Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Page 32
i DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986. 32 Andlát i 1 Friðmey Jónsdóttir lést 15. mai sl. Hún fæddist á Ólafsvöllum, Akra- nesi, 14. september 1904. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson og Ágústa Hákonardóttir. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Viktor Bjömsson. Þeim hjónum varð fimm barna auð- ið. Útför Friðmeyjar verður gerð frá Akraneskirkju í dag kl. 14.15. I 'i \ í . « i Sigrún Ólafsdóttir lést 16. maí sl. j Hún fæddist á Flateyri við Önundar- . íjörð 30. júní 1907. Foreldrar hennar vom hjónin Ásta Magnúsdóttir og Ólafur Jónsson. Sigrún fluttist til Keflavíkur árið 1927 og giftist Gunn- ari Sigurfinnssyni árið 1929, hann lést árið 1966. Þeim hjónum varð fimm harna auðið. Útför Sigrúnar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Sveinbjörn Breiðfjörð Eiríksson lést 14. maí sl. Hann fæddist í Reykjavík 28. júní 1963. Foreldrar hans eru Rakel Sveinbjarnardóttir og Eiríkur Guðmundsson. Sveinbjöm stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og átti aðeins fáar einingar eftir í stúdentspróf. Jafnframt lagði hann stund á tækniteiknun við Iðnskólann í Reykjavík. Með náminu vann hann á Arnarholti og síðar á Borgarspítal- anum. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Sigríður Einarsdóttir, Norðurbrún 1, andaðist í Borgarspítalanum þriðjudaginn 20. þ.m. Magnús Scheving, Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju, Reykjavík, föstudagirin 23. maí ki. 15. Minningarathöfn um Þorbjörn Einar Friðriksson, Sunnubraut 10, Kefla- vík, sem fórst með Sigurði Þórðar- syni GK-91 20. mars sl., fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14. FIosi Sigurbjörnsson kennari, Ljós- heimum 20, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 23. maí kl. 10.30. KVENNASKÓLINN í REYKJAVÍK Skólanum verður slitið laugardaginn 24. maí kl. 2 síð- degis. Prófsýning og afhending einkunna verður föstudaginn 23. maí kl. 9 árdegis. Innritun fyrir næsta vetur lýkur 6. júní. Skólastjóri. Vélhjólasendlar Vélhjólasendla vantar um vikutíma á daginn eða kvöldin, einnig hluta úr degi. Upplýsingar í síma 82900. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins. AÐALFUNDUR íþróttafélagsins Fylkis verður haldinn miðvikudag- inn 28. maí n.k. kl. 21.15, í félagsheimilinu við Fylkisveg. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Utvarp Sjónvarp Daði Kolbeinsson tónlistannaður: „Stiklurnar hans Ómars bestar“ Sjónvarpsdagskráin í gærkvöldi freistaði mín ósköp lítið, nema þá fréttimar en ég reyni að missa ekki af þeim. Raunar horfi ég yfirleitt lít- ið á sjónvarp en við og við sé ég þó eitthvað áhugavert og þá stilli ég mér fyrir framan sjónvarpið, ég sest ekki í þeirri von að eitthvað skemmtilegt komi og dauðsé síðan eftir allri tímaeyðslunni. í gær horfði ég líka á bamatímann kl. 19.00 með krökkunum mínum og fannst hann nokkuð góður fyrir utan hve hann er á slæmum tíma. Það er erfitt að koma kvöldmat á milli bamatímans og frétta, þar em aðeins tíu mínútur. Bamatímann ætti því að færa aðeins framar í dagskrána, hálftími væri nóg. Ef ég lít svona yfir sjónvarpsefni yfirleitt þá hugsa ég að mér líki best Stiklumar hans Ómars Ragnarssonar og horfi alltaf á þær. Eg hlusta nokkuð á útvarp og þá rás 1 það má oft finna þar góða þætti auk þess sem þar er spilað mikið af klassískri tónlist sem ég hlusta mikið á. í gær var mjög fróð- legur þáttur á rás 1 sem fjallaði um konur og bókmenntir. Útvarpsfréttimar tel ég líka mjög góðar og ekkert síður upplýsandi en sjónvarpsfréttimar. I Útvarpsfrétt- unum em líka oft lengri og ítarlegri viðtöl við ýmsa aðila en í sjónvarp- inu. Rás 2? Ja, hún er nú alveg lokuð fyrir mér. Án þess að ég hafi nokkuð á móti henni, ég hef bara ekki það mikinn tíma aflögu að ég geti hlust- að á hana líka. Það sama er að segja um svæðisútvarpið. -BTH Útför Böðvars Bjarnasonar bygg- ingameistara, Sandholti 34, Ólafsvík, fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugar- daginn 24. maí kl. 14. Jarðsett verður að Búðum. Ferðalög Feröafélag íslands Göngudagur Ferðafélags íslands Sunnudaginn 25. maí efnir Ferðafé- lagið til Göngudags í áttunda skipti. Ekið verður að Kaldárseli og þar hefst gangan, sem er hringferð um Búrfell, Búrfellsgjá og til baka að Kaldárseli meðfram girðingunni, sem girðir Heiðmerkursvæðið af. Gangan tekur um 3 klst. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, kl. 10.30 og kl. 13. Verð kr. 200 en frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Fólk á eigin bílum er velkomið í gönguna. Kynnist landinu og nátt- úru þess í gönguferð með Ferðafélag- inu. Allir eru velkomnir með, félagar og aðrir. Þórsmörk - helgarferð 23.