Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Síða 34
34
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Spurt í Hveragerði:
Hverju spáir þú um úrslít kosn-
inganna hér í Hveragerði?
Hreinn Kristófersson garðyrkju-
bóndi:
- Eigum við ekki að segja að H-list-
inn fái fjóra og hinir þrjá.
Soffia Erlendsdóttir húsmóðir:
- Ég yrði ekki hissa ef óháðir fengju
meirihluta.
Jóhanna Magnúsdóttir húsmóðir:
- Sjálfstæðisflokkur bætir við sig ef
einhverjar breytingar verða.
Ragnhildur Jónsdóttir húsmóðir:
- Eg vona að Sjálfstæðisflokkurinn
haldi meirihlutanum.
; Hallsdóttir afgreiðslustúlka:
ig spói Sjálfstæðisflokknum
áframhaldandi meirihluta.
Björn Brynjar Jóhannsson bensínaf-
greiðslumaður:
- Sjálfstæðisflokkurinn tapar eimun
manni og óhóðir ná meirihluta.
Hótel örk i Hveragerði.
DV-myndir GVA
Hveragerði:
Bær í örum breytingum
Miklar breytingar hafa ótt sér stað
í Hveragerði ó síðustu árum. Vaxandi
vinsældir Edens og svo Tívolís í fyrra
hafa orðið til þess að ferðamanna-
straumurinn liggur til Hveragerðis,
a.m.k. sunnudagsbíltúrinn.
Það nýjasta í Hveragerði er svo
Hótel Örk. Þar er nú unnið myrkr-
anna á milli og sjá íbúar bygginguna
breytast með hverjum deginum. Hótel-
ið hefur risið upp á mettíma. Mikið
er ógert en samt á öllu að vera lokið
6. júní og gestir að mæta nokkrum
dögum síðar.
Hvergerðingar er að vonum ánægðir
með þessar framkvæmdir. Þær skapa
atvinnu og bærinn vex sem er draum-
ur allra sem búa á smástöðum úti á
landi.
-APH
Listi Sjálfstæðisflokksins:
Sprenging í ferðamálum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft
hreinan meirihluta í hreppsnefnd
þetta kjörtímabil. Listinn fékk 53,7
prósent greiddra atkvæða.
„Við erum bjartsýnir ó að halda
meirihlutanum. Það verður trúlega
mjótt á mununum þar sem allir hinir
flokkamir hafa sameinast gegn okk-
ur,“ sagði Hafsteinn Kristinsson, efsti
maður á lista Sjólfstæðisflokksins.
„Það hefur verið gríðarleg upp-
bygging hér þetta kjörtímabil. Hér
hefur risið Tívolí og nýtt hótel er í
þann mund að taka til starfa. Það má
segja að hér hafi orðið sprenging í
ferðamannaþjónustu."
Hafsteinn segir að í sumar standi til
Hatsteinn Kristinsson.
að leggja tvo kílómetra af bundnu slit-
lagi. Haldið verður áfram við bygg-
ingu grunnskólans og þegar hafi verið
byggt nýtt íþróttahús sem sé annað
stærsta íþróttahús á Suðurlandi.
„Við viljum áfram styðja við þessa
uppbyggingu í ferðamálum. Síðan þarf
einnig að huga að uppbyggingu iðnað-
ar. í því sambandi viljum við kaupa
Ölfusvelli af ríkinu og nota háhitann
þar fyrir orkuferkan iðnað,“ sagði
Hafsteinn.
Þegar hefur verið úthlutað lóð ó
Ölfusvöllum undir þilplötuverksmiðju
og gert er ráð fyrir að samið verði við
ríkið um kaupin á næstu dögum.
-APH
Listi Félagshyggjufólks:
Ætlum að fella memhlutann
Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag hafa sameinast og
bjóða nú fram sem einn listi, Listi
f élagshyggjufólks.
„Við fórum út í þetta með það fyrir
augum að fella meirihlutann og teljum
okkur hafa góðar vonir um það,“ sagði
Gísli Garðarsson, efsti maður listans.
„Það er ýmislegt sem við erum óán-
ægðir með, sérstaklega þá fijálshyggju
sem ríkt hefur í skipulagsmálum
héma. Við teljum að öfugt hafi verið
farið að. Hér hafa verið byggð upp
fyrirtæki og síðan skipulagt ó eftir í
stað þess að skipuleggja áður.
