Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Síða 2
2
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Þjóðskrármálið:
Krefja stjómvöld
Hagstofuna skýringa?
DV-mynd PK.
Skiptar skoðanir um ágæti fyrir-
hugaðra breytinga Hagstofunnar á
nafnnúmerakerfi landsmanna hafa
verið til umfjöllunar í DV að undan-
fömu. Annarsvegar em þeir sem
„taka ofan hattinn fyrir Hagstof-
unni“ og hinsvegar hinir sem benda
á að breytingin kosti þjóðarbúið
hundruðir milljóna króna þegar ein-
fold lausn á þessu máli sé til sem
kosti ekkert.
Allir em sammála um að núver-
andi nafnnúmerakerfi hafi gengið
sér til húðar og það verði að afnema
það en menn greinir á um leiðir.
Hagstofustjóri hefur ákveðið að
nafhnúmerakerfinu verði breytt
þannig að tekið verði upp svokallað
auðkennisnúmer og í febrúar s.l.
sendi hann frá sér ítarlega tilkynn-
ingu um þessa breytingu. Raunar
hafði þessi breyting verið lengur í
aðsigi og því átti hún ekki að koma
neinum á óvart. Gagnrýnendumir
benda svo aftur á að einfóld lausn á
vandanum sé að afhema tengsl nafh-
númersins og stafrófsins, gefa
hverjum einstaklingi sitt nanfnúmer
við fæðingu og hann haldi því svo
óbreytt, óháð nafnbreytingum.
Einn viðmælenda blaðsins kallaði
gagnrýni þá sem blossað hefúr upp
nú lítið annað en storm í vatnsglasi
en í síðustu frétt DV af málinu er
það haft eftir forsætisráðherra að
séu þær upplýsingar réttar sem hann
hefiír fengið af málinu muni stjóm-
völd vafalaust leita skýringa á þeim
hjá Hagstofúnni.
Nafnnúmeriö
Eins og fyrr segir hefur núverandi
nafnnúmerakerfi gengið sér til húð-
ar og svo er komið málum að ekki
er lengur hægt að gefa út númer
samkvæmt því. Ennfremur er um að
ræða ýmsan rugling í því sem ýmsir
telja að Hagstofan ætti fremur að
einbeita sér við að lagfæra fremur
en standa í breytingum. Frægt dæmi
um mgling sem komið hefúr upp í
núverandi kerfi er maðurinn sem
labbaði inn á þjóðskránna með 16
dóma á bakinu og labbaði þaðan út
aftur eins og nýskúraður engill með
nýju nafnnúmeri.
Annað dæmi benti dr. Pétur
Blöndal, formaður Landsambands
lífeyrissjóðanna okkur á en þar var
um að ræða konu, Guðrúnu, sem
fékk nýtt nafnnúmer er hún tók upp
ættamafn mannsins síns. Þau skildu
og vildi Guðrún þá fá aftur sitt fyrra
númer en því hafði þá verið úthlutað
alnöfhu hennar. Guðrún fékk svo
sitt þriðja númer á lífsleiðinni en er
nafha hennar fór að athuga með líf-
eyrisréttindi sín fékk hún að vita að
Þjóðskránni flett.
hún ætti 20 ára réttindi inni þó hún
hefði vart náð þeim aldri sjálf.
Sem fyrr greinir era nafhnúmer
nú tengd stafrófinu og þannig nafhi
viðkomandi persónu. Hvað þetta at-
riði varðar þá sagði Bjami G.
Ólafsson forstöðu- maður vinnslu-
deildar Reiknistofú bankanna að
„við teljum það kost að einhver
tengsl séu á milli númers og númers-
hafa til að koma í veg fyrir að
ávísanafals tröllríði öllu keifinu“ ■
Auðkennisnúmer
Hið nýja númer sem taka á upp um
næstu áramót er tíu stafa, fyrstu sex
stafimir era fæðingardagur og ár
viðkomandi en síðan kemur fæðing-
amúmer hans og tíundi stafunnn
táknar svo öldina sem viðkomandi
er feeddur á.
