Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Qupperneq 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986.
11
Menning
Menning
Menning
Menning
TARTUFFE
Höfundur: Moliére
Þýöing: Karl Guðmundsson
Leikstjóri: Radu Penciulescu
Aðstoðarleikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir
Leikmynd: Grétar Reynisson
Lýsing: David Walters
Búningar: Grétar Reynisson, Anna Jóna
Jónsdóttir, Alda Sigurðardóttir
Skósmíði: Aðalheiður Sveinbjömsdóttir
Lokaverkefai 4. bekkjar- Leiklistar-
skóla íslands í ár er leikritið Tartuffe
eftir Moliére og var það frumsýnt sl.
fbstudag í Lindarbæ.
Þeir sex nemendur LÍ, sem nú hafa
bæst í hóp íslenskra leikara, eru:
Bryndís Petra Bragadóttir, Eiríkur
Guðmundsson, Guðbjörg Þórisdóttir,
Inga Hildur Haraldsdóttir, Skúli
Gautason og Valdimar Öm Flygen-
ring. Þau taka að sjálfsögðu öll þátt
í sýningunni, auk nokkurra nemenda
úr 3. bekk og tveggja gestaleikara,
þeirra Sigríðar Hagalín og Þorsteins
Gunnarssonar.
Tartuffe hefúr ekki fyrr verið leikinn
á sviði hér á landi þó að þetta sé það
verk Moliéres, sem hvað þekktast er
og oftast sýnt. Leikritið var flutt í út-
varpi árið 1946 í þýðingu Boga Ólafs-
sonar sem þýddi textann í óbundnu
máli. En sú þýðing, sem notuð er hér
í sýningu Nemendaleikhússins, er ný
af nálinni og sætir tíðindum, svo vel
er hún gerð. Sá sem tókst á við tex-
tann og sneri honum í bundið mál er
Karl Guðmundsson og hefúr honum
tekist að halda formi frumtextans og
jafnframt að flytja áheyrendum inntak
hans á góðu og kröftugu máli.
Ekki er að efa að glíman við textann
hefúr verið ströng, en segja má að leik-
endur hafi þar góðan sigur. Framsögn
er í flestum tilfellum með ágætum, og
tyrfinn textinn verður oft næsta lipur
í meðförum flytjenda.
Þetta þriðja og síðasta verkefai leik-
ársins myndar gott mótvægi við hin
fyrri tvö, Rauðhærða riddarann, sem
var harkalegt nútímaverk, og Ó muna
tíð, frumsamið verk eftir Þórarin Eld-
jám, í stíl vísindaskáldsagna.
Tartuffe er sígildur gamanleikur
með ádeiluívafi. Moliére sýnir okkur
í leiknum mynd af franskri fjölskyldu
og því umróti sem gesturinn, Tartuffe
(hræsnarinn, undirhyggjumaðunnn),
veldur. Náunga þessum tekst með
fögru og guðrækilegu tali að slá svo
ryki í augu heimilisföðurins, Orgons,
að hann vill allt fyrir svo sannheilagan
mann gera; gefa honum allar eigm-
sínar, hvað þá annað. En sá hængur
er á að undir yfirborði helgislepjunnar
Leiklist
AUÐUR EYDAL
býr lífsnautnamaður sem hyggst not-
færa sér tökin á Orgon út í ystu æsar.
I leikritinu kemur fram góð aldarfars-
lýsing og höfundur sendir jafúframt
hvöss skeyti til klerkastéttarinnar sem
með trúarofstæki vildi ráðskast með
daglegt líf fólks en var sjálf uppfull
af skinhelgi og fégræðgi. Þeir tóku
líka til sín skeytin sem áttu þau og
það var ekki fyrr en eftir nokkrar
umritanir og fimm ára þras sem leikri-
tið fékkst sýnt án þess að það væri
umsvifalaust bannað, eins og áður
hafði verið. En frá árinu 1669 hefúr
Tartuffe notið stöðugra vinsælda og
verið sýndur ótal sinnum.
Og galdur textans nær sannarlega
til okkar enn í dag.
Sviðsmyndin í Lindarbæ er einföld,
leikið er í opnu rými á gólfi fyrir miðju
salar og áhorfendur sitja síðan á þrjá
vegu í kring. Leikstjóri er Rúmeninn
Radu Penciulescu sem búsettur er í
Svíþjóð. Hann kemur hingað fyrir til-
stilli Norrænu leiklistamefadarinnar.
