Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Side 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
T7Áskiljum okkur allan rétt
til fyrirbyggjandi árása
gegn hermdarverkamönnum“
- segir aðstoðarráðuneytisstjóri í ísraelska utanríkisráðuneytinu í viðtali við DV
Alheimsmóti vináttufélaga við ísra-
el er nýlega lokið í Jerúsalem.
Ísland-Israel, vináttufélag land-
anna hérlendis, er stofnað var árið
1978, og telur tæplega hundrað fé-
lagsmenn, sendi tvo fulltrúa á al-
heimsmótið í þetta sinn, Þráinn
Þorleifsson,formann félagsins, og
eiginkonu hans, Hrefhu Péturs-
dóttur.
Kynningarfundir um Ísrael
Þráinn fór til Jerúsalem sem
fréttaritari DV, tók myndir og við-
aði að sér efhi um land og þjóð.
Að sögn Þráins byggist starfsemi
Vináttufélags Islands og Israels
fyrst og fremst upp á menningarleg-
um grundvelli. „Við ræðum ekki
pólitík," segir Þráinn þar sem fé-
lagsstarfsemi er byggð upp á margs
konar kynningarfundum um ísra-
elsku þjóðina og land það er hún
byggir.
Félagið stóð meðal annars fyrir
fundi með sendiherra Israels á Is-
landi, frú Jehudith Huebner, er
aðsetur hefur í Osló.
Að sögn Þráins er það nú orðinn
nokkuð árviss viðburður að sendi-
herrann komi hingað til lands og
fundi með félagsmönnum.
Frú Huebner hélt meðal annars
fyrirlestur um land sitt þar sem á
milli hins talaða orðs var brugðið
upp litskyggnum. Sótti fjölmenni
fundinn er haldinn var á Hótel Esju.
Glæsilegt og vel skipulagt
Alheimsmótið var að þessu sinni
haldið í Jerúsalem.
Að sögn Þráins var dagskráin
skipulögð út í ystu æsar af móts-
höldurum er nutu við það dyggrar
aðstoðar stjórnvalda.
Allflestir ráðherrar ísraelsku rík-
isstjórnarinnar og aðrir ráðamenn
létu sjá sig í borginni þá daga er
fundað var og fluttu nokkrir þeirra
fyrirlestra um ýmsa þá málaflokka
er ofarlega eru á baugi í ísrael.
Að sögn Þráins var í Jerúsalem
nú í fyrsta sinn stofnaður samstarfs-
hópur vinafélaga við ísrael á Norð-
urlöndunum er beita mun sér fyrir
auknum samskiptum innbyrðis og
stuðla að auknu upplýsingastreymi
sín á milli.
Itzhak Shamir, er tekur við stöðu forseta ísraels í haust, á tali við innlenda
er að gáð má sjá annan íslenska fulltrúann, Hrefnu Pétursdóttur, í bakgrunni.
Er það von íslenskra félagsmanna
vináttufélagsins við ísrael að þessi
aukna samvinna við sambærileg
félög á Norðurlöndunum eigi eftir
að skila ríkulegum árangri.
DV í utanríkisráðuneytinu
Fréttaritari DV kom eftirtöldum
spumingum á framfæri við fulltrúa
í ísraelska utanrikisráðuneytinu
um ísraelsk málefni á líðandi
stundu
Fyrir svörum varð dr. D. Shmorak,
aðstoðarráðuneytisstjóri í utanrík-
isráðuneytinu í Jerúsalem.
1. Hafa aðgerðir ríkisstjórnar-
innar í efnahagsmálum að und-
anförnu verið árangursríkar. Þá
er átt við mikla verðbólgu er
þjakað hefur ísrael og aukið
erlendan skuldabagga. Hafa
efnahagsaðgerðir komið niður á
velferðarmálum ýmsum og hef-
ur atvinnuleysi aukist vegna
þeirra.?