Hvað varðar númerið sjálft benda
gagnrýnendur á að það sé tveimur
stöfúm lengra en núverandi númer
og því eykur það vinnu við innslátt
um 25%. Þessi aukning heldur sér
um ókomin ár.
Annað atriði er að því lengra sem
númerið er því meiri hætta er á vill-
um við vinnslu þess. Þannig sagði
Fréttaljós
Friðrik Indriðason
Ragnar Pálsson forstöðumaður
tölvudeildar Sambandsins að „þessi
breyting kemur sér illa við tölvu-
deildina því í skrám hennar eru nú
nafhnúmer auk tveggja stafa ein-
kennistölu sökum deildarskiptingar
fyrirtækisins. Ef tíu stafa tala kemur
í stað nafn- númersins verða þetta
tólf stafir í skrám okkar sem er allt-
of löng tala sökum hættu á villum“
Annað atriði sem bent er á í sam-
bandi við hið nýja auðkennisnúmer
er að fyrstu sex stafimir í því gefa
vissar persónulegar upplýsingar um
handhafa númersins, þ.e. aldur hans.
Stangast á við tölvulög
Á fundi sem Skýrslutæknifélag Is-
lands og Verslunarrað efndu til
vegna þessa máls kom meðal annars
fram að fyrirhuguð breyting stang-
aðist á við nýsett tölvulög eða lög
um persónubundna skráningu upp-
lýsinga þar sem númerið gæfi upp
aldur viðkomandi.
I niðurstöðum af umræðum af
fundinum segir: „Hæpið er að þvinga
fólk til að gefa upplýsingar um fæð-
ingardag og ár sérstaklega með
hliðsjón af nýsamþykktum tölvulög-
um. Viðbúið er að þessi ákvæði
tölvulaganna verði þrengd frekar en
rýmkuð í framtíðinni. “
Sturla Þengilsson deildarstjóri
tölvudeildar Sjóvá, sem einna harð-
ast hefur beitt sér í gagnrýni á
þjóðskrárbreytinguna tók sem dæmi
hvað þetta atriði varðaði að karlar
á aldrinum 30-40 ára hefðu að meðal-
tali þrenns konar tryggingar. Sjóvá
gæti tekið úrtak úr þessum hóp og
séð hverjir mannana hefðu ekki eina
eða fleiri þessara trygginga og notað
úrtakið svo í söluherferð „Þetta er
ólöglegt nú en hæpið að segja þetta
ólöglegt eftir breytinguna. Það besta
við nafhnúmerakerfið er að það gef-
ur engar persónulegar upplýsingar. “
Mikil kostnaður
Eins og fyrr segir er bent á að fyrir-
huguð breyting muni kosta þjóðar-
búið nokkur hundrað milljónir.
Þessi kostnaður liggur í að breyta
þarf öllum tölvukerfúm landsins
meir og minna, setja í þau hið nýja
númer í stað hins gamla. DV hefúr
birt nokkrar tölur um kostnað ein-
stakra fyrirtækja og stofnanna
vegna breytinga. Sem dæmi má
nefha að hjá Sjóvá er þessi kostnað-
ur á bilinu 1-3 milljónir króna, hjá
Hagstofúnni sjálfri svo og Skýrslu-
vélum ríkisins liggur þessi kostnað-
ur á bilinu 15-30 milljónir kr. og hjá
Sambandinu er kostnaðurinn áætl-
aður 2,5-4 milljónir kr. Þetta eru
aðeins fjórir aðilar af hundraðum
sem þurfa að breyta tölvukerfúm
sínum. Það er tiltölulega stutt síðan
að fyrirtæki og stofnanir tóku að
nota tölvur almennt í rekstri sínum
en um þetta atriði sagði dr. Pétur
Blöndal. „Þessi ákvörðun Hagstof-
unnar hefúr í fór með sér töluvert
miklar breytingar á tölvukerfum
landsins einmitt á þeim tíma sem
menn hafa nóg annað að gera við
að byggja kerfin upp. Breytingin
mun tefja það starí. “
Minni gagnrýni
DV hefur ítrekað reynt að ná tali
af hagstofústjóra undanfama daga
vegna þessa máls en án árangurs.
