Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Qupperneq 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Útlönd Konungdæmið á örugga framtíð fyrir höndum - segir KaH Gústav 16. Svíakonungur sem verður fertugur á morgun drottning jafiian hafiiað í öðru sæti, aðeins Astrid Lindgren, bamabóka- höfundurinn heimskunni, nýtur meiri vinsælda. Sylvía þykir mjög glæsileg í allri framkomu og kann vel að koma fyr- ir sig orði. Er það raunar oftsinnis hún er hefur orð fyrir þeim hjónum í sjónvarpsviðtölum. Varð krónprins eins árs gamall Karl Gústav hafði ekki náð eins árs aldri er hann varð skyndilega krónprins er faðir hans fórst í flug- slysi á Kastrupflugvelli árið 1947. En Bemadottamir sænsku em yfir- leitt langlífir. Þar eð afinn, Gústav fimmti, varð 91 árs, þurfti Karl Gústav ekki að taka við embætti fyrr en árið 1973, þá orðinn 27 ára gamall. Þá hafði hann enn ekki fest ráð sitt. Sænskir fjölmiðlar höfðu þó tek- ið af öll tvímæli um að konungurinn ungi hefði ekkert á móti kvenfólki, stöðugar fréttir vom af kvennamál- um hans. Hann hitti Sylvíu fyrst á ólympíu- leikunum 1972 og það varð að hans sögn ást við fyrstu sýn. Það var þó ekki fyrr en árið 1975 sem þau gengu í hjónaband og létti þá sænsku þjóð- inni mjög. Karl Gústav segist sannfærður um að konungdæmið eigi framtíð fyrir sér: „það er mögulegt að formið breytist eitthvað, það hefur það raunar gert á þeim tíma sem ég hef gegnt embættinu". A þeím 13 árum er Karl Gústav hefur gegnt embætti hefur hann far- ið í opinberar heimsóknir til 30 þjóðríkja. Eitthvert sænsku blað- anna sagði að þar mætti konungur- inn þó auka á ferðagleðina, því ef hann yrði í embætti 63 ár, eins og búast mætti við, og heimsækti ekki nema tvö lönd á ári að meðaltali, yrðu þetta ekki nema 130 lönd, og það nægði ekki til að heimsækja öll ríki veraldar er nú telur um 170 sjálf- stæð þjóðríki. í tilefrú dagsins heldur konungur- inn boð fyrir um 300 gesti í Drottn- ingholm höll.Það eru fyrst og fremst nánustu vinir sem boðnir eru, en einnig talsvert af útlendum gestum, mörgum konungbomum. Fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn er Karl Gústav tók á móti eftir að hann tók við konungsembætti árið 1973 var þáverandi forseti íslands, dr. Kristján Eld- jám. Hér sést Svíakonungur taka á móti Kristjáni á Arlandaflugvelli í september 1973. Karl Gústav fyllir bensíntankinn á fjölskyldubílnum í miðborg Stokkhólms. Konungurinn þykir nokkur áhugamað- ur um hraðskreiðar bifreiðir og sést oftsinnis á íþróttamótum bifreiðaáhugamanna. Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV i Lundi: Það væri ekki rétt að halda því fram að Karl Gústav 16. Svíakon- ungur sé allra konunga mestur skörungur eða ræðumaður. Því hef- ur heldur enginn haldið fram. Hann virðist oft heldur óömggur í framkomu og er ekki alltaf sérstak- lega orðheppinn. Hann er ekki heldur talinn vera neinn afburða gáfumaður og fékk aldrei nema miðlungseinkunnir í skóla, þótt stúdentsprófi lyki hann á réttum tíma, og síðar hefur hann meira að segja hlotið heiðursdoktorsnafhbót. 80 prósent fylgjandi konungdæminu Karl Gústav á fertugsafmæli á morgun og af þeim sökum hafa sæn- skir fjölmiðlar undanfama daga beint kastljósinu að honum í óvenju- ríkum mæli, og ævi hans hefur verið rifjuð upp í máli og myndum. Þrátt fyrir það sem sagt var hér að ofan og draga mætti saman í þá fullyrðingu að Karl Gústav þyki alls ekki eins og sniðinn i konungsem- bættið, þá hefur hann þó ætíð notið velvildar þjóðar sinnar og vinsælda. „Flestir hafa gert sér grein fyrir því að ég inni af hendi þýðingarmik- ið starf fyrir Svíþjóð,“ sagði konung- urinn í