Aðstoðarleikstjóri er Þómnn Sigurð-
ardóttir, og ber sýningin þess merki
að vel og markvisst hefúr verið unnið
með hinum ungu leikendum.
Valdimar Öm Flygenring leikur
heimilisföðurinn, hinn auðtrúa Orgon,
og gerir um margt vel. Honum tekst
á stundum mætavel að sýna hrekk-
leysi hans og trúgimi, en hlutverkið
Smáauglýsingadeild DV,
Þverholti 11, sími 27022,
verður opin
miðvikudaginn 7. maí til kl. 22.
Lokað verður fimmtudag-
inn 8. maí.
Smáauglýsingar sem birtast eiga
í blaðinu föstudaginn 9. maí þurfa
að berast fyrir kl. 22 miðvikudag-
inn 7. maí.
er flókið, því að á hinn bóginn er Org-
on höfuð fjölskyldunnar og orð hans
em lög, þannig að persónan hefúr
margar hliðar. Þama þarf Valdimar
líka að leika langt fram fyrir sjálfan
sig í aldri. Mér fannst, sem fyrr segir,
hann ná ágætum tökum á hlutverkinu
og samleikur hans og kvennanna
ráðagóðu var prýðilegur.
Samskipti þeirra Tartuffes og Org-
ons vom heldur stirðlegri.
Sjálfur Tartuffe er leikinn af Skúla
Gautasyni. Þessi lævísi og útsmogni
náungi sýnir á sér ýmsar hliðar - hann
er ýmist guðræknin uppmáluð eða
versti flagari sem reynir að forfæra
eiginkonu Orgons. „Synd er engin
synd, ef syndgað er með leynd,“ segir
hann. Skúli er mátulega „demonskur"
í útliti og nær góðum töktum í hlut-
verkinu.
Eiginkona Orgons, Elmíra, er leikin
af Ingu Hildi Haraldsdóttur. Hún er
glæsileg og sett og gaman er að sam-
leik þeirra Skúla þegar hún teflir á
tæpasta vað til þess að koma upp um
svikarann.
Bryndís Petra Bragadóttir var prýði-
leg sem þjónustustúlkan bráðhressa,
Dorin, sem brýst út úr venjubundnu
hlutverki hjúsins og leggur orð í belg
þegar henni sjálfii þóknast. Guðbjörg
Þórisdóttir leikur af látleysi hlutverk
Mariann, dótturinnar á heimilinu, sem
er alin upp við það að hlýða beri skil-
yrðislaust því sem pabbi segir. Mál-
pípa höfundar, mágurinn Kliant, er
leikinn af Eiríki Guðmundssyni, sem
leikur hlutverkið af hófstillingu og
sýnir góðgjaman mann, rödd skyn-
seminnar. Þórarinn Eyfjörð, nemandi
í 3. bekk, leikur soninn Damís og von-
biðillinn Valer er leikinn af Hjálmari
Hjálmarssyni, einnig úr 3. bekk. Þeir
gera báðir ágætlega. Smærri hlutverk
eru leikin af bekkjarfélögum þeirra.
Þá koma, sem fyrr er sagt, tveir þaul-
reyndir leikarar neðan úr Iðnó til liðs
við útskriftarhópinn, þau Sigríður
Hagalín, sem leikur Madame Pemelle,
og Þorsteinn Gunnarsson sem leikur
Offisér. Vemlegur fengur er í þátttöku
þeirra.
Búningar em ágætlega hannaðir í
góðum litum, en úr heldur leiðinlegu
efni, að minnsta kosti í því návígi sem
er í Lindarbæ. Prýðilega gerðir, sér-
hannaðir skór vöktu athygli.
Hinum nýútskrifúðu leikurum er
óskað til hamingju með áfangann og
velfamaðar í firamtíðinni.
AE
Skúli Gautason og Valdimar Flygenring i hlutverkum sinum í Tartuffe.
NYTT — NYTT — NYTT
fabard
SKORDÝRAPENNI
Heldur skordýrum í burtu
Notast ems og filt penni. Boríð á rúðuna (opnanleg fög),
kringum brúnir á ruslafötum og á aðra staði, sem
laða að sér flugur eða skordýr.
FÆST Á ÖLLUM HELSTU SHELL-STÖÐUM OG
í FJÖLDA VERSLANA UM LAND ALLT.
Smávörudeild, simi 681722.
Skeljungur h.f.