Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Qupperneq 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986. 13 Ánægður ferðamaður er besta landkynningin Undarlegt má heita, hvað ferða- þjónusta er vænrækt atvinnugrein hér á landi, svo mikilvæg sem hún þó er í þjóðarbúskapnum. Þeir, sem vilja læra til starfa í þess- ari atvinnugrein, koma að tómum koíunum í íslenska menntakerfinu. Ekkert er gert til að styrkja og styðja nýstofnuð ferðamálasamtök úti um landið. Flugvallarskattur er hærri hér en víðast annars staðar í heimin- um, enda hækkaður um 200% í byrjun þessa árs. Og ár eftir ár er Ferðamálaráð svipt stórum hluta af lögboðnum tekjum sinum, sem eiga að nema 10% af söluhagnaði Frí- hafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Þrátt fyrir allt hefur þó vöxtur og viðgangur ferðaþjónustu farið langt fram úr bjartsýnustu spám og fært okkur fjölda starfa og dýrmætar gjaldeyristekjur. Helmingi drýgri en járnblendið Síðasta aldarfjórðung hefur ferða- þjónustan tvöfaldað hlutdeild sína í atvinnuh'fi landsmanna, og til sam- anburðar má nefna, að vægi ferða- þjónustu á vinnumarkaðimnn er álíka og vægi málm- og skipasmíða- iðnaðar og nokkru meiri en allrar bankastarfsemi í landinu. Á einum aldarfjórðungi hefúr tala erlendra ferðamanna meira en sjö- faldast. Um 13.000 erlendir ferða- menn sóttu okkur heim árið 1960, en 97.443 árið 1985. Auk þess hafa íslendingar sjálfir stóraukið ferðalög um eigið land á þessu árabili. Tekjur af erlendum ferðamönnum á síðasta ári námu rúmlega 3 mill- jörðum kr., samanborið við rúmlega 2 milljarða árið 1984. Árið 1980 námu gjaldeyristekjur Kjallarinn KRISTÍNL HALLDORSDOTTIR ÞINGMAÐUR KVENNALISTA af ferðaþjónustu 12,2% af heildarút- flutningi sjávarvöru, en 26,5% árið 1984, og á síðasta ári var þetta hluta- fall um 28%. Sem hlutfall af útflutn- ingi vöru og þjónustu námu gjaleyristekjur af ferðaþjónustu 7,l%árið 1980, 12,2% árið 1984 og nálægt 14% árið 1985. Loks má neíha, að árið 1984 skil- aði ferðaþjónustan svipuðum gjald- eyristekjum til þjóðarbúsins og loðnuvinnslan og helmingi meiri tekjum en jámblendiverksmiðjan á Grundartanga. Grunninn þarf að treysta Þegar á allt þetta er litið, gegnir furðu, hversu tómlát stjómvöld em um uppbyggingu þessarar atvinnu- greinar og væri jafhvel nær að tala um niðurrif, sbr. flugvallarskattinn illræmda og harkalegan niðurskurð lögboðins framlags til ferðamála. Tvívegis hefúr Kvennalistinn haft frumkvæði að flutningi tillagna á Alþingi til að reyna að fá fram að- gerðir og úrbætur í ferðaþjónustu. Sú fyrri hafði fyrst og fremst þann tilgang að efla Ferðamálasjóð og fékkst ekki samþykkt. Sú síðari var samþykkt á næstsíðasta degi nýlið- ins þings, að vísu örlítið breytt frá upphaflegri gerð, en skv. henni er samgönguráðherra falið að láta gera úttekt á aðstöðu til ferðaþjónustu á helstu ferðamannastöðum í einstök- um landshlutum. Úttektin skal m.a. ná til gistiaðstöðu, veitingaþjónustu, samgangna, leiðsögu og leiðamerk- ingar, eftirlits, aðgangs að áhuga- verðum stöðum, upplýsingaþjónustu og hreinlætisaðstöðu. Verk þetta skal unnið í samráði við ferðamála- samtök landshlutanna og áætlun um úrbætur gerð á grundvelli þessarar athugunar. Þannig á að reyna að treysta grunninn undir þessari atvinnugrein og koma til móts við þann áhuga, sem er mikill víða um land á upp- byggingu ferðaþjónustu. Það sem fyrst og fremst skortir, fynr utan nauðsynlegt lánsfjármagn, eru upp- lýsingar og ráðgjöf um, hvað helst vantar og hvemig á að standa að framkvæmdum. Úr því yrði bætt með þeirri könnun og áætlanagerð, sem felst í nýsamþykktri tillögu okkar. Náttúran i hættu Rétt er að taka fram, að úrbætur em ekki aðeins nauðsynlegar vegna fjárhagslegs ávinnings af ferðaþjón- ustu, heldur jafnvel miklu fremur vegna þess, að okkur ber að varð- veita náttúru lands okkar og gæta þess, að ferðamennskan spilli engu. Hingað til hefur um of verið látið skeika að sköpuðu og takmörkuðu fjármagni