Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Page 17
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Endursýnd vísindi? Sjónvarpsnotandi skrifar: Við vitum vel að efiiisfátækt sjón- varpsins er mikil og kostnaður er orðinn svo giíurlegur að stofhunin ræður hreinlega ekki við að bjóða áhorfendum neins konar efiú. Það er því oft gripið til þess ráðs að end- ursýna myndir, þætti og hvaðeina. En það er líka almenn tillitssemi og kurteisi að láta þess getið ef og þeg- ar um endursýningu er að ræða. Oftast er þetta gert en ekki alltaf. Miðvikudaginn 14. þ.m. var sem oftar sýndur þátturinn Nýjasta tækni og vísindi. Nákvæm kynning var á efni þáttarins í dagskrárdálk- um dagblaðanna. Efiúð er m.a. um tár, tölvur og geimfara. En þegar þátturinn var hálfiiaður fannst mér að ég hefði séð þetta allt einhvers staðar áður. Hvar gat það nú verið? í öðru lífi eða öðru landi, eða var ég einfald- lega svona framsýnn? Ég hallast frekar að því að sjónvarpið hafi ve- rið að endursýna þáttinn. Hver er eiginlega virðing stofhunarinnar? Róstusamt í Rauðarár- holti íbúi skrifar: Hvað er að gerast í Rauðarárholt- inu? Þverholt og hluti af Einholti voru smáverksmiðjuhverfi fyrir 40- 50 árum og þá náði byggðin ekki að Snorrabraut. En í dag vita flestár hvemig byggðin hér í borginni er. Himinháa verksmiðjubyggingin, sem Smjörlíki hf. er að byggja, er mikið lýti á umhverfi í Rauðarán holtinu. Þessi múr gnæfir við himin svo að sól og útsýni hverfur. Þessi bygging er í miklu misræmi við allt umhverfið og eitthvað hefur skipu- lagið farið úr skorðum ef borið er saman við bók Gunnars G. Schram sem kom út í vetur. Hvað dvelur orminn langa? Sigurður Jóhannesson skrifar: Fyrir síðustu alþingiskosningar skoraði efsti maður A-listans í Reykjavík.Jón Baldvin Hannib- alsson, á efetu menn D-lista og G-lista í kappræður. D-listamaður- inn, Albert Guðmundsson, mætti að sjálfsögðu á réttum stað og stundu en G-listamaðurinn, Sva- var Gestsson, kom ekki til leiks. Töldu þá ýmsir að þama væri um að ræða heimsmet í heigulshætti sem sendast þyrfti hið snarasta í bók þá er kennd er við Guinness. Ástæða þess að þetta er riíjað upp er sú að nýlega bárust fréttir af því að Félag ungra jafnaðar- manna (A) hefði skorað á Heimdall (D) til kappræðna. Hvemig er það, verður ekkert úr þessum kapp- ræðufundi? Hvað dvelur orminn langa? Wkf.. Á BLAÐSOLUSTOÐUM * - 'í "Í H$jjj 4 i cmMS;; BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.91-31815/686915 AKUREYRI:......96-21715/23515 BORGARNES:.........93-7618 BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.....96-71489 HÚSAVÍK:....96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:.......97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..97-8303 interRent Ákaflega forn í mér enda alinn upp á safni Viðtal við Þórarin FIHigm Karlaklúbbar Arkitektalegur, lista- Alltsem þig hefur alltaf mannslegur, fríkaður langað til að vita um fatahönnuður og skrif- kræklinga... en þorðir stofustúlkuyfirbragðið ekki að spyrja - er til stéttatiska?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.