Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Síða 32
68*78*58 Hafiz þú ábendingu eða vitn- eskju um frétt - hringdu þá í sima 687858. Fyrir hvert firéttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta firéttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fulirar nafiileyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986. » Þetta er dagsbirtan áá „Það fyrsta sem ég vissi var að Herdís var við hliðina á mér og líka þessi litla dama, Bryndís, sem tók það nærri sér að sjá mig á sjúkra- húsi. Og ég var lengi milli vonar og ótta því það var leppur fyrir augun- um. Þegar stundin rann upp og Ingimundur fjarlægði hann hrópaði ég af hverju hann beindi svona óskaplega sterku ljósi inn í augun á mér. „Þetta er dagsbirtan, Gísli“ - var svarið sem ég fékk.“ Svo sagði Gísli Helgason sem landsþekktur er sem annar bræðr- anna úr Yestmánnaeyjum fiá fyrstu viðbrögðum eftir að reynt var að færa honum betri sjón með aðgerð á Landakotsspítalanum í Reykjavík. Þetta varð einn þeirra uppskurða sem uppfylla björtustu vonir, tókst eins og best verður á kosið. „Ingimundur sagði mér svo að skima út í veröldina og mér fannst það stórkostleg upplifun. Litaskynið var þó brenglað, allt svart var blátt og hvítir litir bláleitir. Og fyrst þeg- ar Herdís konan mín kom í heimsókn til mín eftir að tekið var fiá augun- um var hárið á henni heiðblátt og. augun skærgræn. En þetta er farið að jafna sig núna.“ Tregur í aðgerðina „Ég hef verið sjóndapur frá því að ég var krakki, sá þó skímu með öðru auganu, einkum ef hlutir voru bom- ir alveg að augunum. Þá gat ég greint sundur liti og vissi mun á nóttu og degi. En þessi litla sjón fannst mér vera að hverfa með árun- um og ég var búinn að sætta mig við það. Úlfar Þórðarson augnlæknir hafði með mig að gera og þegar leysigeislatæknin kom til vildi hann reyna að stækka ljósop augans. En ég var tregur til því ef ég missti skím- una á því eina auga sem ég hafði væri verr af stað farið en heima setið. En Úlfar vísaði mér á Ingimund Gíslason augnlækni á Landakoti. Hann skaut geislum inn í augað til þess að stækka ljósopið og sagði síð- an að það væri freistandi að gera aðgerð til þess að nema buitu kögg- ul sem hindraði ljósstreymið inn í augað. Eg var mjög ragur og hann sagðist ekki geta lofað mér neinni bót, en myndi þó ráðleggja öllum sínum ættingjum að taka áhættuna ef þeir þyrftu á slíkri aðgerð að halda. Ákvörðun tók ég í janúar og sam- fara því mikinn kvíða. Á sunnudeg- inum 27. apríl fór ég síðan á Landakot og aðgerðin var gerð á mánudeginum. Ég var svo kvíðinn að kæruleysissprautan sem ég fékk hafði engin áhrif. Litaskynið gaf vonir Sjónin breyth ansi miklu, ég get frekar farið um bæinn en áður var. Hún ætti með réttum hjálpargler- augum að verða tíu prósent sem þýðir að ég sé í sex metra fjarlægð það semfullsjáandisérí sextíu metra fjarlægð. Þessi aðgerð gefúr miklar vonir þótt ég geri mér grein fyrir að allt geti gerst. Fyrst hélt ég að allt litaskynið mitt væri kolruglað en svo var mér sagt að það myndi batna þegar frá liði. Það var reyndar það litla lita- skyn sem ég hafði sem gaf læknum svo mikla von um að aðgerðin gæti heppnast. Núna greini ég ekki and- litsdrætti en þó heildarlínur og get lesið mjög stórt letur. Og ég er eins og moldvarpa, þoli illa dagsbirtuna utan dyra en það á eftir að lagast líka.