fremur varið í landkynn- ingu en nauðsynlega uppbyggingu innanlands. Þó er ljóst, að ánægður ferðamaður er besta landkynningin. Enginn vafi er á því, að helsta aðdráttarafl ferðamanna á Islandi er hin óspillta náttúra landsins, hreint loftið og tært vatnið, fámenn- ið og öræfakyrrðin. Þessi verðmæti ber okkur umfram allt að varðveita. Því miður er ástandið víða bág- borið á ferðamannastöðum í óbyggð- um, jafhvel svo að náttúran er í hættu sökum ógætilegrar umferðar og ónógra varúðarráðstafana. Má þar nefna fjölsótta staði eins og Landmannalaugar, Þórsmörk, Hveravelli og Herðubreiðarlindir. Líklegt er, að þar og víðar þurfi að stórauka gæslu og jafnvel beita ítölu til að koma í veg fyrir of mikinn átroðning. Þá mætti létta af þessum stöðum með því að koma upp góðri gistiaðstöðu í grennd við þá, svo og með því að beina umferðinni á fleiri áhugaverða staði með leiðamerking- um, nýjum vegaslóðum og fræðslu. Opin og lifandi kennslubók Rétt er að minna á, að ísland er í rauninni opin og lifandi kennslubók í náttúrufræði og jarðfræði, og um þau atriði ætti að veita fiæðslu ekki síður en um vegi og kennileiti. Áreiðanlega er einnig víða þörf á bættum aðgangi að hinum ýmsu náttúruundrum lands okkar, fossum, hverum, gljúfrum og hellum, með t.d. göngustígum, klifrum og hand- riðum eða handfestu á stöku stað. Slíkt er nauðsynlegt til að tryggja öryggi og þarf síður en svo að spilla umhverfinu, ef vandað er til frá upp- hafi. Loks hlýt ég að nefna hreinlætis- aðstöðu, sem óvíða er þannig, að hægt sé að nefria hana því nafhi, og ber þetta ástand þjóðinni ófagurt vitni. Þessi nauðsynlega þjónusta verður víða útundan, e.t.v. vegna þess að hér er ekki um arðbæran rekstur að ræða. Á þessum vanda þarf að taka og leysa hann til fram- búðar, þvi að víst er, að erlendir ferðamenn dæma þjóðina ekki síst af atriðum sem þessum. Eins og góðu heimili sæmir Ferðaþjónusta mun færa okkur ómælda björg í bú, ekki sfst ef við berum gæfu til að búa henni viðun- andi skilyrði. En þótt atvinnusköp- un og tekjuöflun séu mikilvægir þættir, er þó mest um vert að búa svo um hnútana, að við getum tekið á móti gestum okkar eins og sæmir góðu íslensku heimili og án þess að ganga of nærri íslenskri náttúru. Að því miðar tillaga okkar, sem samþykkt var á Alþingi 22. 4. sl. Kristín Halldórsdóttir „Hingað til hefur um of verið látið skeika að sköpuðu og takmörkuðu fjármagni fremur varið í landkynningu en nauðsyn- lega uppbyggingu innanlands.“ Handan við Líbýu Ekki er allt sem sýnist Á hveiju ári berast hingað fréttir um stóratburði úti i heimi. Við erum síðan vön því að túlka eða skýra þá á einhvem þann veg sem hæfir heimsmyndinni eins og hún er séð héðan; úr frekar einangruðu sam- félagi sem á sér hefðir og algeng viðhorf í samræmi við aðstæður fyrr og nú. Inn í túlkunina og útskýring- amar fléttast pólitískar skoðanir; einkum þær ríkjandi. Allt hlýtur þetta að vera eðlilegt. Og þá er jafh- eðlilegt að einhveijir vefengi útskýr- ingamar og gangi á hólm við „viðteknar" skoðanir. Hér á landi er veikur pólitískur bakhjarl að an- dófinu og fjölmiðlamir færa sjaldan fram óvenjulegar upplýsingar; þeir skyggnast sjaldan á bak við tjöldin. Þegar Israelar réðust inn f Líban- on var meginviðhorfið í fjölmiðl- unum á þann veg að yfirgangurinn væri nauðvöm Israel; aðgerða sem átti „að leysa vandann" vegna bar- áttu PLO. Þegar hungursneyð í Afríku varð að forsíðufrétt var aðal- útskýringin sú að þurrkar hijáðu fólkið meðan nóg var af ábendingum um að efnahagssteíha iðnríkja komi þar heldur betur við sögu. Skyndi- hjálpin við hina deyjandi vó þyngra en aðgerðir til langtímabreytinga í allri umfjöllun flölmiðlanna. Hvert er aðalatriðið í fjölmiðlun- um þegar þeir fjalla n<i um Líbýu- málið: Gaddafi, sprengjuárás Bandaríkjahers og hefhdaraðgerðir óskilgreindra aðila? Stefna Banda- ríkjanna í Mið-Austurlöndum, hagsmumir risaveldanna og reynsla múhameðstrúarmanna af franska, breska og bandaríska heimsveldinu