggja
fjöldamorðanna með margs konar
uppákomum í Suður-Afríku.
Stjómarandstæðingar í Trans-
waal-héraði hafa boðað til alls-
herjarverkfalls í tilefhi dagsins og
fjöldagöngur verða að lögreglu-
stöðvum í fjölmörgum byggðum
blökkumanna, þar á meðal í
Sharpeville.
Ávarp Winnie Mandela
Verkalýðsfélög blökkumanna
annars staðar i Suður-Afríka hafa
einnig lagt áherslu á að félagsmenn
sinir haldi sér frá vinnu í dag og
taki þátt i mótmælaaðgerðum gegn
ríkisstjóminni.
Enn berast fregnir af mannfalli í
átökum blökkumanna við lögreglu.
Á síðustu þrem sólarhringum hafa
að minnsta kosti fimm blökkumenn
fallið, þar af þrír í átökum við lög-
reglu.
Tutu biskup sagði í gær að hann
myndi skora á ríki heims að beita
harðari efnahagsþvingunum gegn
ríkisstjórn Suður-Afríku ef hún
legði ekki fram raunhæfar tillögur
fyrir lok þessa mánaðar er miðuðu
að afhámi kynþáttaaðskilnaðar-
stefnunnar.
Winnie Mandela flytur ávarp á
mótmælafundi blökkumanna í
Kwanobhule, skammt frá Uiten-
hage, í dag og er búist við tug-
þúsundum blökkumanna á þann
fund. vegna dagsins og em öryggissveitir
Viðbúnaður yfirvalda er mikill og hermenn í viðbragsstöðu.
Búist er við mikilli þátttöku suður-afrískra blökkumanna i mótmælaað-
gerðum gegn ríkLsstjóm landsins í dag þegar þeir minnast fjöldamorða
hvítra á kynbræðrum sínum.
Waldheim enn
ásakaður um tengsl
við nasista
Kurt Waldheim, sem er í framboði
til forseta í Austurríki, var meðlimur
í hliðarsamtökum nasista, að því er
austurrískt fréttablað heldur fram.
Segir blaðið að upplýsingar um aðild
Waldheims að sérstöku hestamanna-
félagi nasista komi fram í skýrslu um
Waldheim, sem nýlega fannst á skrif-
stofu utanríkisráðuneytisins. Skýrsl-
an nær yfir tímabilið 1945 til 1970 og
segir fréttablaðið að þar sé það haft
eftir Waldheim sjálfum að hann hafi
verið meðlimur í þessu hestamannafé-
lagi.
Talsmaður Waldheims hefur stað-
fastlega neitað þessu og sagt að
Waldheim hafi að vísu riðið út með
félögum úr hestamannafélagi nasista,
en hann hafi aldrei verið félagi sjálf-
ur, hvorki í þessum félagsskap né
nokkrum öðrum tengdum nasistum.
Talsmaðurinn sagði ennfremur að
tekið hefði verið afrit af umræddri
skýrslu, sem til skamms tíma var talin
týnd, fyrir kosningaskrifstofur Wald-
heims en hann vildi ekkert láta uppi
um hvort hún yrði hugsanlega gefin
út.
Kurt Waldheim hefur komið fram í
austurríska sjónvarpinu til að reyna
að hreinsa sig af áburði um tengsl við
nasista á stríðsárunum en ásakanirn-
ar blossa upp aftur og aftur.
Austurríska fréttáblaðið hefur ekk-
ert sagt um hvernig það komst yfir
skýrsluna. 1 frétt blaðsins kom fram
að þessi hestamannafélagsskapur
hefði ekki verið mikilvægur meðal
samtaka nasista og margir hefðu
gengið í hann til að komast hjá því
að þurfa að ganga í eitthvað verra.
Síkkar berjast
við lögreglu
í Punjab
Öryggislögreglumenn skutu
gúmmíkúlum og táragassprengjum
að hópi þúsunda síkka í Punjabríki á
Indlandi í morgun í tilraun sinni til
að koma í veg fyrir að herskáir síkk-
amir næðu að umkringja ríkisþingið
í Chandigarh, höfuðborg Punjabríkis.
Miklar róstur hafa verið meðal
síkka, er krefjast aukins sjálfsforræð-
is í eigin málum, í Punjab undanfama
mánuði.
Indverska fréttastofan segir í morg-
un að her og lögreglu hafi tekist að
koma í veg fyrir að yfir.fjögur. þúsund
vopnaðir síkkar kæmust inn í þing-
húsið og hefðu að minnsta kosti tveir
fallið og fjölmargir særst í átökum
við síkkana.
Indverska fréttastofan segir að
mannfallið hafi orðið eftir að lögregla
hóf skothríð á síkkana er þeir reyndu
inngöngu í þinghúsið. Yfirvöld höfðu
reynt að koma í veg fyrir að harðlínu-
síkkar gætu safnast saman í Chandig-
arh í gærkvöldi með því að koma upp
vegatálmunum við borgina en varð
lítið ágengt í þeirri viðleitni sinni.