Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Side 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Vegasérþarfir víki Skiljanlegar eru sérþarfir vegaverktaka og sam- gönguráðherra. Verktakana sárvantar verkefni í lægðinni eftir framkvæmdastorm margra ára. Og ráð- herrann dreymir um að verða leiðtogi „þjóðarátaks“ í vegagerð. Hvorir tveggja veifa freistandi tilboðum. Fyrst buðust verktakar til að útvega á innlendum markaði lán handa ríkinu til þessa átaks. Þar með þyrftu skattgreiðendur og ríkið ekki að borga fram- kvæmdirnar fyrr en seinna. Og stjórnmálamenn vilja gjarna fljúga núna, en borga síðar, - löngu síðar. Enda varð samgönguráðherra mjög hrifinn. Hann sá fyrir sér lausn á miklum erfiðleikum í samkeppni sinni við aðra ráðherra um afar takmarkað fé ríkisins. í þeirri samkeppni hafa hinir einmitt litið öfundaraugum til vegafjárins og reynt að höggva af því hlut. Greindir menn og Þjóðhagsstofnun sáu þó, að málið var ekki svona einfalt. Mikil þrengsli eru á innlendum lánamarkaði. Ef verktökum tækist með gylliboðum vaxta að yfirbjóða ríkið og aðra lánshungraða í landinu, yrði að sjálfsögðu þeim mun minna eftir handa öðrum. Samkvæmt þessum upprunalegu hugmyndum hefði þjóðarátakið falist í, að framkvæmdir í landinu hefðu ekki aukizt, heldur hefði vegagerð aukizt á kostnað allra annarra framkvæmda. Slíkt ójafnvægi fram- kvæmda væri þjóðhagslega afar óhagkvæmt. Eftir að þetta varð ljóst, kom fram ný hugmynd, sem samgönguráðherra hefur gert að sinni. Hún felst í, að væntanlegar verðlækkanir á benzíni verði frystar. Menn haldi áfram að borga núgildandi verð, en ríkis- sjóður taki mismuninn til að borga þjóðarátakið. Þessi leið er þægileg að því leyti, að benzínnotendur verða síður æfir yfir nýrri skattheimtu, ef þeir þurfa ekki að greiða hærra verð, heldur missa eingöngu af verðlækkun, sem þeir eru ekki búnir að fá í hús. Frysti- skatturinn verður sennilega ekki tiltakanlega óvinsæll. Auk þess hefur hún þann kost að draga úr því, að menn fari að nota meira benzín. Hún dregur þannig úr gjaldeyriskostnaði þjóðarinnar. Hátt benzínverð hefur á undanförnum árum dregið úr eftirspurn um allan heim og einmitt valdið verðhruninu, sem við nú njótum. En þetta er ekki eina hlið málsins. Frysting benzín- verðs hvetur til verðbólgu. Ef verðið fær að lækka í friði, hefur það góð áhrif á vísitölur með því að vega upp á móti ýmsum öðrum liðum, sem fara hækkandi. Benzínlækkun mun stuðla að núverandi vinnufriði. Enn verra er, að frystingin mundi auka spennuna í atvinnulífinu. Þegar eru fyrir fleiri lausar stöður en fólk er til að fylla. Slík umframeftirspurn stuðlar í sjálfu sér að verðbólgu. Ef þjóðarátakið bætist ofan á, er lík- legt, að verðbólgan fari aftur á fulla ferð. Fylgjendur þjóðarátaksins veifa kenningum um, að vegagerð sé afar hagkvæm, því að tækin séu til og as- faltverð sé lágt um þessar mundir. En hliðstæðum kenningum má einnig halda fram um hinar afar nytsömu athafnir, sem yrðu að víkja fyrir þjóðarátakinu. Þess ber líka að gæta, að svokallaðir útreikningar á hagkvæmni í vegagerð hafa reynzt afar villandi. Reynsl- an sýnir, að hagkvæmni hefur verið og er enn verið að reikna inn í margs konar vitleysu og jafnvel hreina ævintýramennsku, oft í þágu stjórnmálamanna. Hagsmunir vegaverktaka og samgönguráðherra eru skiljanlegir, en ættu þó að víkja fyrir þeim þjóðar- hagsmunum, að verðlækkun benzíns fái að vera í friði. Jónas Kristjánsson Heilsugæsla og heitir pottar í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 59 frá 1. júní 1983 er ákvæði til bráðabirgða þar sem segir: „Heilsu- vemdarstarf samkvæmt lögum nr. 44/1955 sbr. lög nr. 28/1957 skal hald- ast óbreytt frá því sem er við gildi- stöku laganna, þar til heilsugæslu- stöðvar hafa verið skipulagðar til þess að annast það, en þó ekki leng- ur en til ársloka 1984.“ Óánægja sveitarstjórnarmanna í árslok 1984 og 1985 hafa þó verið flutt sérstök írumvörp til að fresta gildistöku þessa bráðabirgðaákvæð- is í Reykjavíkurlæknishéraði og heilsugæsluumdæmum í Kópavogi, Garðabæ og Hafiiarfirði. Þær ástæð- ur, sem gefiiar hafa verið fyrir þessari fi-estun, eru að forsvarsmenn sveitarstjóma á höfuðborgarsvæð- inu töldu ýmis tormerki á því að koma heilsugæslukerfinu á. Þessi óánægja sveitarstjómarmanna með nýsamþykkt lög um heilbrigðisþjón- ustu varð til þess að heilbrigðisráð- herra skipaði nefnd þ. 29. jviní 1984 til þess að endurskoða ákvæði áður- nefndra laga og ennfremur að kanna reynslu og kostnað af rekstri heilsu- gæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Nefhdina skipuðu Davíð Á. Gunn- arsson og var hann formaður nefndarinnar, Hilmar Björgvinsson, Jón