Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Qupperneq 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986. Sviðsl]ós Ólyginn sagði... Hanne Krogh hefur kynnst skini og skúrum í söngvakeppnum Hanne Krogh kom Noregi á topp- inn í söngvakeppni sjónvarps- stöðva í fyrra ásamt stöllu sinni, Elisabeth Andreason. Þá sögu þekkja allir. Hitt vita færri að fyrir 15 árum átti Hanne sinn þátt í að skapa hefðina sem virtist ætla að loöa við Norðmenn til eilífðarnóns. Það ár varð hún í næstneðsta sæti keppninnar. Næstu árin kom það í hlut hins nafhtogaða Jans Teigen að gulltryggja Norðmönnum botn- sætið. Hanne var aðeins 15 ára þegar hún keppti í fyrra sinnið í söngva- keppninni. Hún sigraði í forkeppn- inni heima með miklum glæsibrag. Norðmenn töldu sér vísan sigurinn eins og hent hefur fleiri þjóðir. En vonbrigðin eftir keppnina urðu til þess að Hanne Krogh hætti að syngja og landar hennar hentu eft- irleiðis gaman að öllum söngva- keppnum. f tólf ár söng Hanne hvergi svo til heyrðist á almannafæri og var ákveðin í að syngja aldrei aftur. En fyrir þremur árum var hún búin að jafria sig og sló til þegar Andrea- son bauð henni að syngja á móti sér í Bobbysokks. Þær æfðu af krafti, sigruðu í forkeppni norska sjónvarpsins í fyrra og léku það svo léttilega eftir í sjálfri aðalkeppn- inni. Heiðri Noregs var bjargað og Hanne endurheimti sjálfstraustið. Susan og draumaprinsinn Simon. Draumaprinsinn betri en Kalli Bretaprins Leikkonan Susan, sem á sínum tíma hafa því sest að í Hoílywood, höfuð- var mjög orðuð við Karl Bretaprins, stað kvikmyndanna. Simon þótti hefur nú fundið þann eina sanna. standa sig vel í myndinni Dauðinn á Hann heitir Simon MacCrokindale Níl sem tekin var fyrir nokkrum og er leikari eins og frúin. Susan árum. Síðan þá hefur hann þó engin hefur sagt að eftir að hún hitti Simon almennileg hlutverk fengið en von- þá sjái hún hreint ekki eftir að hafa ast til að frægð konunnar fleyti misst af tækifærinu til að verða honum eitthvað áleiðis á toppinn. drottning Breta. Susan er aftur á móti ekkert hrifin „Hann Simon er miklu betri en af þessu stússi í kvikmyndunum. prinsinn Kalli, jafnvel þótt konungs- Hana langar heim til Englands á ný ríkið ætti að fylgja í kaupbæti," sagði og telur að þau hjónin geti haft næg- Susan í blaðaviðtali stuttu eftir að ar tekjur af eignum ættarinnar. Þar hún kom úr brúðkaupsferðinni til á hún m.a. ágætis hús nærri Wind- Fidjieyja. sorkastala. Susan segist ekkert hafa Simon ætlar sér mikinn frama sem á móti nábýli við drottninguna þótt kvikmyndaleikari. Hjónakomin Kaili sé ekki á lausu lengur. Michael Jackson bauð vinkonu sinni, Liz Taylor, i hádegisverð á einum dýrasta veitingastað i Los Angeies. Þang- að mætti hann með sinn einka- kokk og vistir þvi Mikki ætlar aldeilis ekki að iáta einhverja ókunna kújóna eitra fyrir sér fæð- una. Liz kæröi sig hins vegar kollótta og bað um buff - beint úr eldhúsi hússins. Hún fékk buff- ið umbeðna og allir voru ánægðir í það sinniö. Margrét Danadrottning átti afmæli um daginn og komst ekki hjá því að blása á kerti af- mælistertunnar sem henni er skenkt á ári hverju. Magga neyð- ist til að þjálfa vikum saman fyrir þessa ágætu tradisjón því sífellt verður erfiðara að slökkva á helv.... kertunum. Þau voru sumsé fjörutíu og sex talsins og á staðn- um var ekki nokkur maður til þess að vorkenna drottningunni. Hins vegar eru menn uggandi um móður hennar, Ingrid, sem verður sjötíu og fimm á þessu ári - af- mælistertublástur hennar hátign- ar þann daginn er ennþá óleyst vandamál. Diana prinsessa er lítt hrifin af nýjustu bókinni á breska markaðnum. Hún ber heit- ið Flekklausa familían og fjallar um Kalla prins og konurnar hans fyrir hjónaband. Þar er ákveðið gefið í skyn að prinsinn hafi ekki verið hreinn sveinn fyrir giftingu og íhugar Diana nú að fara í dúndrandi skaðabótamál. Hvort málið verður höfðað á hendur bókaforlaginu vegna skrifanna eða bresku krúnunni vegna vöru- svika er ekki komið fylliiega á hreint ennþá. Marlon Brando vildi gleðja son sinn á afmælis- daginn en átti í vandræðum með að finna huggulega afmælisgjöf. Þrautalendingin var einbýlishús fyrir einar tuttugu milljónir króna. Stórafmæli? Ja, sonarmyndin varð tuttugu og átta ára gamall. „Bylting“ Boy George breytti svip skemmtistaðarins Hver er þessi undurfagra kona? Veit það nokkur? Fyrirgefið, reyndar er þetta hann Boy George, söngvari og forsprakki Menning- arklúbbsins, Culture Club. Hann er ekki alltaf svona vel til hafður, strákurinn, og meðal annars er merkileg sú saga af honum þegar hann kom inn á einn frægan og mjög fínan veitingastað, klæddur aldeilis allt öðruvísi en krafist var af gestum staðarins. Það fór, sem vonlegt var, mikill kliður um sal- inn og fólk vissi ekki hvort það ætti að hlæja eða gráta, sitja eða standa. En Boy George lét sem ekkert væri, pantaði sér mat og tyllti sér. Viti menn og konur! eftir nokkrar vikur hafði staðurinn gjörbreytt um svip og nú mæta þangað engir nema þeir sem vilja vera öðruvísi, enginn í fínum jakkafötum og svo- leiðis. En þeir eru býsna margir sem vilja vera öðruvísi svo að stað- urinn hefur síður en svo tapað á þessari dirfsku, byltingarhneigð, frjálslyndi eða hvað á aftur að kalla það þegar svona er gert, Boy George. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.