Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Page 18
18
DV. FIMMTUDÁGUR 22. MAÍ 1986.
Bankað uppá
í Bergen
Þungamiðja umræðna í daglega líf-
inu íslenska heíur nú færst yfir á
úrslit dægurlagakeppni evrópskra
sjónvarpstöðva.
Það er nú einu sinni þannig að
þegar við Islendingar þykjumst eiga
rétt á hamingjunni, a.m.k. til jafiis
við aðra, þá skal það ekki bregðast
að hún tekur hliðarspor og fer - ein-
mitt til einhverra annarra en okkar.
Þannig var það um úrslitin í þess-
ari síðustu dægurlagakeppni sjón-
varpsstöðva. Gleðibankinn, þessi
eini banki íslenski sem nú er þó
þekktur erlendis, vakti hvorki gleði
né hamingju hjá dómneíndum Ev-
rópuþjóða enda eru þær þjóðir ekki
vanar því að gleðimál eða sirkus-
kæti séu bendluð við það eðla
Kjallarinn
Geir R. Andersen
auglýsingastjóri
hlutverk sem bankastarfeemi er.
„Banuier, - c’est un beau metier“,
segja þeir í franska heiminum, eink-
anlega í Sviss, þar sem bankastarfið
er talið göfúgt starf. í flestum lönd-
um Vestur-Evrópu koma bankar og
bankastarfeemi næst á eftir kirkju
og trúarþörf manna. Kirkjunni er
trúað fyrir andlegheitunum en bönk-
um og skyldum stofnunum fyrir þeim
veraldlegu. - Svona einfalt er þetta
nú í þessum löndum.
Norður og suður
Að vísu verður þó að viðurkenna
að trú á kirkju og banka vex hlut-
fallslega eftir því sem sunnar dregur
í álfúnni. Er þar talsverður munur,
sem markast nokkuð greinilega eftir
línu sem hugsuð er milli austurs og
vesturs, þannig að skil myndast.
Fyrir sunnan þessa hugsuðu línu
eru lijndin Belgía, Lúxemborg,
Frakkland, Spánn, Portúgal, Ítalía,
Sviss og Mónakó - og þótt merkilegt
sé, einnig Vestur-Þýskaland, einkum
á seinni árum.
En það fylgir meira þessari skipt-
ingu en trúin á kirkju og banka og
vantrú á gleðibanka. Samhliða þess-
um hugarheimi fylgir áhugi á rólegri
og melódískri tónlist, einkum í dæg-
urlagaheiminum og í Frakklandi
hefur mikill lamstur og barsmíðar í
tónsmíðum aldrei náð hylli fólks.
Það gegnir öðru máli með þær
þjóðir sem búa fyrir norðan hina
hugsuðu línu, þar með talin eyþjóðin
í norðri, sem beið málþola eftir því
að Evrópuþjóðir gæfu á bátinn trúna
á alvörubanka og hrópuðu „tólf
punkta fyrir Gleðibankann".
Þessar norðanþjóðir eru minna
fyrir trúna og bankastarfeemi. Þær
eru líka miklu hrifnari af dægurlög-
um sem endurspegla sverðaglamur
víkinganna með tilheyrandi bar-
smíðum og kryppudansi. Graðhesta-
tónlistín blívur þar. - „En
Andrarímur þykja mér góðar“ var
einu sinni sagt.
Endalaus umræða
Og umræðan heldur áfram. Verst
að fermingar eru afstaðnar að mestu.
Það hefði verið prýðilegt umræðu-
efiii í þeim vandræðalegu samkund-
um að geta afhjúpað rækilega
sökudólgana, sem ollu því að Gleði-
bankinn fékk aðeins fátækrastyrk
dómnefndanna.
Auðvitað færi enginn að minnast
á þá augljósu staðreynd að úr því
umhverfi og andrúmslofti sem við
búum við hér er tilgangslaust að
senda dægurlagatónlist sem fellur
að smekk þeirra sem trúa á dýrlinga
og peningageymslur.
