Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Síða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRlL 1986. 15 Lesendur Lesendur Lesendur \janhr píf Ó/P Þsrftc/ ad x(ia bt SMA-AUGLYSING I DV GETUR LEYST VANDANN Smáauglýsingadeild sími 27022. „Illgresi, sem smýg- ur þar inn, sem síst skyldi“ Anna Sigurðardóttir skrifar: Hinn 1. deseraber sl. var haldin ráð- stefiia í Þjóðleikhúsinu um íslenska tungu. Þar fluttu margir erindi - mest almennar vangaveltur en tóku lítt til meðferðar ákveðin atriði þessa máls. Síðar birtust erindi þessi í Morgun- blaðinu 8. janúar. Einn ræðumanna, Barði Friðriks- son, skar sig þó úr. Kallaði hann erindi sitt: „Illgresi, sem smýgur þar inn, sem síst skyldi." Hér átti hann við ofnotk- un og misnotkun viðskeytts greinis í íslensku máli og nefndi þar til ýmis herfileg dæmi, m.a. úr opinberum fjöl- miðlum. Þá rifjaðist upp, mér til mikillar fúrðu, að ég hafði aldrei heyrt neinn af kennurum mínum í skólum fjalla um þennan veigamikla þátt í meðferð móðurmáls okkar. Jafiiframt skynjaði ég hvílíkur vágestur við- skeyttur greinir getur stundum reynst. Fannst mér ég læra meira af þessu stutta erindi Barða en á margra mán- aða kennslu í skólum - oft fánýtt eða lítt uppbyggilegt stagl varðandi ís- lenskt mál. Mér er tjáð að opinberlega hafi vart verið fjallað um viðskeyttan greini, ef undan er skilin grein Jóns Á. Gissurarsonar í Mbl. 12. apríl 1975. Þar gagnrýnir hann opinbera fjöl- miðla allhvasst - en þó fyllilega maklega að mínum dómi. Fannst mér ég læra meira af þessu stutta erindi Barða en á margra mán- aða kennslu í skólum. Áfram Agnes! Vinstri maður skrifar: Mér finnst nú alger óþarfi að vera að krossfesta hana Agnesi fyrir þætt- ina Á líðandi stundu. Agnes hefur bein í nefinu og heilmikinn húmor plús öiyggi sem til dæmis Sigmundur Emir getur ekki státað af. Að vísu fannst mér Agnes vera nokkuð hörð við Þjóðviljaritstjórann, en það kemur á móti að hann hefur munnirm fyrir neðan nefið og er frekjan í blóð borin, var enda fullkomlega fær um að verja sig sjálfúr; minnir mig stundum á viss- an mann í borgarstjóm! Sem sagt: Áfram Agnes, láttu ekki deigan síga, það dugar ekkert nema harkan á þessa karla! „Að vísu fannst mér Agnes vera nokk- uð hörð við Þjóðviljaritstjórann en það kemur á móti að hann hefur munninn fyrir neðan nefið.“ ■ - v--. >. v--■^■:*. Rauðar sprengjur og bláar A.Þ.Þ. skrifar: Friðarhreyfingar á íslandi bmgðust hart við eftir fréttir af nokkurra klukkustunda hiyggilegri árás á Lýb- íu. Nú rignir sprengjum og byssukúl- um á andspymumenn í Afganistan, mannfall er mikið, bændur konur og böm fómarlömb, læknishjálp, lyf og matur af skomum skammti handa þeim. Friðarhreyfingar á íslandi, ég heyri ekkert í ykkur núna, er ekki sama af hvaða lit sprengjumar em? Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu j sama símtali. Hámark kortaúttektar i sima er kr. 2.050,- Hafið tilbúið: /Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmerN og gildistima og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. MF50HX ELITE KYNNING MP Massey Ferguson Kynnum nýju M.F. hjólagröfurnar í dag og á morgun við nýja verkfræðingahúsið - gegnt Hótel Esju. Kl. 17.30-18.30 þriðjudag 29. apríl. Kl. 17.30-18.30 miðvikudag 30. apríl. Mr. Richard Ghent frá Massey Ferguson sýnir vélina í notkun. Komið og kynnist MF 50 HX - 80 hestafla - 4x4. ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteign v/Flatahraun, Hafnarfirði, þingl. eign Knattspymufélagsins Hauka, fer fram eftir kröfu Innheimtu nkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 2. maí 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Dalshrauni 9, hluta, Hafnarfirði, þingl. eign Hilmars Sigurþórssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs og Brunaþótafélags Íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 2. maí 1986 kl. 14.00. Baejarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögþirtingaþlaðsins 1985 á eigninni Drangahrauni 2, eystri hluta, Hafnarfirði, þingl. eign Leysis hf„ fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrimssonar hri., iðnlánasjóðs, Brunabótafélags islands og Ara isberg hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 2. maí 1986 kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Drangahrauni 6, hluta, Hafnarfirði, þingl. eign Valgarðs Reinharðs- sonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 2. maí 1986 kl. 14.30. _______________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.