Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Page 22
22
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Æft fyrir Evrópumót
í golfi í Hollandi
- í boði Samvinnuferða/landsýn.
Frá Stefáni Kristjánssyni, Belgiu:
„Þeir tveir kylfingar sem valdir verða
til að keppa fyrir Islands hönd á fyrsta
Evrópumóti áhugamanna, sem fram
fer i Eindhoven í Hollandi um miðjan
júni, dvelja í tvær vikur í boði Sam-
vinnuferða fyrir mótið og æfa á vellin-
um í Eindhoven og golfvöllum í
nágrenni hans,“ sagði Kjartan Lárus
Pálsson, fararstjóri hjá Samvinnuferð-
um Landsýn, í samtali við DV.
íslensku keppendumir munu dvelja
í Kempervennen í Hollandi sem er
aðeins í sex km fjarlægð frá golfvellin-
um í Eindhoven þar sem Evrópumótið
fer fram.
Fjórir íslenskir keppendur hafa verið
valdir til æfínga fyrir Evrópumótið.
Það eru þeir Sigurður Pétursson, GR,
Ragnar Ólafsson, GR, Hannes Ey-
vindsson, GR, og Úlfar Jónsson, GK.
Sigurður Pétursson íslandsmeistari
hefur átt við meiðsli að stríða en er
óðum að nó sér og æfir af krafti.
„Völlurinn í Eindhoven er ekki í sem
bestu ásigkomulagi eftir harðan vetur
á hollenskan mælikvarða. Sérstaklega
eru það grínin sem eru slæm en þau
verða væntanlega orðin góð þegar að
mótinu kemur. Á þessu Evrópumóti
verða allir bestu áhugamenn Evrópu
ó meðal þátttakenda en margir þeirra
eru raunar dulbúnir atvinnumenn,"
sagði Kjartan Lárus Pálsson, fyrrver-
andi landsliðseinvaldur í golfi og
feu-arstjóri hjá Samvinnuferðum Land-
sýn í Kempervennen sumarhúsasvæð-
inu í Hollandi.
-SK.
• Hannes Eyvindsson
Verður Rossi aftur
dýrlingur á Ítalíu?
- Fleiri reikna þó með að landsliðsferfi hans Ijúki í Mexíkó
Hann átti frábæra leiki í heimsmeist-
arakeppninni i Argentínu 1978 þegar
Italía varð í fjórða sæti eftir að hafa
tapað fyrir Brasiliu 2-1 í leik um brons-
verðlaunin. Á HM á Spáni 1982 var
hann maðurinn bak við heimsmeist-
aratitil Ítalíu. Datt í toppform ó
hárréttu augnabliki og varð þjóðhetja
heimafyrir, nánast dýrlingur. Paolo
Rossi, sem er álíka algengt nafn á Ital-
íu og Guðmundur Guðmundsson á
íslandi, er stærsta spurningarmerkið
í sambandi við heimsmeistarakeppn-
ina í Mexíkó sem hefst annan laugar-
dag, 31. mai, með leik heimsmeistara
ítaliu og Búlgaríu. Verður hann aftur
þjóðhetja á Ítalíu eða lýkur landsliðs-
ferli hans í Mexíkó?.
ítalski landsliðseinvaldurinn, Enzo
Bearzot, hefur óbilandi trú á Rossi,
hvað sem aðrir segja um leikmanninn.
Rossi hefur líka reynst honum vel en
Bearzot stjómar HM-liði Ítalíu í þriðja
sinn í Mexíkó. Á Spáni varð Rossi
markakóngur, skoraði sex þýðingar-
mikil mörk sem öll voru gulls ígildi
fyrir ítali. Eftir stórleiki sína á Spáni
hefur hann hins vegar lítið sem ekk-
ert sýnt með liðum sínum á Ítalíu eða
í landsliðinu. Þótt mjög slakur en það
hefur þó ekki breytt áliti landsliðsein-
valdsins. Hann hefur trú á því að
Paolo Rossi geti orðið einn mesti ógn-
valdur markvarða í Mexíkó.
Ekki þrítugur
Rossi tekur þátt í sinni þriðju heims-
meistarakeppni nú. Þó er hann ekki
orðinn þrítugur, verður það 23.sept-
ember nk. Hann sló í gegn fyrir tíu
árum með Lanerossi Vicenza. Skoraði
21 mark á leiktímabilinu 1976-1977 og
lið hans komst í 1. deild á Ítalíu. Var
ekki spáð þar miklum frama en stóð
sig ótrúlega vel með Rossi fremstan í
flokki. Liðið varð í öðru sæti í 1. deild
vorið 1978 og Rossi hafði skorað 24
mörk á fyrsta ári sínu í 1. deild. Það
er mikið afrek á Italíu þar sem vamar-
leikurinn þykir sá besti í heimi. Rétt
fyrir jólin 1977 lék Rossi sinn fyrsta
landsleik og þeir eru nú að verða 50.
