Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Side 12
□□□□□□□□□□□□□□□□□
12
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
PANTANIR
SÍMI13010
E
KREDIDKORTAÞJONUSTA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
Frá menntamálaráðuneytinu:
LAUSAR STÖÐUR
Við Fjölbrautaskólann á Akranesi er iaus kennarastaða
í íslensku og sögu.
Við Framhaldsskólann i Vestmannaeyjum vantar
kennara í þýsku, dönsku og stærðfræði- og raungrein-
um.
Við Fósturskóla íslands er hlutastaða í tónmennt laus
til umsóknar.
Umsóknarfrestur til 6. júní.
Umsóknir ásamt uppiýsingum um nám og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið.
^iékvínnéLuékóLinn
Umsóknarfrestur nýrra
nemenda er til 10. júnl nk.
Fiskiðnaðarmannsnámi er hægt að Ijúka á þremur
önnum í skólanum en auk þess er ætlast til að nem-
andi Ijúki 36 vikna starfsþjálfun við fiskvinnslu.
Fiskiðnaðarmaður getur m.a. tekið að sér verkstjórn,
eftirlitsstörf og matsstörf við fiskvinnslu.
Inntökuskilyrði eru þau að nemandi hafi lokið a.m.k.
36 einingum í almennum bóklegum námsgreinum
eftir grunnskólapróf, t.d. á fiskvinnslubraut við fjöl-
brautaskóla. Til athugunar er að halda undirbúnings-
nám fyrir þá nemendur sem ná ekki þessum skilyrðum
en sem hafa unnið a.m.k. 5 ár við fiskvinnslu og eru
orðnir 25 ára gamlir.
Fisktæknanám er í boði fyrir útskrifaða fiskiðnaðar-
menn en nemendur þurfa að hafa lokið 72 einingum
í almennum bóklegum greinum.
Nánari upplýsingar í skólanum, Trönuhrauni 8, Hafn-
arfirði, símar 53544 og 53547.
Skólastjóri.
a □□□□□□□□ a □□
□
□
□
□
□
□
Blaðbera vantar □
STRAX a
D
□
□
□
□
□
□
□□□□□□□□ □□□□□v.
Vesturgata - Nýlendugata
Hofteigur - Silfurteigur
Laugateigur - Sigtún
AFGREIÐSLA
Þverholti 11 - Sími 27022
Neytendur _________Neytendur________ Neytendur
Það eru ekki allir það lagnir að þeir geti sjálfir klippt limgerðið sitt eða hreinsað blómabeð eftir veturinn. Tekið skal fram
að myndin er ekki tekin af „ræningja" við klippingar.
DV-mynd GVA
Ræningjar í trjágörðum:
Hvað kostar verkið?
Þetta er sá árstími þegar fólk er að
hirða um lóðimar í kringum húsin, fá
áburð á blettinn og lætur klippa tré
og runna. Sumir eru svo heppnir að
þeir þekkja garðyrkjumann sem vinn-
ur verkið fyrir sanngjamt gjald og sér
jafnvel um útvegun á húsdýraáburði.
Aðrir, og sennilega langflestir, taka
með þökkum tilboði ókunnugra
manna sem hringja hjá þeim á kvöldin
og bjóða þjónustu sína.
Oftast er það líka allt í lagi en því
miður kemur oft fyrir að þama er um
óprúttna aðila að ræða sem em að
reyna að hafa fé af saklausu fólki.
Húsdýraáburður fyrir 12 þús-
und kr.
Kona nokkur, sem búsett er í Ból-
staðarhlíð, hringdi og bar sig illa. Hún
sagðist hafa tekið tilboði manns um
að kaupa áburð á lóðina við húsið.
Það em þrír uppgangar í húsið og
smávegis blettur við hvem uppgang.
Konan spurði hvað þetta kostaði og
var henni sagt að það kostaði 4 þús-
und kr. Gat hún ekki skilið annað en
að það væri fyrir allt húsið og tók því
tilboðinu. Hún greiddi svo reikninginn
4 þús. kr. Reikningurinn var ekki
merktur, en á hann hafði Róbert Ólafe-
son skrifað nafhið sitt.
Konunni brá svo ekki neitt smáveg-
is þegar hún hitti hina íbúa hússins
en allir uppgangar hússins, þrír að
tölu, höfðu verið krafðir um 4 þús. kr.
fyrir áburðinn. Þannig kostaði áburð-
urinn 12 þúsund kr. í allt.
íbúum hússins þykir þetta nokkuð
dýrt og viðmælandi okkar vildi gjam-
an hafa tal af þessum Róbert, en veit
ekki hvemig á að ná í hann. Hann
er beðinn að hafa samband við okkur
ef hann skyldi lesa þessar línur.