Það er augljóst að ekki er til fjár-
magn nema til framkvæmda við
grunnskólann. Við viljum að tekið
Gísli Garðarsson.
verði framkvæmdalán til þeirra fram-
kvæmda. Þá skapast svigrúm til að
sinna gatnagerð og hitaveitumálum.
Hitaveitan hér er í hörmulegu ástandi
og við leggjum til að gert verði við
hana.
Einnig vantar nýjan knattspymu-
völl. Við höfum aðeins gamlan
malarvöll og höfum fengið að nota
hann á undanþágu.“
Gísli segist vera ánægður með að
Tívolí hafi verið reist í Hveragerði og
einnig að nú sé nýtt hótel að rísa. Þó
beri að hafa í huga að þessi fyrirtæki
skapi fyrst og fremst láglaunastörf.
Mikilvægt sé að skapa fjölbreyttara
atvinnulíf og einnig sé þörf á að reisa
iðngarða.
-APH
Þessir listar eru í framboði:
D-listi, Sjálfstæðisflokksins:
1. Hafsteinn Kristinsson
2. Alda Andrésdóttir
3. Hans Gústafsson
4. Marteinn Jóhannesson
5. Ólafur Óskarsson
6. Bjöm Pálsson
7. Pamela Morrison
8. Páll Guðjónsson
9. Erla Alexandersdóttir
10. Bjöm Sigurðsson
11. Gunnar Davíðsson
12. Ævar Axelsson
13. Helgi' Þorsteinsson
14. Gunnar Kristófersson
H-listi, félagshyggjufólks:
1. Gísli Garðarsson
2. Ingibjörg Sigmundsdóttir
3. Valdimar Ingi Guðmundsson
4. Sigríður Kristjánsdóttir
5. Bjöm Pálsson
6. Stefán Þórisson
7. Runólfur Þór Jónsson
8. Magnús Ágúst Ágústsson
9. Þórdís Jónsdóttir
10. Guðríður Austmann
11. Halldór Höskuldsson
12. Gestur Eyjólfeson
13. Sigurður Jakobsson
14. Auður Guðbrandsdóttir
ÚrslH 1982
Þrír listar vom í framboði í kosn-
ingunum 1982. Úrslit urðu þessi:
Framsóknarflokkur (B) 184 2
Sjálfstæðisflokkur (D) 339 4
Alþýðubandalag (G) 108 1
Þessir menn voru kjömir í hrepps-
nefnd:
Garðar Hannesson (B), Gísli Garð-
arsson (B), Ævar M. Axelsson (D),
Sigríður Guðmundsdóttir (D), Gunn-
ar Davíðsson (D), Bjöm Sigurðsson
(D) og Úlfur Bjömsson (G).
Spurt á Selfossi:
Hverju spáir þú um úrslit
kosninganna hér á Selfossi?
Regína Thorarensen fréttaritari:
- Ég treysti Brynleifi lækni og
henni Bryndísi Brynjólfsdóttur mjög
vel og ætla að kjósa þau. Ég spái því
að Kvennalistinn fái einn fulltrúa í
hreppsnefndina, þær eru mjög mál-
efnalegar. Alþýðubandalagið fær svo
tvo, Sjálfstæðisflokkur fjóra og
Framsókn tvo.
Benedikt Franklínsson bílstjóri:
- Það er mjög erfitt að spá um úr-
slit. Þetta á eftir að ruglast mikið
því það eru margir nýir listar og
nýtt fólk.
Guðjón Öfjörð rennismiður:
- Sjálfstæðisflokkur fær 3 menn,
Framsóknarflokkur 4, Alþýðubanda-
lag 1 og Alþýðuflokkur 1.
Jón Ragnar Ólafsson, atvinnulaus:
- Ætli þetta verði ekki mjög svip-
að. Kannski tapar Framsókn einum
til Kvennalistans.
Hrafnkell Guðmundsson nemi:
- Sjálfstæðisflokkur heldur sínum
fjórum fulltrúum.
Guðjón Bárðarson ellilífeyrisþegi:
- Eg hef ekkert spekúlerað í þessu
og veit ekki hverju ég á að spá.