Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Síða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Súkkulaðitíðin í hámarki páskaeggí ar Nú nálgast páskamir óðfluga með öllu því umstangi sem þeim tilheyrir, hátíðamat og auðvitað hinum ómiss- andi páskaeggjum. í ár eru það tveir aðilar sem framleiða páskaegg, Nói- Siríus og Sælgætisgerðin Móna. í þessum sælgætisgerðum hefur súkkulaðiveislan staðið frá áramót- um og nú síðustu dagana fyrir páska er allt sett á fullt. Frá Mónu koma á 200.000 egg í 5 stærðum auk þess sem páskaegg fyrir sykursjúka koma nú á markað í fyrsta skipti. Þau innihalda 200 g af súkkulaði sem í eru annars vegar 1076 hitaeiningar og hins vegar 1100 hitaéiningar. Súkkulaðið er ýmist samansett úr mjólkurdufti, ávaxtasykri, kakómassa, kakó- smjöri, soyjamjöli og emulsifier lecit- hin eða sorbitol, kakómassa, kakó- smjöri, mjólkurdufti, heslihnetum- assa, sakkaríni og lecithin. Ástæða er að ' taka fram að þessi egg eru eingöngu ætluð börnum og innihalda leikfong í stað sælgætis. Hjá Nóa-Siríus eru framleidd hátt í 300.000 egg í ár í 6 stærðum. Þórir Haraldsson verksmiðjustjóri sagði þetta mjög svipaðan fjölda og í fyrra og sagði mest keypt af eggjum númer 3 og 4. „Við vitum í rauninni ekki hvemig salan verður, en þetta er alltafsvipað. Í Sælgætisgerðinni Mónu var líf í tuskunum þegar DV-fólk kom á staðinn því krakkar frá leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ voru í heimsókn og ljómuðu eins og sólir. „Ég vildi að ég ætti svona súkkulaðivél," sagði einn um leið og þau voru útleyst með páskaeggjum og smádóti. Páskaeggin frá Mónu eru skreytt með pappírsskrauti, súkkulaði og slaufum og þótt starfsstúlkurnar hafi verið að síðan um áramót sögðust þær hafa fulla lyst á að gæða sér á páskaeggi um hátíðina. Hér er konfektinu og molunum bætt í páskaeggin og auðvitað hinum ómiss- andi málshætti sem oft kemur vel á vondan. Blaðamaður DV fékk „Allir eiga glappaskot á ævi sinni“... „Ef maður byijar að smakka þá getur maður ekki hætt,“ sagði skreytingar- daman hjá Nóa og festi um leið blómaskraut á eitt eggið í viðbót við þau rúm 200.000 sem nú þegar hafa verið framleidd. Verö á páskaeggjum frá Mónu Þyngd Heild- Leiðb. Stærð g/stk. söluv. smásöluv. Lukkuegg 25g 25,- 45,- 1 3x20 g 50,- 90,- 2 105 g 115,- 205,- 4 210 g 228,- 410,- 6 270 g 290,- 520,- 8 350g 375,- 670,- 10 580 g 615,- 1100,- Verð á páskaeggjum frá Nóa-Siríus Þyngd Heild- Stærð g/stk. söluv. 1 50g 35,46 2 75 g 79,- 3 155 g 162,- 4 220 g 265,- 5 370 g 392,- 6 600 g 650,- Leiðb. smásöluv. 80,45 155,54 317,- 518,- 766,50 1.272,- ir er síðasta verkið unnið áður en eggin streyma út til súkkulaðihungr- aðra kaupenda sem bíða í spenningi eftir að tímabært sé að gæða sér á góðgæt- inu. Mynd GVA. Það skal tekið fram að ofan á heild- söluverð leggst 25,88% vörugjald auk 25% söluskatts og er því leiðbeinandi heildsöluverð miðað við lágmarksá- lagninu kaupmanns. -S.Konn. „Mjög fram- bærileg páska- egg“ -niðurstaða sælgætisgrísa DV í framhaldi af heimsókn DV til páskaeggjaframleiðenda fór fram hið ómissandi DV-smakk. Hina bragð- og smekkvísu dómnefnd skipuðu Svanhildur Konráðsdóttir, Gísli Kristjánsson.Jóhanna Sig- þórsdóttir, Eiríkur Jónsson safn- vörður, Amar Pájl Hauksson og Kristján MárUnnarsson, oddamað- ur var ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson en Anna Bjamason hafði yfirumsjón með störfum dóm- nefndarínnar, enda þrautþjálfuð „smakk-kona“. Annars vegar var smakkað á páskaeggi númer 8 frá Mónu og hins vegar númer 5 frá Nóa-Siríusi. Eins og lög gera ráð fyrir vom umhúðimar teknar af fyrir smökk- un svo tryggt væri að fyllsta hlut- leysis væri gætt. Eftir gaumgæfilega skoðun á útliti eggjanna vom þau opnuð og innihaldið skoðað af jafn- mikilli áfergju. Þegar komið var að því að bragða á góðgætinu fjölgaði skyndilega í dómnefndinni, undir lokin hafði öll ritstjómin lýst áliti sínu á eggjunum. Dómurinn var því mjög lýðræðislega ákvarðaöur og féll þannig: Nói-Siríus vann á súkkulaðinu með 5 stigum gegn 4 en Móna vann á innihaldinu með 6 stigum gegn 3. Meirihluta dómnefndar fannst Mónusúkkulaðið of sætt en féll aftur á móti fyrir gómsætum kon- fektmolunum sem leyndust inni í egginu. Þrátt fyrir mikiar vanga- veltur gátu menn ekki gert upp við sig hvort eggið þeim þótti glæsi- legra eða girnilegra í útliti og sætt- ust á niðurstöðuna „Mjög fram- bærileg bæði tvö". Þá vitið þið, ágætu lesendur, að ef marka má dóm hinna yfirlýstu sælgætisgrísa á DV geta allir verið himinsælir með eggin sín um pásk- ana. -S.Konn. „Þetta er alveg ægilega girnilegt" - menn veltu eggjunum fyrir sér á alla kanta og Amar Páll gat ekki á sér setið að pota svolítið i „sitt“ egg. Jóhanna mundaði hnífinn og afhjúpaði leyndardóma páskaeggjanna. Hér náði spenningurinn hámarki. Þetta reyndist vera innanborðs í eggjunum, Móna á hægri braut með vinn inginn og Nói á vinstri kanti, en þótti ekki standast Mónu snúninginn. mmn Hér er smökkunin hafin og leynir það sér ekki á andlitum sælgætisgrísa DV. Borghildur Anna haföi (ægar hér var komið troðið sér manna fyrst í dómnefndina en var brátt rekin burtu með harðri hendi. Mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.