viðtali um helgina í tilefni fertugsafmælisins. Kannanir sýna líka að 80 prósent sænsku þjóðarinn- ar eru fylgjandi konungdæminu og verður það að teljast há tala, ekki síst ef tekið er tillit ti! hinnar sterku stöðu sósíalísku flokkanna sem hafa að jafnaði haf't um og yfir 50 prósent fylgi á meðal sænskra kjósenda. Þaðan hefði mátt búast við andstöðu og margir af forystumönnum jafhað- armannaflokksins hafa verið og eru, að minnsta kosti af hugsjón, á móti konungdæminu. Má í þeim hópi nefha bæði Olof Palme og Ingvar Carlsson, en þeir hafa þó ekki á síð- ari árum beitt sér fyrir afiiámi konungdæmisins. Á ekki að skipta sér af stjómmálum Karl Gústav konungur hefur jafii- an átt góð samskipti við þær ríkis- stjómir sem hafa verið við völd á hverjum tíma, hvort sem það hafa Svíum þótti tími til kominn að Karl Gústav festi ráð sitt er hann gekk að eiga Sylvíu Sommerlath árið 1975. Sylvía þykir glæsikona og eru Sviar stolt- ir af drqítningu sinni. verið borgaralegar stjómir eða stjómir jafhaðarmanna. Hann hefur oft ítrekað þá skoðun sína að konungurinn eigi samkvæmt stjómarskránni ekki að skipta sér af stjómmálum. „Það væri rangt af mér að tjá mig um stjómmál, það hlyti að leiða til árekstra við stóra hópa í samfélaginu," segir konung- urinn. Þetta atriði á vafalaust sinn þátt í því að mörgum finnst hann skoð- analaus um flesta hluti. Er í þeim efnum auðvelt að taka undir með Jan Myrdal, hinum kunna rithöf- undi Svía, er segist vorkenna konunginum, hann sé í vortlausri aðstöðu. Þessari aðstöðu má lýsa þannig að tjái konungurinn sig um eitthvað af umræðumálum líðandi stundar, eða deilumálum, þá er hann yfirleitt talinn vera að fara út fyrir starfssvið sitt. En komi hann sér hjá því að svara spumingum um slík efhi er hann talinn skoðanalaus og jafnvel heimskur. Sem dæmi um þetta má nefna þeg- ar konunginum varð á að tjá sig um sífellt deilumál hér, það er hvort gefa skuli einkunnir í grunnskólun- um. Konungurinn taldi tvímælalaust að einkunnir ættu rétt á sér. Varla getur sú spuming talist mjög pólit- ísk, en engu að síður fékk kóngur að heyra það úr ýmsum áttum að hann hefði farið út fyrir verksvið sitt og einhverjir fjölmiðlanna gátu ekki stillt sig um að minna á að sjálf- ur hefði Karl Gústav aldrei fengið svo merkilegar einkunnir í skóla og því væri vandséð hvers vegna hon- um væri eftirsjá í einkunnagjöf. Gagnlegt að vakna af Þyrnirósarsvefni í heild er óhætt að segja að Karl Gústav hafi tekist vel að gegna þessu erfiða embætti. Ekki er heldur ótrú- ■ legt að hann hafi áunnið sér virð- ingu margra er hann talaði við útför Olofs Palme og braut þar með blað í sögu sænska konungdæmisins „þó að það sé hræðilegt að segja það þá var það gagnlegt fyrir okkur öll að vakna upp af Þymirósarsvefhinum og sjá að við erum ekki einangruð þjóð, við höfum búið við falskt ör- yggi,“ segir hann nú um afleiðingar morðsins á Palme. Konungur segist hafa litið á það sem mikinn heiður er forystumenn jafhaðarmannaflokksins báðu hann að tala við útför Palme. Þar lýsti hann því meðal annars að hann og UMSJÓN: HANNES HEIMISSON Palme hefðu með árunum orðið nán- ir vinir. Makavalið heppnaöist vel Annars er erfitt að benda á eitt- hvað ákveðið í starfi Karls Gústavs konungs sem hafi heppnast sérstak- lega vel eða illa. Starfið er einfald- lega þannig að ekki reynir mikið á frumkvæði hans. Eitt eru þó flestir sammála um að honum hafi tekist vel og það er makavalið. Njóti Karl Gústav vinsælda þá er í enn ríkari mæli hægt að segja það um Sylvíu drottningu. í árlegu vali á konu ársins í Svíþjóð hefur Sylvía

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.