Ingimar Jónasson deildarstjóri
Þjóðskrárinnar sagði hinsvegar í
samtali við blaðið að gagnrýni sú
sem komið hefði fram væri minni en
þeir bjuggust við og þeir hefðu síðin-
en svo nokkuð á móti umræðum um
málið. „Þessi breyting var tilkynnt
með það miklum fyrirvara að fyrir-
tæki og aðrir aðilar sem nota
tölvukerfi hafa haft tímann fyrir sér.
Við áttum alltaf von á að ákvörðun-
in yrði gagnrýnd. “
Hvað varðaði það atriði að hægt
hefði verið að finna lausn á vandan-
um sem kostaði ekkert sagði Ingimar
að margir möguleikar hefðu verið
athugaðir en þetta kerfi sem varð
ofaná er hið sama og notað er á hin-
um Norðurlöndunum og reynst þar
vel. -FRI
Aðeins búið að selja Flugvél
® fank
10-15% af skreiðinni a hv»if
- srtjum uppi með um 8 þúsund tonn
„Það er búið að selja um 20-30 þús-
und pakka af skreið og 80-90 þúsund
pakka af hausum það sem af er ár-
inu,“ sagði Bjami V. Magnússon,
framkvæmdastjóri Sameinaðra fram-
leiðenda.
Það er því aðeins búið að selja um
10-15% af þeirri skreið sem var í
landinu. Heildarmagnið var um 200
þúsund pakkar, eða um 9 þúsund tonn.
Ennþá sitjum við uppi með í kringum
8 þúsund tonn af skreíð og einnig
mikið af hausum.
Fáum hefúr tekist að selja skreiðina
til Nígeríu, Samlag skreiðarframleið-
enda, sjávarafurðadeild Sambandsins
og Sameinaðir framleiðendur era þeir
sem staðið hafa að sölu á þessum 20-
30 þúsund pökkum sem selst hafa.
Margir hafa þó gert ítrekaðar tilraun-
ir til sölu.
„Mest af því sem selst hefúr á árinu
fór til Nígeríu í maí, eða 17 þúsund
pakkar. Við erum með mörg jám í
eldinum núna, þrýstum á að Nígeríu-
menn kaupi og eigum von á svörum
bráðlega um umtalsverða sölu,“ sagði
Bjami.
Innflutningsleyfi á skreið í Nígeríu
rennur út í lok júní þannig að söluaðil-
ar verða að hafa hraðan á.
„Ef ekki næst samkomulag um sölu
verðum við að vona að innflutnings-
leyfið verði framlengt í Nígeríu. Það
sem gerir okkur erfitt fyrir er að Ní-
geríumenn hafa ekki gjaldeyrisleyfi
fyrir skreiðinni þótt þeir hafi innflutn-
ingsleyfið," sagði Bjami.
- En ef innflutningsleyfið verður ekki
framlengt og þið fáið neikvætt svar
um söluna verður þá þessum 8 þúsund
tonnum af skreið sem eftir era hent?
„Ég vil benda á að það er hægt að
geyma vel þurrkaða skreið í góðum
geymslum í mörg ár. En það kostar
auðvitað heilmikla peninga," sagði
Bjami.
-KB
Flugvél í eigu Mýflugs fauk á hvolf
á Reykjahlíðarflugvel 1 i í fyrradag.
Vélin, 1F MYY, sem er af gerðinni
Cessna 172 M, fjögurra sæta, er talin
ónýt. Það var ekki mjög slæmt veður
þegar óhappið varð.
Þetta er mikið tjón fyrir Mýflug
þar sem nota átti flugvélina í útsýn-
isflug í sumar. Þá var flugvélin
notuð í kennsluflug.
Ómar Ragnarsson átti flugvélina
áður.
-sos