Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Page 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... Gitte Nielsen á alltaf síöasta orðið í orðasenn- um við eiginmanninn, Sly Stall- one. Kunningjar segja hana hæstánægða með hlutverkið sem eiginkona leikarans en þó vanti punktinn yfir i-ið - barn. Gitte varð að skiija son sinn eftir í umsjá fyrri eiginmanns þegar hún yiirgaf fyrra lif til þess að taka saman við Sly og saknar þess sárt að vera ekki lengur í móðurhlut- verki. Talið er líkiegt að barn verði fljótlega á leiðinni því þessi danski kvenskörungur muni ráða stefnunni í þeim málum, sem og * öðru i hjónabandinu. Renée Toft Simonsen er i sjöunda himni yfir kærastan- um, John Taylor í Duran Duran. Hann fær þá einkunn að vera besti elskhugi sem hún hefur kynnst, þrátt fyrir stóra leyndar- málið sem enginn má komast að - John er strax kominn með ístru og verður því að ganga í viðum skyrtum til þess að hylja sköpu- lagið. Springsteen heldur tast í buxnastrenginn. Fírn- um var boðin formúa fyrir aö hneppa frá og lækka strenginn aðeins en neitaði ennþá, harðán- ægður og hreykinn vegna auð- sýnds áhuga. Það var timaritið Playgirl sem sýndi þennan ein- læga áhuga á Springsteen - neðan mittis - og eru ritstjórnar- meðlimir bitrir yfir að söngvarinn skuli hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að neita sliku kostaboði. Boy George skemmti ser hið besta á nætur- klúbb á Manhattan um daginn. Þegar leið á nóttina bauð hann kvenmanni með sér heim í lúxus- ibúðina sína. Þar lá eiskhugi Boys - Marilyn - allsnakinn á rúminu en sofandi kvenmannsbúkur á gólfinu. Hvert sem litið var voru tómar flöskur og hálfétnir ham- borgarar. „Nött með Boy George er ógleymanleg reynsla", stundi skvísan daginn eftir, og það er varla ástæða til að rengja hana. Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: lcosin í Sj allanum Gígja Birgisdóttir, átján ára Akur- eyrarmær, var kosin ungfrú Akur- eyri við miklar dýrðir og gífurleg fagnaðarlæti í Sjallanum á Akureyri skömmu eftir miðnætti síðastliðið miðvikudagskvöld, eða á fyrstu mín- útum nýs sumars. Sex stúlkur tóku þátt í keppninni. Helga Björg Jónas- dóttir var kosin ljósmyndafyrirsætan og vinsælasta stúlkan (valin af stúlk- unum sjálfum). Vel var staðið að fegurðarkvöldinu í Sjallanum. Dagskráin hófst með fordrykk klukkan hálfátta. Undir glæsilegu horðhaldi lék strengjasveit sem sett var sérstaklega saman í til- efni kvöldsins. Nýr dans frá dans- stúdíói Alice á Akureyri var frumsýndur og tískusýning kom í kjölfarið. Hápunktur kvöldsins var svo auðvitað kjörið á ungffú Akur- eyri. Það voru blóm í barminn þegar inn var komið. Helga Björg Jónasdóttir var kosin ljósmyndafyrirsætan og vinsælasta stúlkan. Létt í lund eftir kosninguna: ungfrú Akureyri með Ólafi Laufdal, formanni dómnefndar, og Sigurði Þ. Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Sjallans, en hann átti sæti i dómnefnd. Gígja Birgisdóttir, átján ára, heilsaði nýju sumri í Sjallanum með titlinum ungfrú Akureyri. Kvöldið hófst með fordrykk sem allir gestir fengu. Nína Ósk sló metiö Áður hefur komið fram hér á síð- um Sviðsljóssins að íslensk smáböm eru alveg með afbrigðum fótviss. Sífellt berast fleiri dæmi, eins og frá Nínu Sveinsdóttur í Sandgerði sem sendi okkur með- fylgjandi mynd. Hún segir: „Eg get ekki á mér setið lengur þegar ég sé allar þessar bama- myndir í Sviðsljósinu þar sem börn standa í lófa. Sjálf hef ég leikið mér að því að láta böm standa í lófa frá því að ég var unglingur. Síðan miðaði ég að því að dætur mínar stæðu í lófa þriggja mánaða - eins bamabörnin. En þessi litla Nína Ósk, sem myndin er af, sló metið. Hún er aðeins tveggja og hálfs mánaðar þar sem hún stendur í lófa föður síns, Kristins Kristins- sonar.“ m------------------► Sú stutta í lófa föður síns, Kristins Kristinssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.