Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Síða 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþról
Góðurtími
Aðalsteins
-Í300mhlaupi
Aðalsteinn Bernharðsson, KR, náði
góðura tíma í 300 m hlaupi á innan-
fclagsmóti ÍR á iaugardag, hljóp á
35.2 sek. Það er hans besti árangur á
vegalengdinni en íslandsmet Odds
Sígurðssonar, KR, er 34,0 sek. Jó-
hann JóhannssonJR, varð annar á
36.2 sek. Það er hans besta i 100 m.
Oddný ÁrnadóttirjR, hl'óp vega-
lengdina á 40,7 sek. ÓU/hsím.
Akureyrar-Þór
vann í Eyjum
Frá Þráni Stefánssyni, fréttamanni ;
DV á Akureyri.
Fyrstu deildar lið IBV og Þórs,
Akureyri, léku æfmgaleik í Vest-
mannaeyjum á laugardag. Akur-
eyrarliðið sigraði, 3 2, og mörk þess
skoruðu Óskar Gunnarsson, Bjarni
Sveinbjörnsson og Kristján Kristj-
ánsson. hsím
L V v sBjg
mmmmmBmmrnmmmmmmimmmmmmimmmmmmmimmmiímtmmmmmmmmm
Firmakeppni í
borðtennis
Firmakeppni Borðtennissambands
íslands verður háð á uppstigningar-
dag, 8.maí. Kcppt verður i 2ja manna
liðum. Þátttökutilkynningar þurfa
að berast sem fyrst í síma 651366 eða
23380.
KAsigraðiá
Akureyri
Frá Þráni Stefánssyni, fréttamanni
DV á Akureyri.
KA sigraði í bikarkeppni Knatt-
spymuráðs Akureyrar, sem nýlega
er lokið. Sigraði Þór, 3-2, í úrslitaleik
keppninnar. Fjögur lið tóku þátt í
henni, KA, Þór og Vaskur, Akureyri,
og Magni frá Grenivík.
Auk sigursins á Þór vann KA
Vask. 5-0, og Magna, 5-0. Þór vann
Magna, 10-0, og Vask, 4-1. Vaskur
sigraði Magna, 2-0. hsím
Sveinamet í
stangarstökki
Þorsteinn Magnússon, KR, setti í
síðustu víku sveinamet í stangar-
stökki á innanfélagsmóti KR. Stökk
3,61 m. Bætti sveinamet sitt um 11
sm frá þvi í vetur. Marinó Alberts-
son, KR, sem er 17 ára, stökk 1,81
metra í hástökki. ÓU.
Stórkostieg
spilamennska
Greg Normans
- á PGA-mótinu í Las Vegas
„Ég var á timabili farinn að hugsa
um það hvort mér myndi takast að
leika á 30 höggum undir pari. Ég pútt-
apði mjög vel og það gaf mér mikið
sjálfstraust,“ sagði Ástraliumaðurinn
Greg Norman eftir að hann hafði
tryggt sér glæsilegan sigur á PGA-
golfmóti atvinnumanna í Las Vegas í
gær. Leiknar voru samtals 90 holur og
Norman lék á 333 höggum sem er 27
höggum undir pari vallarins. Þessi
stórkostlega spilamennska Normans
gaf honum rúmlega 8 milljónir króna
í aðra hönd.
Greg Norman hefur ekki unnið stór-
mót í golfi siðan 1984 en ávallt verið
í fremstu röð. Og á mótinu í Las Veg-
as sannaði hann að hann er einn
snjallasti kylfingur heims.
„Ég var virkilega hissa“
Litlu munaði að Greg Norman tæk-
ist að setja nýtt met hjá atvinnumönn-
um í 'PGA-keppnunum með þvi að
leika á sem flestum höggum undir
pari vallarins. Norman fór með mögu
leikann er hann þrípúttaði 17. grínið
og var mikið hissa á eftir: „Ég var
virkilega hissa. Ég vissi að ég væri
við það að setja nýtt met. I raun og
veru var ég að hugsa um að reyna að
leika á 30 höggum undir pari vallarins
samanlagt," sagði Norman eftir
keppnina. Hann lék fyrsta daginn á
73 höggum og var þá mjög aftarlega
á merinni. Síðan fór að ganga betur,
63 högg annan daginn, 68 þriðja dag-
inn, 64 högg fjórða daginn og síðasta
keppnisdaginn lék hann á 65 höggum
eða samtals á 333 höggum.
Næstu menn háðu harða baráttu um
næstu sæti en þeir voru þó langt frá
árangri Greg Normans. Bandaríkja-
maðurinn Dan Pohl lék á 340 höggum
og fékk tæpar 5 milljónir króna í sinn
hlut. Loks komu þeir Steve Pate og
Laarry Nelson Bandaríkjunum á 341
höggi og fengu um 2,5 milljónir hvor.