er einhvers staðar í þoku og mistri. „Uppsafnaður vandi“ Gamla tuggan úr kjarabaráttunni hér heima, um „uppsafnaða vand- ann“, kemur mér í hug þegar ég sé fjölmiðlana henda á lofti einfaldar og viðteknar skoðanir. Því er nefni- lega þannig varið, hvað sem rétt- mætri gagnrýni á hryðjuverk og stjómir margra ríkja 3. heimsins líð- ur, að meginástæðunnar fyrir ókyrrðinni þar er að leita í langri sögu. Sjálfstæðisbarátta þjóða gegn drottnunarstefnu iðnríkjanna hófst fyrir 1-2 öldum; hún hefur farið á nýjar brautir með formlegu sjálf- stæði 3. heims ríkja, rétt eins og við þekkjum úr eigin sögu, t.d. með stjómarskrá 1874, fullveldi 1918 o.s. frv. En henni er ekki lokið. Landa- mæri hafa verið dregin af tillitsleysi, stórfelldir þjóðflutningar hafa valdið úlfúð, beint eða óbeint arðrán er aðaleinkenni milliríkjaviðskipta, stórfyrirtæki troða sömu slóðir og alþjóðlegar peningastofnanir sömu- leiðis. Og í öllum heimsálfum hafa stórveldin verið staðin að beinni hemaðaríhlutun eftir lok II. heims- styrjaldminnar eða þá að þau hafa att á undan sér þægum kvislingum. Ef til vill er saga Filippseyja eins og spegill allra hinna ríkjanna í þessu tilliti. Við bætist að stórveldi, sem hóf iðnvæðingu með fúlltingi vinnandi alþýðu, varð að arðráns- ríki: Sovétríkin. Atburðimir í Afganistan afklæða Sovétforystuna miskunnarlaust. Það er auðvelt að missa sjónar af margþættri og fullkomlega sann- gjamri baráttu 3. heimsins og undirokaðra þjóða eða þjóðarbrota með því að einblína á voðaverk fá- mennra öfgahópa eða óhæfra stjóm- enda á borð við Gaddafi, Idi Amín og Bokassa. það er líka hægt að týna sér við að deila um þann fræðilega mun sem er á sprengjutilræði i far- þegavél sem banar kannski banda- rískri fjölskyldu á leið í fríið og sprengjuárás á borg í Líbýu sem banar smábömum. I einn stað ber einhver arabi ábyrgðina; maður sem búið er að ræna allri sjálfsvirðingu, ástvinum og efnum, kannski í Beir- út; í hinn stað er það forseti með rangar skoðanir. Báðir em „afurð“ hins og í báðum tilvikum er árangur- inn okkur í óhag eins og dæmin sanna: augljós vítahringur. Ný viðhori Þekkja menn hér sögu Líbýu? Hafa menn skýringar á því hvers vegna Reagan velur Líbýu til að tukta? Ég held að nokkuð vanti þar á og ég held líka að óhæfir stjóm- endur vilji halda almenningi við einfeldningslegar skýringar og yfir- borðslegar „upplýsingar". Meðal annars þess vegna eigum við að hafna þvi að árásin á Líbýu sé bara svar við hryðjuverkum. Við eigum að hafna áskökunum um að Gaddafi eða Reagan séu óðir hundar. Árásin er liður í stjómlist meirihlutans meðal bandarískra yfirstéttarmanna gagnvart 3. heiminum. Og þeir nótar eru pólitíkusar með ranga pólitík sem þjónar ekki alþýðu manna í hvomgu landinu. Og Líbýa á enn margt að sækja til iðnríkjanna. Inn í Líbýumálið fléttast líka öm- ARIT. GUÐMUNDSSON JARÐFRÆÐINGUR, KENNARi MENNTA- SKÓLANUM VIÐ SUND urleg og mannfj andsamleg afstaða fjölmargra hvítra Vesturlandabúa til litaðra mann eða fólks sem ber ekki kross Krists á bakinu. íslam hefur vondar hliðar eins og önnur trúar- brögð en ber líka með sér merka siðfræði, mikla menningu og sam- einingu. Brengluð mynd meðaljóns- ins af íslam og þvættingurinn um „óæðri trúarbrögð" kristninni er fyr- irtaksrammi utan um æsingaáróður gegn 3. heiminum - rétt eins og aðr- ir kynþáttafordómar. Á íslandi vantar stjómmálaafl sem beitir sér fyrir hólmgöngu gegn „við- teknum“ skoðunum og einfeldnisút- skýringum á gangi heimsmála; afl sem tekur ekki afstöðu með öðru risaveldinu gegn hinu eða með þeim sem ganga á hlut 3. heimsins eða halda að hryðjuverkum verði útrýmt með tilviljanakenndum aftökum. Ari Trausti Guðmundsson „Það er auðvelt að missa sjónir af margþættri og fullkomlega sann- gjarnri baráttu 3. heimsins og undirokaðra þjóða eða þjóðarbrota með því að einblína á voðaverk fámennra öfgahópa eða óhæfra stjórnenda á borð við Gaddafi, Idi Amin og Bokassa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.