Svar
Það er trú okkar að aðgerðimar,
að minnsta kosti fram á þennan
dag, hafi verið árangursríkar. Okk-
ur hefur tekist að lækka verðbólg-
una úr 450 prósentum árið 1984 í
12-15 prósent á ársgrundvelli, ef
miðað er við síðustu mánuði.
blaðamenn í Jerúsalem. Ef grannt
DV-myndir Þráinn Þorleifsson.
Efnahagssérfræðingar spá sams
konar þróun næstu mánuði ef ytri
aðstæður breytast ekki okkur í
óhag.
2. Símon Peres forsætisráðherra
hefur kallað Gaddafi Libýuleið-
toga „trúð og morðingja“ og
fullyrðir að ísrael muni áfram
refsa hermdarverkamönnum
hvar sem til þeirra næst. Hvers
konar refsiaðgerðir eru þetta
sem Israelsmenn tala um ?
Svar.
ísraelsmenn trúa því að haldbesta
ráðið til að hefta frekar útbreiðslu
hermdarverka sé að eiga við slík
öfl á þann veg er sé ágóðaminnst
fyrir þau og skapi þeim mesta erfið-
leika frá öllum sjónarhomum séð.
Þá er ekki einungis átt við sjónar-
hól hermdarverkamannsins og
samtaka þeirra heldur og einnig
þeirra ríkja er beint og óbeint styðja
við bakið og styrkja starfsemi
hermdarverkamanna með alls kon-
ar peninga-, vopna- og nauðþurfta-
sendingum, auk þess að veita
hermdarverkamönnum hæli eftir
ódæðisverk þeirra á erlendri grund.
Árangursríkt viðskiptabann
Agætt dæmi um refsiaðgerðir
annarra ríkja gegn hermdarverka-
mönnum, er við teljum gagnlegar,
var viðskiptabann Bandaríkja-
stjórnar á Líbýu. Það hafði áhrif
en hefði orðið áhrifaríkara ef aðrar
þjóðir Vestur-Evrópu hefðu einnig
verið með.
Aðstaða ísraels gagnvart hermd-
arverkamönnum og afstaða lands-
ins til hefndar- og refsiárása gegn
þeim er og hefur alltaf verið sérstök
vegna sérstöðu landsins.
Fyrirbyggjandi árásir
Israel notar hvert tækifæri er
gefst til að herja á hermdarverka-
menn, hvar og hvernig sem til þeirra
næst. Það er okkar herfræði að vera
stöðugt á varðbergi gagnvart mögu-
legum aðsetursstöðum hermdar-
verkamanna er áætlanir hafa um
árásir á ísrael og áskiljum okkur
rétt til fyrirbyggjandi árása á
hermdarverkamenn og aðseturs-
staði þeirra þar sem lögð er mest
áhersla á að valda hermdarverka-
mönnunum sem mestu tjóni en
saklausum borgurum sem minnst-
um skaða.
Alþjóðleg hermdarverkastarfsemi
er ekki aðeins ógnun við ísrael og
ísraela heldur og einnig við sam-
félag þjóðanna i heild og sérstak-
lega þó lýðræðisríki Vesturálfu.
Baráttan við starfsemi hermdar-
verkamanna verður að vera háð af
öllum þessum ríkjum. Samvinna
verður að vera á milli þessara ríkja
í baráttunni við hermdarverkastarf-
semi og þau verða að standa sam-
einuð gegn útbreiðslu hermdar-
verka í heiminum.
Sjálfur Balfour lávarður ásamt vel vopnuðum öryggisverði á ferð i Jerúsalem á meðan á al- FormaðurVináttufélagsíslandsogísraels,ÞráinnÞorleifsson,iræðustóláráðstefnunni.
heimsmótinu stóð. Lávarðurinn er kunnur talsmaður ísraels í Bretlandi og virkur félagi í bresk-
israelska vináttufélaginu.