Tom Watson á 344 höggum
Margir þekktir kylftngar fóru nokk-
uð halloka á þessu mikla peningamóti
hvort sem seðlabunkamir hafa haft
einhver áhrif á frammistöðu þeirra eða
ekki. Til að mynda lék hinn þekkti
Tom Watson frá Bandaríkjunum á
„aðeins“ 344 höggum og byrjaði illa
eins og raunar Greg Norman er hann
lék á 73 höggum. Hal Sutton var á 344
höggum og þeir Fred Couples og Jay
Haas á 345 höggum. -SK
Greg Norman spilaði stórkostlegt
golf í Las Vegas og fór heim með
rúmar átta milljónir i vasanum.
Gdansk sigraði
meistara Sabac
Wybrzeze Gdansk, Póllandi, sigraði
Evrópumeistara Metaloplastica
Sabac, Júgóslaviu, 29-24(11-11), i fyrri
leik liðanna i úrslitum Evrópubikars-
ins i handknattleik í Póllandi á
sunnudag.
Mörk Wybrzeze skoruðu Daniel
Waszkiewicz 9, Andrzej Maluszki-
ewicz 8, Bogdan Wenta 7, Zbigniew
Plechoc 3 og Zbigniew Urbanowicz 2.
Mörk júgóslavneska liðsins skoruðu
Veselin Vujovic 10, Zlatko Portner 6,
Milo Isakovic 3, Veselin Vutovic 2,
Jasmir Mrkonia 2 og Slob Vuc-
manovski 1.
hsím
Björgólfur Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, leggur á ráðin með leik
og Jóni Árnasyni.
Norðurlandamót karia hefst í Dig
Norðurlandamót karla í blaki,
mesti viðburður í sögu íþróttarinnar
hérlendis, hefst í íþróttahúsinu
Digranesi í Kópavogi klukkan 15 á
uppstigningardag, með leik íslands
og Noregs. Mótinu lýkur á laugardag
með úrslitaleik um fyrsta sætið sem
hefst klukkan 17.
Fyrsta Norðurlandamót í blaki var
haldið árið 1962. Hefur það síðan
farið fram annað hvert ár. Mótið nú
er það þrettánda frá upphafi en það
sjöunda sem íslendingar taka þátt í.
Finnar verða að teljast sigur-
stranglegastir. Þeir hafa sigrað á
öllum Norðurlandamótunum hingað
til. Frá árinu 1970 hafa Svíar hreppt
annað sæti og Danir þriðja.
Norðmenn og íslendingar hófu
þátttöku árið 1974. Fjórða sæti hefur
ávallt verið hlutskipti Norðmanna
og fimmta sæti íslendinga. Færey-
ingar voru fyrst með árið 1984 og
höfnuðu þá í sjötta sæti.
Risar í finnska liðinu
Finnar tefla fram langreyndasta
liðinu. Þeir mæta með leikjahæsta
mann mótsins, hinn 32 ára gamla
Pekka Toppari, sem á að baki 250
landsleiki. Tveir aðrir finnsku leik-
mannanna hafa leikið yfir eitt
hundrað landsleiki en enginn leik-
maður hinna þjóðanna.
Blaklandsliðið:
Guðmundur E.
leikjahæstur
Leifur Harðarson - 34 landsleikir.
Þróttararnir Guðmundur E. Páls-
son og Leifur Harðarson eru reynd-
ustu leikmenn íslenska landsliðsins í
blaki. Norðurlandamótið hefst í
Kópavogi á fimmtudag, uppstigning-
ardag, klukkan 15.
Guðmundur, sem er 34 ára gamall
og elstur islensku leikmannanna, á
að baki 46 landsleiki. Leifur, sem er
29 ára, hefur leikið 34 landsleiki.
Reyndar hefur enginn Islendingur
leikið eins marga blaklandsleiki og
Guðmundur í þau tólf ár sem liðin
eru frá fyrsta landsleik íslands í þess-
ari íþrótt. Næstur Guðmundi kemur
Gunnar Árnason, með 40 landsleiki,
en Leifur er í þriðja sæti og nær
Gunnari væntanlega um helgina.
Gunnar gaf síðast kost á sér í lands-
lið árið 1983.
Þrír aðrir Þróttarar koma næstir
Guðmundi og Leifi hvað leikreynslu
íslenska liðsins snertir. Þeir Lárents-
ínus Ágústsson og Jón Árnason hafa
hvor leikið fjórtán sinnum með
landsliðinu og Sveinn Hreinsson ell-
efu sinnum.
Þorvarður Sigfússon, ÍS, á að baki
sex landsleiki, Haukur Valtýsson, ÍS,
og Ástvaldur J. Arthúrsson, HSK,
þrjá landsleiki hvor en fjórir leik-
menn leika nú í fyrsta sinn með
landsliðinu, þeir Páll Svansson, ÍS,
Einar Hilmarsson, Þrótti, Stefán Jó-
hannesson, Víkingi, og Kjartan
Busk, HK. -KMU
Guðmundur E. Pálsson - 46 lands-
leikir.