Meiðsli hafa oft sett strik í reikninginn
hjá honum. Vamarmenn oft leikið
hann grátt en Rossi er aðeins 66 kg
og 174 sm ó hæð.
Á HM í Argentínu skoraði Rossi
þrjú mörk og framlína Ítalíu, Rossi,
Bettega og Causio, var talin sú besta
þar. En eftir HM fór að halla imdan
fæti þó svo Rossi skoraði mörk bæði
fyrir landsliðið og Lanerossi. Lið hans
féll niður í 2. deild á ný og Rossi var
seldur til Perugia. Því liði gekk lítið
en svo kom stóra áfallið. Knattspymu-
hneykslið á Ítalíu 1980 þar sem
sannaðist að nokkrir leikmenn liða
höfðu gert í því að tapa leikjum. Rossi
var meðal þeirra og var dæmdur í
tveggja ára keppnisbann. Hann var
seldur til Juventus 1982 og náði því
að leika þrjá síðustu leikina í 1. deild.
Rossi lék það vel að Bearzot valdi
hann á stundinni í HM-liðið ó Spóni.
Þá sögu þekkjum við. Að vísu sást
Rossi varla í fyrsta leik Ítalíu þar í
markalausu jafntefli við Pólland.
Fréttamenn gagnrýndu Bearzot mjög
fyrir valið ó Rossi. Hann lét það ekki
á sig fó. Hélt Rossi í liði sínu og hann
byijaði að skora. Sex mörk í þremur
síðustu leikjunum gegn Brasilíu, Póll-
andi og V-Þýskalandi sem réðu úrslit-
um. Bearzot og Rossi vom orðnir
þjóðhetjur.
Mögur ár
Síðan 1982 hefur lítið gengið hjá
Rossi. Italía komst ekki í úrslit Ev-
rópumótsins 1984 og hjá Juventus
hallaði undan fæti hjá Rossi þó svo
liðið næði góðum árangri. Hann fór
til AC Milano. Vonaði að gæfuhjólið
mundi snúast sér í hag hjá liði Svíans
Nils Liedholm. Það gerði það ekki og
hafa meiðsli átt mestan þátt í því.
Eins og staðan er í dag virðist sem
Rossi eigi lítið erindi til Mexíkó. En
hann hefur komið á óvart áður. Um
hæfhi hans sem knattspymumanns
' efast enginn - leiknin oft stórkostleg
og augað fyrir marktækifærum betra
en hjá flestum. Og Bearzot treystir
honum - traust landsliðseinvaldsins
getur vegið þungt fyrir Rossi í Mexí-
kó. Hann hefur sýnt og sannað að
hann er traustsins verður.
hsím
• Sóknarmaðurinn skæði, Frank Stapelton hjá Man. United, kemur með irska
WMnu hingað til lands i dag eins og svo oft áður á leikferli sínum.
Reykjavíkurteikamir:
írska landsliðið
væntanlegt í dag
írska landsliðið í knattspymu kemur
hingað til lands í dag. írar koma með
sterkt lið enda leggiu- Jackie Charlton
landsliðsþjálfari þeirra mikla áherslu
á þessa leiki. Þó er ljóst að liðið er
ekki eins sterkt og Charlton hafði hug
á. Liverpool-leikmennimir Roirnie
Whelan, Mark Lawrenson og Jim
Beglin eru komnir í sumarfrí og koma
ekki með liðinu einsog fyrirhugað var.
Eins og kunnugt er hafa landsleikir
þessir hlotið nafhið „Reykjavíkurleik-
ar“ og er það í tilefhi 200 ára afmælis
Reykjavíkur. Reykjavíkurixirg hefur
gefið veglegan bikar sem keppt verður
um. Þá verða leikmönnum afhentir
verðlaunapeningar, gull, silfúr og
brons.
Borgarstjóri, Davíð Oddsson, mun
afhenda sigurlaunin að loknum síð-
asta leiknum 29. maí.
Enskur dómari
KSÍ hefur fengið enskan dómara,
Joe Worrall, sérstaklega hingað til
lands til að dæma leiki íslands. Línu-
verðir verða íslenskir en Óli Olsen
mun dæma leik írlands og Tékkó-
slóvakíu.
Þó svo Liverpool-leikmennimir
kunnu verði ekki í írska liðinu verða
þar margir mjög snjallir leikmenn eins
og Liam Brady, Inter Milano, sem oft
hefur leikið hér á landi, Frank Staple-
ton, Kevin Moran og Paul McGrath,
sem stjórinn kunni, Tommy Docherty,
telur besta miðvörð í Evrópu, Chris
Houghton og Tony Galvin, Totten-
ham, Kevin Sheedy, Everton, John
Aldridge og Chris Houghton, Oxford,
svo nokkrir séu nefndir.
-SMJ
• Ragnar Ólafsson
• Sigurður Pétursson
• tllfar Jónsson