Undirheimastarfsemi
„Ég glaptist til þess að eiga við-
skipti við mann sem hringdi bjöllunni
hjá mér og bauð húsdýraáburð og trjá-
klippingar. Ég þurfti nauðsynlega að
£á þetta gert og spurði um verð. Þegar
hann sagði að þetta kostaði 2 þúsund
kr. sló ég til. Maðurinn hvarf svo á
braut. Konan mín var svo heima þegar
hann kom til þess að vinna verkið og
ætlaði að greiða honum þessar um-
sömdu 2 þús. kr. Þá sagði maðurinn
að þetta kostaði 2500 kr., en þegar
konan haföi ekki handbærar nema 2
þús. kr. lét hann það gott heija. Ekki
var afhentur neinn reikningur," sagði
viðmælandi okkar og var heldur
óhress yfir þessum viðskiptum.
„Nú em liðnir nokkrir dagar og mig
er farið að lengja eflir því að maðurinn
komi og klippi trén, en hann gerði
ekki annað en að bera húsdýraáburð
á grasblettinn," sagði viðmælandi
okkar.
Verðupplýsingar liggja ekki á
lausu
Erfiðlega gengur að fá haldgóðar
upplýsingar um hvað garðvinna eins
og klipping og hreinsun kostar ná-
kvæmlega. Á einum stað var upplýst
að þetta væri alltaf tilboð, eins og það
var orðað. Klipping gæti kostað frá 2
þúsund upp í 5 þúsund, allt eftir hvem-
ig trjágarðurinn væri.
Aðrir taka tímagreiðslu fyrir verkið
og er þá ekki fjarri lagi að 350 kr. séu
áætlaðar sem jafnaðarkaup. Oftast em
það tveir menn eða fleiri sem vinna
saman og þá má ekki gleyma að allir
em mennimir á tímakaupi.
Hins vegar benti einn viðmælandi
okkar á að nú er ekki hægt að klippa
birki, það verður að bíða þangað til
það er orðið fulllaufgað. Birki er best
að klippa á vetuma eða snemma vors
áður en það fer að bruma.
Okkar ráð til garðeigenda er því að
spyrja alitaf um áætlað verð fyrirfram
ög greiða ekki fyrir verkið fyrr en
búið er að sjá hvemig það hefur verið
unnið. Og ekki gleyma að biðja um
nótu sem er greinilega merkt þeim sem
kemur með reikninginn, ekki bara
ómerkt reikningseyðublað með ólæsi-
legu krafei á.
Réttast væri auðvitað að viðkom-
andi fengi sendan reikning og gæti svo
sent greiðslu um næstu mánaðamót.
Þá fer ekkert milli mála hver það er
sem fékk greiðsluna ef einhver reki-
stefha verður út af verkinu.
Við erum oft alltof fljót á okkur að
borga þegjandi og hljóðalaust fyrir
eitthvað sem við vitum ekki nákvæm-
lega hvað er.
Við getum svo rifist heima við kvöld-
verðarborðið eða hringt inn lesenda-
bréf og hellt úr skálum reiði okkar.
Það er miklu betra að koma í veg fyr-
ir slíkt með því að athuga hvað
hlutimir kosta í upphafi.
-A.Bj.
Vínarpylsur með nýju bragði
Goði hefur nú sett á markaðinn nýj-
ar vínarpylsur og er þetta þáttur í
átaki sem kjötiðnaðarstöðin hefur gert
í framleiðslu sinni. Þetta átak gengur
undir vinnuheitinu „Breyttir tímar-
betra bragð“ og hefur Hans Kristian
Olsen haft yfirumsjón með vömþróun-
inni.
Að sögn Jóns Magnússonar hjá
Goða felast breytingamar aðallega í
því að uppskriftum hefur verið breytt,
ný kryddblanda komin í stað þeirrar
eldri og nýjar umbúðir hafa verið
hannaðar um framleiðsluna.
í fréttatilkynningu frá Goða segir
að hið nýja bragð vínarpylsanna hafi
verið margprófað og ítarlegar bragð-
kannanir gerðar, m.a. í skólum, á
Rannsóknastofnun landbúnaðarins og
víðar áður en endanleg ákvörðun var
tekin um að setja þær á markaðinn.
Heildsöluverð er 202 krónur kílóið og
leiðbeinandi smásöluverð 252,50 krón-
ur. Pylsumar innihalda svínakjöt,
ærkjöt og nautgripakjöt úr gæða-
flokknum K 1 og 2. -S.Konn.
Goði hefur nú gert miklar breytingar á framleiðslu sinni, bæði á bragði og
útliti. Vinarpylsur eru einn þáttur í átaki sem gengur undir heitinu „Breyttir
timar - betra bragð“.