Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 36
36
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
Sviðsljós
Sviðsljós
Jón bóndi
sá
Sviðsljós
Skúli Pálsson, sjónvarpsjöfur á Ólafsfirði, og Jón bóndi Árnason tylla
sér viö sjónvarpsdiskinn á hlaðinu á Syðri-Á sem er vestan megin í
Ólafsfirði.
Bóndi á gervihnattaöld. Jón inni í stofu og gervihnattasjónvarpið í gangi.
Hátigna-
herinn
Þessi konunglega löðurmynd var tekin í sænsku höllinni þegar Karl
Gústaf varð fertugur. Fyrirsæturnar eru helstu kóngahjón i Evrópu
og meirihlutinn er annaðhvort skyldur eða tengdur - og jafnvel hvort
tveggja. Fremst sitja Karl Gústaf og Silvia meö börnin þrjú - Carl
Philip, Madeleine og Victoriu.
Ólyginn
sagði...
Reagan
beint
Elísabet
Englands-
drottning
var feikifín á sextugsafmælinu í
rauðri kápu með rauðan hatt og
í hattbarðinu sat rauð fjöður.
Drottningin brosti á báðar hendur
til þegnanna og birtist alsæl með
aldurinn. Mamma hennarmætti á
staðinn líka og hafði verið látin í
himinblátt átfitt þannig að mæð-
gurnar vöktu almenna lukku
meðal þegnanna. Sarah Andrew-
ssnúlla þótti einnig standa sig
með prýði og var greinilega hverja
sekúndu undir árvökulu augnar-
áði mæðgnanna flekklausu.
Jón Árnason, bóndi á bænum
Syðri-Á, vestan megin í Ólafsfirði,
sá Ronald Reagan, í beinni útsend-
ingu, skýra frá árásinni á Líbýu.
Luxor-sjónvarpsdiskurinn, sem
hann hefur á hlaðinu við bæinn,
gerði honum þetta kleift. Diskur-
inn er í eigu Skúla Pálssonar
„sjónvarpsjöfursins“ sem rekur
sjónvarpsstöð á Ólafsfirði. Skúli
varð að flytja diskinn til Jóns, þar
sem fjöllin skyggðu á sendingar
með disknum í Ölafsfjarðarbæ.
„Ég hef nú ekki horft mikið á
sjónvarp undanfarið, það er sauð-
burður og mikið að gera,“ sagði
Jón, þegar við sóttum hann heim
nýlega. „Ég hef hvað mest horft á
gervihnattasjónvarpið þegar ís-
lenska sjónvarpið er svo lélegt að
ekki er hægt að horfa á það, og
eins um helgar,"
Jón horfir á þrjár stöðvar, World-
net, New World og TV-Five, en
diskurinn nær um 10 sjónvarps-
Michael
stöðvum. Það var í Worldnet sem
Jón sá Reagan í beinni útsendingu.
-JGH/Akureyri
Jón Árnason er þekktastur sem
harmonikuleikari Ólafsfiröinga,
hefur skemmt bæjarbúum í áratugi
og þykir ómissandi músíkant. „Ég
hef fokkað þetta með nikkuna frá
því ég var unglingur."
DV-myndir JGH
Jackáon
langaði í einkaþotu með öllum
helstu þægindum. Hann vildi hafa
hana litla en samt útbúna öllu sem
stórar glæsiþotur hafa upp á að
bjóða. Þannig apparat fyrirfannst
ekki á markaðnum svo Mikki fékk
sér eina litla og lét innrétta alveg
upp á nýtt. Fyrirtækið kostaði ekki
nema sextíu milljónir króna.
Wallis Simpson
fékk óteljandi ástarbrét frá kóng-
inum sínum. Þarsagðist hann alls
ekki geta lifað án hennar og vera
hreinlega að springa í tætlur af
ást. Honum var forðað frá því að
enda úti um alla veggi, ástinni
hélt hann en varð að eftirláta öðr-
um konungdæmið. Fáum sögum
fer af sorginni yfir ríkismissinum
og hertoginn af Windsor virtist
sætta sig fullkomlega við að lifa
landflótta það sem eftir lifði
ævinnar.
Ekki kóngur
og...
Parið á þessari brúðarmynd varð
aldrei kóngur og drottning eins og
gerist þó í öllum helstu ævintýrum
við sambærilegan atburð. Honum
var sumsé ætlað að verða kóngur
Bretlands og hún var stóra ástin í
lífi hans. En hertogahjónin af Winds-
or urðu aldrei kóngur og drottning
í ríki sínu og einungis vegna þess
að hún hafði tvisvar gengið í hjóna-
band fyrir.
Sagan segir að Elísabet, sem síðar
varð Englandsdrottning, hafi aldrei
talað um þessa konu frænda síns
öðruvísi en sem „þessa þarna konu“
en Wallis Simpson hefndi sín með
því að hóta að erfðaskartið félli aldr-
ei úr hennar höndum til drottningar-
innar aftur. En Diönu tókst að bræða
Wallis og nú eru gamlir gimsteinar
bresku krúnunnar komnir til síns
heima - í skartgripaskrín Diönu
prinsessu.