Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Page 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Persaflóastríð irans og íraks hefur nú staðið í fimm og hálft ár og hefur vígstaðan litið breyst á þessum tima þrátt
fyrir gífuriegt mannfall á báða bóga. Sérfræðingar alþjóða herfræðistofnunarinnar i London telja litlar likur á friðar-
samningum ríkjanna og spá áframhaldandi blóðbaði
Persaflóa-
stríðið í hnút
Sérfræðingar spá áframhaldandi átökum írana og íraka
Blóðugt Persaflóastríð nágranna-
ríkjanna írans og íraks hefiir nú
staðið í fimm og hálft ár.
Þrátt íyrir óhemjumannfall á báða
bóga og stórvægilegan stríðsrekstur
með fullkomnustu vopnum hefur
vígstaða styrjaldaraðila lítið breyst
frá því vopnaviðskiptin hófust.
Efnahagskreppa
Hemaðarsérfræðingar telja hverf-
andi líkur á hemaðarsigri annars
aðilans og segja að valdamenn
beggja ríkjanna leiti nú logandi ljósi
að leið til að losna úr átökunum, án
þess þó að missa andlitið.
I kjölfar olíuverðfallsins eiga bæði
íran og írak nú við vaxandi efha-
hagsvandamál að etja og telja
herfræðingar að þau megni ekki
miklu lengur að standa í slíkum
stríðsleik, með öllum þeim efnahags-
og mannfómum er því fylgir.
Erlendir stjómarerindrekar í
Bagdad telja breytta herfræði íraska
herráðsins að undanfomu dæmi um
að íraksstjóm vilji nú ganga að
samningaborðinu og semja um var-
anlegan frið við Khomeini og
klerkavaldið f íran.
Landvinningar
Her íraks hefur síðustu vikur hafið
hverja stórsóknina á fætur annarri
inn fyrir landamæri Irans í þeim
ásetningi einum, að því er virðist,
að hertaka sem mest af írönsku
landi.
Telja hemaðarsérfræðingar það
hluta af áætlunum íraka um frið að
vilja með þessu herfangi sínu knýja
írana til að leggja niður vopn og
semja um vopnahlé .
Klerkamir í Teheran hafa fram að
þessu tekið illa í öll teikn íraka um
friðarsamninga og hafa oftar en einu
sinni lýst því yfir og heitið írönsku
þjóðinni því að þeir leggi ekki niður
vopn fyrr en fullnaðarsigur er unn-
inn og tekist hefur að koma Saddam
Hussein Iraksforseta og Baath ríkis-
stjómarflokki hans frá völdum.
Stjóm íraks hefur aftur á móti,
leynt og ljóst, lýst sig reiðubúna til
óbeinna samningaviðræðna við ír-
ana, og þá á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna eða fyrir atbeina þriðja
ríkis.
íraskir hernaðarsigrar
Að sögn talsmanna írakshers hef-
ur írökum orðið vel ágengt með
nýja herfræði sína að undanfömu
og á að hafa tekist að hemema yfir
370 ferkílómetra af írönsku landi á
síðustu tveim mánuðum.
þar á meðal írönsku landamæra-
borgina Mehran, auk fimm smærri
bæja og fjögurra hemaðarlega mik-
ilvægra fjallavíga íranska hersins
við landamæri.
Hershöfðingjamir í Bagdad segjast
ekki yfirgefa hemumda svæðið fyrr
en tekist hafi að semja við Teheran-
stjóm um skilyrðislaust afturhvarf
Umsjón:
Ólafur Arnarson
og
Hannes Heimisson
herafla beggja ríkjanna til landamæ-
ranna eins og þau vom áður en átök
bmtust út.
Irakar hafa einnig hert árásir sínar
á skotmörk langt fyrir innan landa-
mæri Irans, þar með talið harðar
loftárásir á höfuðborgina Teheran,
auk olíuhreinsunarstöðva við Is-
fahan.
Minni spámenn vilja frið
Vestrænir fréttaskýrendur í Te-
heran segja að töluverðan friðarvilja
megi finna á meðal áhrifaminni spá-
manna innan valdakjama íslömsku
byltingarmannanna í Teheran, en á
meðan Khomeini æðstiklerkur hefur
tögl og hagldir, þori enginn að
minnast á friðarsamninga við
Saddad erkióvin.
Alþjóða herfræðistofnunin í Lond-
on birti nýverið álitsgerð nokkurra
sérfræðinga um stöðu Persaflóa-
stríðsins og líklegustu þróun þess á
næstu misserum.
Áframhaldandi blóðbað
Telja sérfræðingar stofiiunarinnar
litla möguleika á friðarviðræðum
stríðsaðila fyrir tilstuðlan þriðja að-
ila og segja að stríðsátök séu komin
í hnút er allar líkur bendi til að rakni
ekki á næstunni.
„Iranir vilja enga samninga, en
geta ekki á sama tíma sett fram ein-
hliða uppgjafarskilmála gagnvart
írökum. A meðan vilja írakar frið-
mælast en geta með engu móti
gengið að afarkostum írana,“ segja
sérfræðingar alþjóða herfræðistofii-
unarinnar í London, og spá áfram-
haldandi blóðbaði við Persaflóa.
Uppgangur
lýðræðis í
Suður-Ameríku
Paraguay og Chile voru áður fyrr
hluti af öflugum hópi ríkja sem voru
undir herforingjastjóm. Náði þetta
allt frá syðsta odda Argentínu norður
til regnskóga Brasilíu.