En uppákoman hefúr komið að
góðu gagni hér í tilbreytingarleys-
inu, stingur í stúf við endalausar
fréttir af afgangshópum launþega-
samtakanna, sem enn eru að reyna
að fá meiri og betri kjör en allur
almenningur hefúr sætt sig við.
Og víst er um það að það á eftir
að heyrast margur útvarps- og sjón-
varpsþátturinn um hugmyndina um
stofiiun Gleðibanka í Noregi. Einnig
fjölmargir viðtalsþættir í blöðum um
sama efni, ásamt ffegnum af undir-
búningi fyrir næstu hátíð sem haldin
verður í Belgíu að ári.
Og þá er bara að vona að „hið
opinbera" taki nú duglega við sér
og láti af hendi rakna ómælda fjár-
sjóði til allra nefndanna og sérffæð-
inganna sem verða kallaðir til.
Ekki til að spauga með
Þótt einhvem tíma kynni svo að
fara að gott íslenskt dægurlag yrði
nú samið fyrir þennan árlega við-
burð sjónvarpsstöðva Evrópu þá er
ekki sopið kálið. Lagið er bara ein
hliðin, þó aldrei sé of ítrekað að
ekki megi minnast á trú eða peninga
í texta. - Æfing og sviðsetning kost-
ar ofljár.
Og þá kemur að því sem okkur
íslendingum er ætíð ofarlega í sinni,
þjóðrembunni. Hún felst í því til
dæmis að halda að við eigum að
senda á alþjóðavettvang hverja
nefhdina á fætur annarri eða hópa
sem „taki þátt“ fyrir íslands hönd
og komi heim með vinninginn.
Þátttaka til þess eins að „vera
með“ og koma íslandi á blað, eins
og það er kallað, er verri en ekki
ef undirbúningur er ekki nægilegur.
Og í flestum tilfellum kostar slíkur
undirbúningur svo mikið fé að það
er einfaldlega ekki fyrir hendi.
En ekki nóg með það. Þjóð, sem
ekki hefúr yfir að ráða alvörugjald-
miðli, hefur ekki efni á að taka þátt
í eða vera með stórar uppákomur á
alþjóðavettvangi því öll slík útgjöld
verður að taka að láni í erlendum.
gjaldeyri.
Þjóðremban um krónuna íslensku
er nú orðin eins konar sameiningar-
tákn ráðamanna og það sem verra
er, þetta sameiningartákn, íslenska
krónan, er orðin að athlægi hjá öðr-
um þjóðum. Lækkun verðbólgu mun
hér engu breyta og heldur ekki fyrir-
huguð sameining ríkisbanka.
Og þegar farið er að gera banka-
stofnanir að útflutningsvöru í því
formi að syngja nokkur vers um
„Bank of fun“ í alþjóðlegri söngva-
keppni þá vænkast ekki hagur
íslendinga. Versnar kannski ekki
heldur.
En hjá alvöruþjóðum eru peningar
einfaldlega ekki til að spauga með.
Það hafa þeir hins vegar lengi verið
hér og munu verða, þar til við höfum
kastað hinni illræmdu og einskis-
verðu krónu fyrir róða og tekið upp
aðra sterkari mynt í samfloti með
einhverri viðskiptaþjóð okkar.
Andleg hamingja er stundum ná-
tengd trúnni, en veraldleg hamingja
er ávallt tengd peningum.
Geir R. Andersen.
Kjörrétturinn
„Finnst mér að nota ætti atkvæðisréttinn
í komandi kosningum til að mótmæla fyrri
og núverandi stjómmálaöflum...“
IErlendar langtímaskuldir^ji
íslendinga í dollurum *
-r,™ eftir að ,,fríverslun,'I—
£<LUu"var tekin upp sem "sið-
venja” í viðskiftum,
þessi sífellda hækk-
un sannar ógæfulega
Jpróun er varðar
efnahagslegt
sj álfstæði
b.i óðarinnar.
|l\vr
71 73 75 77 79 31 83 35 37<*
Línuritin skýra að mestu við
hvaða efnahagslegu aðstæður_
„Þjóðarsáttin” var gerð
og ..sanna"að lækkun tollaj
á bílum og myndböndum o.f:
var og er fjarstæða og nær
hefði verið að lækka mat-
væli.það hefði leyst tvenn*
FO0
an vanda, láglauna-
fólks og bænda að
hluta, í staðinn
fyrir enn aukna er-
lenda skuldasöfnun.