-25. maí. Kl. 20 á fostudag verður farið í Þórs- mörk. Gist í Skagfjörðsskála. Gönguferðir um Mörkina. Farmiða- sala og upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Fundir Nemendur húsmæðraskólans að Löngumýri Skagafirði veturinn 1955-56 ætla að hittast í Reykjavík 7. júní nk. Nán- ari upplýsingar um stund og stað veita Fjóla í síma 73718 og Eyrún í síma 38716. Kvenfélag Hallgrímskirkju Kaffisala og skyndihappdrætti fé- lagsins verður í Domus Medica sunnudaginn 25. maí kl. 15. Tekið verður á móti kökum og brauði í Domus Medica kl. 13-15 á sunriudag. Styrkið byggingu Hallgrímskirkju með því að koma og fá ykkur kaffi- sopa. Fyrirlestrar Fyrirlestur í Norræna húsinu Fimmtudaginn 22. maí kl. 20.30 held- ur Aleksander Peczenik prófessor við lagadeild háskólans í Lundi fyrirlest- ur í Norræna húsinu og nefnir „Motstándsrátt mot förtryck". Alek- sander Peczenik var þátttakandi á málþingi á vegum Hins ísl. félags um heimspekirétt og menningu sem haldið var á Hótel Loftleiðum 18.-21. maí. Hann er forseti samsvarandi félags á Norðurlöndunum og er þekktur réttarheimspekingur. Fyrir- lesturinn verður fluttur á sænsku og er öllum heimill aðgangur. Sýningar Sýning á teikningum Baltasar Dagana 22. maí til 3. júni, heldur Baltasar sýningu á teikningum í Gallerí Gangskör undir heitinu fimm þema. Þemun fimm eru þrennidepill þessarar sýningar - sprek, amboð, fákar, lauf og ecce homo, hafa ölí mikla persónulega þýðingu fyrir Baltasar. í þeim er skráð leit hans að formi og merkingu og eru þau ekki aðeins heimild um þróun lista- manns — með því að kalla fram til- finningar allt frá léttlyndi til önugleika eru þau líka safn breyti- legra geðhrifa. Teikningar Baltasars eru staðhæfingar um tilfinningar hans, ferðalög, fjölskyldu og heimili og það sem meira máli skiptir - stöð- ug sjálfskönnun með aðstoð teikn- ingar. f vor eru liðin 25 ár síðan Baltasar hélt sína fyrstu sýningu á íslandi, þá 23 ára að aldri. En það var einnig sýning á teikningum. Ymislegt Rangæingafélagið í Reykjavík fer sína árlegu gróðursetningarferð í Heiðmörk ílmmtudaginn 22. maí. Farið verður frá Nesti á Ártúnshöfða kl. 20. Vonast er eftir að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta. Framleiðsla á tónlistar- kennslumyndböndum Tónlistarskóli Ragnars Jónssonar er um þessar mundir að fara af stað með framleiðslu á tónlistarkennslu- myndböndum fyrir grunnskóla og allan almenning í landinu. Tónlistar- skólinn starfar í Reykjavík og á Akureyri og eru myndböndin unnin á Akureyri. Þá eru að koma út gíró- happdrættismiðar„Landshappdrætti Tónlistarskóla Ragnars Jónssonar" en það er til styrktar framleiðslu kennslumyndbandanna. Vinningar eru: 1. Mercedes Benz 190E bifreið og 10 Volkswagen Golf CL og svo 44 hljóðfæravinningar að eigin vali að upphæð 30.000 hver. Sú nýjung er í þessu happdrætti að þar verður einungis dregið úr seldum miðum og ekki óseldum. Þess má geta að gíró- miðar verða bornir á öll heimili í landinu og eru seðlarnir óáritaðir sem þýðir það að foreldrar ákveða hvort eða hverjum þeir gefa miðann. Einnig mó greiða hann í öllum bönk- um, sparisjóðum og pósthúsum óáritaðan eins og hann kom. 80 ára afmæli á í dag, 22. maí, Arn- þór Jensen frá Eskifirði, nú Hjarðar- lundi 11, Akureyri. Hann er einn af stofnendum Pöntunarfélags Eskfirð- inga 1931 og var forstjóri þess í 45 ár. Hann var stofnandi og í stjórn fleiri fyrirtækja þar eystra. Kona hans er Guðný Anna Pétursdóttir frá Eydölum í Breiðdal. Hljómtækjum stolið úr bíl Pioneer-hljómflutningstækjum var stolið úr rauðum Peugeot um sl. helgi þar sem bíllinn var við Þverbrekku i Kópavogi. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um þjófriaðinn eru beðnir að hafa samband við ritstjóm DV. Jam session í Hrafninum Jass-uppákoma verður í Hrafninum, Skipholti, í kvöld. Þar verður Friðrik Theodórsson með kvartett en margir aðrir hljóðfæraleikarar og söngvarar koma í heimsókn. Nýmæli er að ný söngkona, Sonja B. Jónsdóttir, kemur fram á sjónarsviðið og syngur nokkur lög. Þeir sem verða á svæðinu eru Þór Benediktsson, básúnu, Guðmundur R. Einarsson, trommur og básúnu, Rúnar Gunnarsson sjónvarpsmaður, á barít- ónsaxófón, Hans Jensson, tenórsaxó- fón, Egill Hreinsson, píanó, Tómas R. Einarsson, bassa, Alfreð Alfreðsson, trommur, Davíð Guðmundsson, gítar, og Friðrik Theodórsson, bassa og takka-básúnu. Án efa verður mikil sveifla í kjallaranum á Hrafninum í Skipholti í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.