Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986. 11 Yfirheyrsla Yfirheyrsla Yfirheyrsla Yfirheyrsla Kjaftæði! Egill Eðvarðsson í Eurovision-yfirheyrslu - Ert þú persónulegur vinur Hrafns Gunnlaugssonar og allra helstu popp- tónlistarmanna á Islandi? „Já. Ég er mikill vinur Hrafns Gunnlaugssonar og það sama á við um fjölmarga af bestu poppurum þessa lands.“ - Er þar komin skýringin á því að þið Björn Björnsson og fyrir- tæki ykkar, Hugmynd, fenguð að sjá um söngvakeppnina og leika ykkur fyrir fé almennings með vinum ykkar? „Kjaftæði!" - Hvers vegna kjaftæði? „Vegna þess að ég er sannfærður um að það hafi verið leitað til okkar Bjöms af því að við erum atvinnu- menn i dagskrárgerð. Þarna var enginn klíkuskapur á ferðinni. Það má reyndar taka það fram að það var alls ekki Hrafn Gunnlaugsson sem fór þess á leit við mig að við tækjum að okkur þetta verkefni. Það var Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarpsins, sem gerði það þegar ég vann að upptökum á áramótaskaup- inu. Ég býst við að hann hafi gert það vegna þess að hann vissi að við hefð- um kunnáttu og þekkingu til að leysa verkið af hendi. Þegar þetta var þá var Hrafn Gunnlaugsson staddur í Svíþjóð í kvikmyndaupptökum. Það má svo sem vel vera að hann hafi bent Pétri á okkur.“ - Hefur kostnaðaráætlun vegna söngvakeppninnar verið hækkuð úr 61/2 milljón i 10 milljónir? „Ég kannast ekki við það. Við höf- um haldið áætlun, vorum undir, svo yfir, en nú held ég að við séum nánast í jafhvægi." - Fékk Jónas R. Jónsson 8 þús- und krónur fyrir að kynna hvern þátt í undankeppninni? „Fyrirtæki okkar, Hugmynd, gerir enga peningasamninga. Þau mál eru öll hjá sjónvarpinu. Sjónvarpið borg- ar fólkinu eftir sínum töxtum. Þar komum við hvergi nálægt, tilkynnt- um reyndar strax í upphafi að við vildum ekkert hafa með slíka samn- inga að gera.“ - Hvað eruð þið Björn með í tímakaup á meðan á þessu verk- efni stendur? „Ég hef engar upplýsingar um það. Bjöm sér um peningana. Annars tókum við þetta ekki að okkur vegna þess að okkur vantaði verkefni. Við þurftum reyndar að ýta öðrum verk- efnum til hliðar til að geta farið í þetta og þar er um að ræða auglýs- ingagerð sem vafalaust gefur miklu meira í aðra hönd en þessi söngva- keppni." - Var keppendum ekki gert mishátt undir höfði þegar sumir sendu inn lög á spólum, nær fullfrágengin á meðan aðrir not- uðust við nótur? „Það er tómt kjaftæði. Við hlustuð- um á allt það efni sem okkur barst og dæmdum lög eftir eiginleikum þeirra en ekki útsetningum eða flutn- ingi á spólum. Fyrir fagmenn er þetta ekki svo mikið mál þó slíkt vefjist fyrir ókunnugum. Allir, sem sátu í Texti: EiríkurJónsson Myndir: GVA dómnefndinni lesa nótur, nema kannski einn ...“ - Hver? „Ég veit ekki hvort Jónas R. les nótur.“ - Hvernig fóruð þið að því að hlusta á 280 lög á fjórum dögum? „Það er alltaf verið að gagnrýna okkur fyrir einhvem ójöfnuð og óheilindi. Þetta er tómt kjaftæði. Að sjálfsögðu hlustuðum við ekki á öll lögin til enda. Það þarf ekki að hlusta í þrjár mínútur á sjö ára stelpu spila frumsamið lag á píanó til að heyra að sú litla á enn margt ólært. Þannig var því farið í mörgum tilvikum. En við hlustuðum á allt.