100-1-
6 0
041
I
83 84 85 86 87|Alls
Arlegur halli á vöruskifta
og þjónustujöfnuði við út-
lönd.Arin 86-87.eru spár.
Svartir stólpar eru uppsafn-
aður halli og skuldaaukning,
tölur ofan þeirra er möguleg
þróun til ársloka 1987.
$
m
200
100
? ?
Illllllll 00 1
co ■11
III i O
ÍN O
CN
T—
83 84 85 86 87
Arleg og áætluð skuldahækkunJfciUi^j
stjórnar Steingríms Hermannssonar
Kjallarinn
Bjarni Hannesson
frá Undirfelli
Pólitískar siðvenjur hér á íslandi
eru að mínu mati æði sérstæðar.
Meðal ýmissa sérkennilegheita er sá
siður að „kemba“ einungis yfirborð-
ið á þjóðlífeþróun og mikilvægum
viðfangsefnum. Rífast síðan af kappi
fremur en forsjá um ýmis lítt merk
aukaatriði, en þegja helst alveg um
það sem mest er um vert, sem er
pólitískt og efnahagslegt sjálfetæði
þjóðarinanr gagnvart erlendum ríkj-
um. Virðist hvíla „bannhelgi" á
umræðu um þau mál. (Erlendar
skuldir og hermál.) Ætla má að
stjómmálamönnum þessa lands
muni takast að gera þjóðina svo
skuldum vafða að raunverulegt
sjálfetæði tapist alveg. Vil ég benda
á meðfylgjandi línurit sem rökstuðn-
ing við þessa fullyrðingu og ætla að
skýra það nánar.
Rangar viðmiðanir
1-2-3. Langtímaskuldir Islendinga
eru nú um 1.600 millj. dollara, um
66 milljarðar íslenskra króna, þ.e.
um 1 milljón á hverja 4 manna
fjölskyldu.
3. Líkleg þróun í ár og næsta ár, að
óbreyttum líkum og 10-15% falli
dollars, er að bókaðar langtíma-
skuldir hækki um allt að 4-8
milljarða.
4. Eru líklegir möguleikar miðað við
breytilegar forsendur.
5. Sýnir samanlagðan halla á vöru-
skipta- og þjónustujöfnuði frá maí
1983 til mars 1986.
6. Sýnir bókaða hækkun á erlendum
langtímaskuldum frá maí 1983 til
mars 1986. Þessi hækkun er að
hluta vegna endurreiknings
vegna gengisbreytinga, en eru þó
upphæðir sem standa verður skil
á líkt og dollaralánin frægu vegna
skipakaupa 1979-84.
7. Sýnir óvissuþætti og geta gjör-
breyst ef gengisþróun og við-
skiptakjör yrðu með allra
hagstæðasta móti.
Reiknuð skuldarhækkun milli
áranna 1984-86, um 13.700 milljónir
króna, eru bráðabirgðatölur úr Hag-
tölum mánaðarins apríl 1986.
Við þessar aðstæður er gerður kjara-
samningur, „þjóðarsátt", sem vegna
rangra kjaralegra viðmiða mun
valda auknum halla og hækkun er-
lendra skulda án þess að bæta kjör
þeirra sem helst þurfa á kjarabótum
að halda.
Finnst mér að nota ætti atkvæðis-
réttinn í komandi kosningum til að
mótmæla fyrri og núverandi stjóm-
málaöflum og kjósa aðra aðila en
óbeina umboðsmenn þeirra sem að
slíku standa.
Mun ég í það minnsta styðja
Kvennalistann því aðstandendur
hans vom þeir einu af stjómmálaöfl-
um þessa Iands sem áttuðu sig strax
á hvað margfrægur samningur var
í raun skammsýnn og óraunhæfur,
enda að líkum gerður til að „kaupa“
ákveðnum stjómmálaöflum frið til
að geta stundað hefðbundna trúð-
leika fram yfir kosningar.
Bjami Hannesson.