Gauti Jónsson, Katrín Fjeldsted, Kristján Guðmundsson og Lúðvík Ólafeson. Niðurstöður nefndarinnar Nefhdin hefúr nú skilað niðurstöð- um sínum í skýrslu sem afhent var heilbrigðisráðherra í ágúst 1985. Þessum niðurstöðum hefúr þó ekki verið dreift enn eða þær gerðar opin- berar. í skýrslunni er að finna ýmsar mikilvægar upplýsingar um kostn- aðarþætti og hagkvæmni almennrar heilsugæslu á svæðinu svo og ýmsar aðrar upplýsingar sem nauðsynlegt er að komist til almennrar umræðu áður en þær verða úreltar. Niðurstöður nefhdarinnar eru m.a. þær að reynsla af heilsugæslustöðv- um og þjónustu þeirra sé góð. Ennfremur, að rekstur þeirra á höf- uðborgarsvæðinu sé kostnaðarlega hagstæður borinn saman við önnur rekstrarform og heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. Bráðlæti borgar- stjórnarmeirihlutans Það skýtur því óneitanlega skökku við þegar meirihlutirm í borgarstjóm leggur ofurkapp á að þvinga í gegn tilraunaskipulagi í heilsugæslu nú á síðustu dögum fyrir kosningar. Fimmtudaginn 15. maí var sam- þykktur í borgarstjóm samningur milli Heimilislæknastöðvarinnar hf. við Álftamýri og Heilsuvemdar- stöðvarinnar. í samningi þessum er Heimilislæknastöðinni ætlað að sinna heilsuvemd og heimahjúkrun fyrir íbúa í Háaleitis- og Laugames- hverfi gegn greiðslu úr borgarsjóði. Engin rök eða forsendur háfa verið lagðar fram til að réttlæta að slíku tilraunaskipulagi sé komið á né heldur nokkuð það sem sýnir að það sé hagkvæmara en það rekstrarform sem þegar hefur verið samþykkt á Alþingi í lögum um heilbrigðisþjón- ustu. Ljóst er að inargar mismunandi skoðanir em á því hvemig best væri að skipuleggja heilsugæslu á höfuð- borgarsvæðinu og er umræða um þau mál einungis skammt á veg komin. Þó er víst að einkareksturs- form á heilsugæslu ermjög umdeilt. Upplýsingar um ýmsa þætti heilsugæslu, m.a. kostnaðarliði, hafa ekki legið fyrir en margar þessara upplýsinga er einmitt að finna í þeirri skýrslu sem áður var nefnd en þær hafa ekki enn komist til vit- undar eða í umræðu þeirra sem um málið ættu að fjalla. Stefna og skyldur heilbrigðisráðherra Heilbrigðisráðherra hefur nýlega kunngjört nýja stefnumörkun í heil- brigðismálum þar sem í meginatrið- um er lögð rík áhersla á fyrirbyggj- andi heilsugæslu og heilbrigðis- fræðslu. Þessi stefnumörkun er gerð með hliðsjón af átaki Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar um Kjallarinn Guðrún Agnarsdóttir, þingkona fyrir samtök um Kvennaiista. „Heilbrigði öllum til handa árið 2000“. Er það sannarlega bæði ják- vætt og löngu tímabært að stjóm- völd taki upp slíka stefnu. Uppbygging heilsugæslustöðva er vissulega í samræmi við slíka stefnu en hún hefur setið á hakanum hér á höfúðborgarsvæðinu og má segja að skipulag heilsugæslu á svæðinu hafi lengi verið óviðunandi. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur em nú um 11.000 Reykvíkingar, 17 ára og eldri, án heimilislæknis og þá em böm ekki meðtalin. Það er þvi áríðandi forgangsverk- efni að skipuleggja og koma á fót viðunandi heilsugæslu á höfuðborg- arsvæðinu. Slíkt verður hins vegar ekki gert án þess að viðhlítandi upplýsingar liggi fyrir í þeirri umræðu sem fram hlýtur að fara milli allra þeirra er málið varðar áður en ákvarðanir verða endanlega teknar. Það er því brýnt að heilbrigðisráð- herra leggi fram oþinberlega skýrslu þeirrar nefiidar sem kannað hefur reynslu og kostnað af rekstri heilsu- gæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Ósæmileg sýndarmennska Þau flausturskenndu vinnubrögð, sem beitt hefur verið til að þvinga í gegn tilraunaskipulagi í heilsugæslu á síðustu dögum fyrir kosningar, bera vott um sýndarmennsku og em ekki vænleg sem grundvöllur að framtíðarskipulagi í heilsugæslu höfuðborgarbúa. Fleiri framkvæmdatáknum hefur verið hampað þessa dagana, horn- steinar lagðir, klippt á borða við opnun langþráðra mannvirkja, t.d. íbúða fyrir aldraða, heitra potta fyr- ir sundlaugargesti og fleira mætti nefna sem vissulega kemur borgar- búum til góða en allt þetta brambolt nú ber vott um sýndarmennsku og betur má ef duga skal. Enn em um 1100 aldraðir á bið- lista eftir húsnæði, þörf fyrir dagvist- arrými handa bömum er afar brýn og langt frá því að vera fullnægt og þannig mætti lengi telja. Það er ekki nóg að sinna þörfum borgarbúa í maímánuði rétt fyrir kosningar. Umhyggjan fyrir velferð þeirra þarf að vera langtum meiri og stöðugri, annað er ekki sæmandi. Guðrún Agnarsdóttir. „Það er ekki nóg að sinna þörfum borgar- búa í maímánuði rétt fyrir kosningar. Umhyggjan fyrir velferð þeirra þarf að vera langtum meiri og stöðugri, annað er ekki sæmandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.