“ - Hvattir þú alla helstu poppara landsins til að senda lög í keppn- ina? „Já og mér finnst bara verst að hafa ekki getað gert meira af því.“ - Hvers vegna var þá verið að auglýsa eftir þátttöku alls al- mennings. Var verið að hafa hina að fiflum? „Nei, hvers vegna máttu þeir ekki vera með? Annars var það skoðun nún og er enn að þessi keppni hefði átt að vera lokuð. Við áttum að leita til bestu manna okkar og láta þá eina um að búa til lög. Þannig hefðum við náð langbestum árangri. Sjónvarpið vildi hins vegar hafa þetta opna keppni og það varð úr.“ - Hefði ekki verið skemmtilegra að velja eitthvert frumlegt lag með séríslenskum einkennum í stað þess að vera að apa stílinn eftir söngkeppnislögum fyrri ára? „Það var fjöldinn allur af sérkenni- legum lögum, jafnvel skrýtnum og ég man þau sum ennþá. Þau náðu því hins vegar ekki að verða meðal 10 bestu og fóru því ekki lengra." - Hefðir þú ekki getað beitt þér fyrir þvi þarna í vinahópnum? „Ef við eigum enn einu sinni að minnast á þennan vinahóp minn þá verð ég bara að segja að ef hefði átt að útiloka alla kunningja mína frá þessari keppni þá hefðu fáir orðið með. Svo er náttúrlega hinn mögu- leikinn að ég segði af mér. Ég lít á kunningsskap minn við þetta fólk sem styrkleikamerki frekar en klíkuskap. Allt þetta jafnræðiskjaftæði i sam- bandi við söngvakeppnina er ekki áhugavert." - Voru íslensku keppendurnir í Bergen, þau Pálmi, Eiríkur og Helga, valin með tilliti til útlits? Hvernig þau tækju sig út á skján- um? „Já, að sjálfsögðu voru þau valin með tilliti til útlits. Þau eiga að syngja Gleðibankann í sjónvarpi og við val á slíku gilda aðrar reglur en við flutning á hljómplötu eða í út- varpi. En fyrst og fremst verða þau að hafa hæfileika til að syngja Gleði- bankann. Það gera þau öll, Pálmi verður ekki forsöngvari og Eiríkur og Helga bakraddir. Þau syngja Gleðibankann jöfnum höndum.“ - Hefðir þú ekki getað valið fal- legra tríó? „Jú, en ekki til að syngja. Þetta fólk á að gera meira en syngja Gleði- bankann. Það á einnig að vinna að kynningu á landi og þjóð. Við skulum ekki gleyma því að það eru 600 millj- ónir sjónvarpsáhorfenda sem eiga eftir að horfa á þau Pálma, Eirík og Helgu syngja Gleðibankann. Þetta er enginn dillibossahópur. Reyndar langbesti hópurinn sem völ var á.“ - En ekki frumlegur? „Við hefðum að sjálfsögðu getað sent tvo söngvara og einn eldgleypi til Bergen. Eða þá fengið Hólmfríði Karlsdóttur til að leika millikafla á klarinett og notað handboltalandslið- ið í stað bakradda. Það hafa ýmsir möguleikar verið skoðaðir. I þessum hópi, sem við höfum nú valið, samein- ast þrennt: Reynsla, kraftur og mýkt. Það er töluvert.“ - Hefiir ykkur ekki tekist að gera nein mistök í öllu þessu bralli? „Jú, við hefðum átt að afhenda höfundum laganna, sem komust í úrslit, blómvendi í beinu útsending- unni í sjónvarpinu. Það er kurteisi." -í alvörutalað? „Nei, það hefur ekkert komið upp sem er annað tveggja óheiðarlegt eða ólöglegt. Allar ábendingar um klíkuskap afgreiði ég með einu orði: Kjaftæði!" -EIR Ekki bara Ijósmyndavörur, einnig hljómtæki á hreint ótrúlegu verði rmronnrm LJOSMYNDAÞJONUSTAN HFl| LAUGAVEG1 178 - REYKJAVÍK. - SÍMI 685811 mimiimrmrmmmnr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.