Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Page 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Útlönd
Utlönd
Olga hefur aukist í Suður-Afriku að undanfömu vegna innrásar Suður-Afríkuhers í þrjú nágrannaríki fyrir skömmu.
Á myndinni stendur hvitur hermaður vörð á meðal þriggja kvenna i almenningsvagni í Jóhannesarborg.
Botha hótar
frekari árásum
P.W.Botha, forseti Suður-Afríku,
vísaði í gær harðlega á bug allri
gagnrýni umheimsins á árásir hers
Suður-Afríku inn íyrir landamæri
þriggja nágrannaríkja fyrir skömmu.
Forsetinn varaði ennfremur við
áframhaldandi árásum Suður-Afr-
íkumanna og sagði að ríkisstjóm sín
myndi ekki hika við að endurtaka
árásimar ef hún teldi að það yrði
að einhverju gagni í baráttunni við
skæruliða afríska þjóðarráðsins.
„Ef nauðsyn krefur munum við
endurtaka árásimar," sagði forset-
inn í harðorðri ræðu á suður-afríska
þinginu í gær. „Svo lengi sem ég
verð forseti landsins og hagur þjóð-
arinnar í veði verður slíkum aðgerð-
um haldið áfram,“ sagði forsetinn.
Stjómvöld i Pretóríu undirstrik-
uðu það enn frekar í gærkvöldi að
markmið árásanna hefði fyrst og
fremst verið að lama stöðvar afríska
þjóðarráðsins í ríkjunum þrem og
hefta starfsemi skæruliða þeirra.
P.W.Botha sagði ennfremur að
Suður-Afríkumenn létu sér ekki
bregða við gagnrýni erlendis frá og
fullyrti að ef þjóðin stæði sameinuð
myndi henni auðveldlega takast að
knésetja skæmliða afríska þjóðar-
ráðsins.
Oliver Tambo, forseti afríska þjóð-
arráðsins, skoraði í gær á blökku-
menn í Suður-Afríku að kynda undir
sundmng þá er þegar ríkir í landinu
og ráðlagði hann þeim meðal annars
að borga hvorki opinber gjöld né
leigu.
Boðskap Tambo var útvarpað frá
útvarpsstöð þjóðarráðsins í Zambíu.
Skoraði Tambo á blökkumenn að
halda upp á tíu ára afinæli aukins
andófs í Suður-Afríku í næsta mán-
uði með allsheijarverkfalli i „vold-
ugustu aðgerð alþýðu Suður-Afríku
gegn hvítu kúgurunum," sagði Oli-
ver Tambo í útvarpsáskomn sinni.
Átta bíða bana í skot-
bardaga lögreglu og bófa
Átta manns biðu bana í skotbardaga
milli lögreglu og ræningja í Tianjin í
Kína í síðasta mánuði, að því er haft
er eftir kvöldfréttablaðinu í borginni.
Blaðið segir að þrír ræningjar hafi
flúið til fialla eftir að hafa skotið til
bana tvo lögreglumenn er til átaka
kom milli þeirra og lögreglunnar þann
23. apríl.
Þrír vegfarendur biðu bana og einn
byssumaður varð fyrir skoti. Lög-
reglusveitir, sem eltu ræningjana upp
til fjalla, fundu lík eins þeirra og skutu
á hina tvo.
UT ANK J ÖRSTAÐ ASKRIFSTOF A
S JÁLFSTÆÐISFT .OKKSINS
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð. Símar: 688322 og 688953
Upplýsingar um kjörskrá o.fl.
Sjálfstæðisfólk, vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima
á kjördegi, 31. maí nk.
KOSNINGAGETRAUN DV
Personufylgi
Lubbers skóp
sigurinn
Hollenska stjómin vann góðan sigur
í þingkosningunum í gær. Þrátt fyrir
að henni væri spáð ósigri í skoðana-
könnunum hélt hún 12 sæta meiri-
hluta á þingi. Þessi úrslit em talin
mikill persónulegur sigur fyrir Ruud
Lubbers forsætisráðherra.
Aðalmál kosninganna vom kjam-
orkumál. Hollenska stjómin hafði
samþykkt að 48 Cmise-eldflaugum
yrði komið fyrir í landinu 1988. Fyrir
nokkrum mánuðum var allt á suðu-
punkti í Hollandi út af þessu máli en
fyrir kosningamar virtist sem baráttu-
hitinn hefði minnkað mjög. Eftir slysið
í Chemobyl leit út fyrir að stjómin
myndi ekki halda velli en þrátt fyrir
óhagstæðar skoðanakannanir hélt
stjómin meirihluta sínum og flokkur
Lubbers, kristilegir demókratar, bætti
við sig 9 þingsætum og er orðinn
stærsti stjómmálaflokkur Hollands
með 54 þingmenn.