“ -baj i f t i i Bessastaðahreppur: Sérframboð sjátfstæðis- manna Það er að verða tískufyrirbæri að 1 ef smáágreiningur kemur upp þá er komið fram með sérframboð. Þetta er félagslegur vanþroski," sagði Jóhann Jóhannsson, einn þeirra sem skipa lista sjálfstæðismanna í Bessastaða- hreppi við væntanlegar sveitarstjóm- arkosningar. Listi sjálfstæðismanna í hreppnum klofnaði í gær eftir að ágreiningur kom upp um skipan hans. Einar Ólafs- son, sem hafhaði í sjötta sætinu við prófkjör fyrr í vor, neitaði að taka sæti á listanum og leggur fram sérlista í dag. Einar sagði í samtali við DV að ágreininginn mætti aðallega rekja til deilna um byggingu íþróttahúss. Þó sagði hann að fleira kæmi til en vildi ekki ræða það nánar. r Erla Jónsdóttir, formaður Sjálfstæð- isfélags Bessastaðahrepps, sagði að hér væri ekki um klofning að ræða - aðeins óánægju eins manns með nið- urstöðu prófkjörs. Erla bjóst þó við „að fleiri sjálfstæðismenn fylgdu Ein- ari í sérframboðið". -GK Geriö verösamanburö og pantiö ur Matur..matur..matur.. Ef einhver verður lystarlaus á föstudaginn má reyna að örva bragðlaukana með því að reka nefið inn i Laugardals- höll. Þar hefst þá sýningin Matarlist 86, sem nemendafélag Hótel- og veitingaskólans stendur fyrir. Höllin verður undhlögð af mat og aftur mat. Á myndinni er verið að reisa kúluhús og stafnhús, sem líklegast verða einhvers konar vertshús. DV-mynd GVA. Ævintýri í Hafnarfirði: Læstist inni í hraðbanka Hafnfirðingur einn, er ætlaði að notfæra sér þjónustu hraðbanka Út- vegsbankans í heimabæ sínum, fékk ekki mjög hraða afgreiðslu. Hann læstist inni í hraðbankanum og varð að dúsa þar í hálfa klukkustund með aurana sína. „Það var hringt í okkur klukkan 13.50 á sunnudaginn og okkur tilkynnt að maður væri læstur inni í anddyri Útvegsbankans. Við fórum á staðinn og hleyptum honum út,“ sagði varð- stjóri hjá lögreglunni í Hafharfirði í samtali við DV. „Manninum var farin að leiðast biðin.“ Til að komast inn í hraðbankann í Hafharfirði þarf sérstakt kort. Maður- inn fór að öllum leiðbeiningum en þegar hann ætlaði út stóð allt fast. Telur lögreglan að læsingin hafi verið eyðilögð. „Nei, maðurinn var aldrei í lífe- hættu," sagði Sólveig Brynja Grétars- dóttir, útibústjóri Útvegsbankans í Hafnarfirði. -EIR Hraðfiystihús Keflavíkur: Hnúturinn leystur "i SJmh 52866 LOKI Lok lok og læs - með hraði! Veðrið á morgun: Lrtil breyt- ing á veðri Á morgun verður áfram austan- eða suðaustan átt ríkjandi. á Aust- ur- og Suðausturlandi verður skýjað og rigning en víðast bjart í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 2-4 stig norðan til á landinu, en nokkuð hærri, eða 4-7 stig sunnanlands. -S.Konn. „Við erum ekki að loka. Stærsti hnúturinn var leystur í gær. Við getum borgað 12-13 milljóna króna orlofsfé eftir að við fengum frest á afborgun á láni hjá Landsbankanum í gær,“ sagði Gunnar Sveinsson, formaður stjómar Hraðfrystihúss Keflavíkur hf., í morg- un. Lokun þessa eina frystihú.ss sem eft- ir er í Keflavík heftu- verið yfirvofandi. Jafnframt stöðvun og sala togaranna Bergvíkur og Aðalvíkur. Hjá fyrirtæk- inu vinna um 150 manns. Kaupfélag Suðumesja á 55-60% í því, SIS af- ganginn. Heildarskuldir em um 300 milljónir. „Þetta em ekki miklar skuldir miðað við stöðu margra hliðstæðra fyrir- tækja. Á móti em vemlegar eignir, svo sem togaramir sem em 12 og 14 ára, annar spænskur, hinn norskur. Lausa- fjárstaðan hefur hins vegar verið mjög erfið," segir Gunnar Sveinsson. „Við höfum eins og annar rekstur þurft að bera gífurlegan fjármagns- kostnað á undanfömum áruni. Lausafjárstaðan hefur því farið sí- versnandi. Þess vegna þurfum við að fá lánum breytt í viðráðanlegt horf. Það er sá vandi sem er óleystur," seg- ir stjómarformaður Hraðfrystihúss Keflavíkur hf. -HERB i i i i i i i i t t i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.