Nú er hins vegar svo komið að þessi
tvö ríki eru undantekning frá regl-
unni. Ofbeldi og öflug stjómarand-
staða í Paraguay, þar sem Alfredo
Strössner ræður ríkjum, og Chile, þar
sem Augusto Pinochet fer með völd,
hefur komið af stað vangaveltum um
framtíð þessara tveggja síðustu
hreiðra herforingja í Suður-Ameríku.
Sigurganga lýðræðis
A síðasta ári kusu íbúar Guatemala
sér forseta úr röðum óbreyttra borg-
ara, Vinicio Cerezo, og lauk þar með
áratuga langri nær óslitinni herfor-
ingjastjóm í landinu. Cerezo er síðast-
ur í langri röð óbreyttra borgara sem
leyst hafa herforingja af hólmi í Suð-
ur-Ameríku á síðasta áratug.
I upphafi áttunda áratugarins vom
einungis 10 Suður-Ameríkuríki undir
lýðræðislegri stjóm. Nú em þau orðin
25 og 90% þeirra 400 milljóna, sem
byggja álfuna, búa við lýðræðislega
stjóm.
Tahð er að hin geysimikla sigur-
ganga lýðræðis í nágrannaríkjum hafi
orðið þess valdandi að stjómarand-
stöðuöflum í Paraguay og Chile hafi
vaxið mjög fiskur um hrygg.
En þrátt fyrir vaxandi andstöðu
heima fyrir og mikinn þrýsting utan
að, aðallega frá Bandaríkjastjóm,
virðast Strössner og Pinochet stað-
ráðnir í að halda í völdin, hvað sem
það kostar, ólíkt Ferdinand Marcos á
Filippseyjum og Jean Claude Duvalier
á Haiti.
Gamlir bandamenn
Marcos og Duvalier lögðu niður
völd eftir að Bandaríkjastjóm, sem
eitt sinn studdi þá báða, gerði það ljóst
að hún myndi ekki styðja við bakið á
þeim í þeirri innanlandsólgu sem upp
var komin.
--„Það em greinilegar hliðstæður
milli þeirra tveggja sem eftir em og
þeirra tveggja sem em famir frá,“ var
nýlega haft eftir bandarískum embætt-
ismanni. Má þar merkja greinilega
breytingu á afstöðu Bandaríkjastjóm-
ar, en þar til nýlega hafa bandarísk
stjómvöld litið á Pinochet og Strössn-
er í hópi traustustu og öflugustu
bandamanna i baráttunni gegn út-
breiðslu kommúnisma í heiminum.
Stjómmálalegur og efhahagslegur
þrýstingur Bandaríkjamanna vó
þungt á metaskálunum er Pinochet
komst til valda eftir herforingjabylt-
ingu gegn Salvador Allende 1973.
Stefnubreyting Bandarikja-
manna
Á sjötta og sjöunda áratugnum
veittu Bandaríkjamenn Paraguay
hemaðaraðstoð, sem gerði Strössner
mögulegt að tryggja sig í sessi, og
hefur hann nú verið við völd lengur
en nokkur annar þjóðarleiðtogi í
heimi fyrir utan Kim II Sung í Norð-
ur-Kóreu.
Sérfræðingar í málefhum Suður-
Ameríku telja að þegar til lengri tíma
er litið muni þiýstingur Bandaríkja-
stjómar hafa meiri áhrif á stjómendur
Chile og Paraguay heldur en verkföll
og mótmæli, sem ætíð em brotin aftur
með hervaldi.
I marsmánuði greiddu Bandaríkin
atkvæði með ályktun er gagnrýndi
stjómvöld í Chile fyrir mannréttinda-
brot. Bandaríkin hafa hingað til ávallt
greitt atkvæði gegn ályktunum sem
beinast gegn stjóm Pinochet.
I Paraguay hafa stjómvöld ásakað
bandaríska sendiherrann um að hlut-
ast í innanríkismál vegna þess að hann
átti fyrir skömmu viðræður við full-
trúa stjómarandstöðunnar. Eins og í
málefhum Chile er hér um kúvendingu
hjá Bandaríkjastjóm að ræða.
Þrjóska gamlingjanna
Undanfarið hefur borist út orðrómur
um að Strössner sé orðinn heilsuveill
og íhugi að láta af völdum. Talsmaður
Strössners kallaði fréttir um slæma
heilsu hans „erlent svinarí". Strössner
sagði sjálfur í yfirlýsingu að hann
væri við góða heilsu og ef hann hlyti
„útnefhingu til forsetaframboðs"
myndi hann sækjast eftir áframhald-
andi setu í embætti.
Viðbrögð Pinochets við gagnrýni
em mjög á sama veg. Hann vísar til
stjómarskrár sem kveður á um að
hann megi sitja í embætti til ársins
1989 er komið skuli á lýðræði. Segir
hann að enginn erlendur aðili, hversu
öflugur sem hann er, geti þröngvað
vilja sínum upp á Chilebúa.
Hann virðist jafnákveðinn og
Strössner i að sitja áfram við völd. og
er stjómarandstaðan lýsti því yfir að
hann skorti þrek til að leiða landið í
átt að 21. öldinni birtist hann í sjón-
varpi á 70. afmælisdegi sínum klæddur
í æfingagalla, gerði æfingar með lóð
og gerði armbeygjur.
Mikil óiga ríkir nú f Chile og eru gúmmikylfur og táragas helstu stjómtækin
þar þessa dagana. Pinochet hertoringi, sem hér greiðir atkvæði, hefur lofað
almennum kosningum árið 1990.