Hinn stjómarflokkurinn, Frjálslyndi
flokkurinn, tapaði 9 þingsætum. Mörg
hneykslismál hafa valdið hcnum tjóni
á valdatíma ríkisstjórnarinnar. Leið-
togi flokksins, Ed Nijpels, spáði því í
gærkvöldi að stjómarflokkamir
myndu koma sér saman um áfram-
haldandi stjómarsamstarf innan fimm
vikna, sem ekki þykir langur tími í
Hollandi.
Helsti stjómarandstöðuflokkurinn,
Verkamannaflokkurinn, bætti við sig
Ruud Lubbers, leiðtogi kristilegra
demókrata, er ótvíræður sigurvegari
hollensku þingkosninganna í gær.
5 þingsætum og hefúr nú 52 menn á
þingi. Leiðtogi hans, Joop den Uyl,
lýsti í gærkvöldi þeirri von sinni að
samstarf mætti takast með Verka-
mannaflokknum og kristilegum
demókrötum en stjómmálaskýrendur
telja það nær útilokað.
Urslit kosninganna em mikið áfall
fyrir Kommúnistaflokkinn, sem hafði
þrjá menn á þingi en missti þá alla.
Miðflokkurinn, sem er talinn lengst
til hægri í hollenskum stjómmálum,
hafði einn mann en missti hann.
Samba varð að döprum blús. Gifurlegt magn af msli þakti göturnar eftir
kamivalið.
Samba varð
að blús
Ofurölvun og slagsmál á kamivali
Haukur Lárus Hauksson, Kaup-
mannahöfn:
Glerbrot, ofurölvun, slagsmál og
heljarinnar hlandlykt úr öllum hom-
um settu svip sinn á 5. kamivalið sem
haldið var í Kaupmannahöfh um helg-
ina.
í allt voru 40 manns handteknir,
meira en 400 vom fluttir á slysavarð-
stofu og setja þurfti um 300 fermetra
af gleri í glugga verslana og banka
við Strikið.
ramma utan um dansandi manneskj-
ur, í alla vega framandi búningum,
sem lifðu sig fullkomlega inn í samba-
taktana.
Vom allir sammála um að byrjunin
á þessu kamivali hefði verið sú versta
hingað til en um ein milljón manna
var í miðbænum þegar mest var.
Talsmaður kamivalsnefhdarinnar
var óhress og sagði allt of marga hafa
drukkið sig ofurölvi auk þess sem
sjálft kamivalið hefði dmkknað í
óvirkum áhorfendum.
- ffórir glæsilegir ferðavinningar í boði
Munið að skilafrestur
er til þriðjudagskvöld 27. maí.
- TAKIÐ ÞÁTT -
Uppreisnarástand
Var ástandið verst aðfaranótt hvíta-
sunnudags en þá var hálfgert upp-
reisnarástand við torg eitt á Strikinu,
þar sem nær allar rúður vom brotnar
og verslanir rændar. Kalla þurfti á
lögreglu með hjálma og skildi til að
dreifa mannskapnum.
Byrjunin verst
Ástandið var þó mun skárra á hvíta-
sunnudag og á annan í hvítasunnu,
var þá eins og óeirðaseggimir hefðu
fengið nóg og haldið sig heima. Þó
vom mjög margir er aðeins vom
komnir til að horfa á og drekka sig
fulla bg mynduðu frekar léiðírilégan
Hertar reglur?
Lögreglustjórmn í Kaupmannahöfh
sagði að hegðun fólksins ætti h'tt skylt
við kamival og að ofbeldið hefði verið
svarti bletturinn í ár.
Fulltrúar borgaryfirvalda, lögreglu
og kamivalsnefndarinnar hittast í vi-
kunni til að ræða ástandið. Verður þá
tekin ákvörðun um hvort setja eigi
ákveðnar reglur varðandi kamivalið
eða hvort sleppa eigi að halda það
fymt um sinn.
Árósabúar héldu einnig kamival um
helgina og fór það í flesta staði mjög
,vel fram. Var ölvun og ofbeldi ekki
iheíra" en vanalega við slík tækifæri.