Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Qupperneq 5
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
49
HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó HM í Mexíkó
Mexíkó:
æfingabúðum
• Arnór Guðjohnsen.
Belgía fer upp
- segir Amór Guðjohnsen
Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara
Dy í Belgíu:
Ég hef trú á því að Evrópuliðin
Frakkland, Spánn, England og Sov-
étríkin komi til með að beijast um
HM-titilinn ásamt S-Ameríkuliðun-
um, Argentínu, Brasilíu og Mexíkó,"
sagði Arnór Guðjohnsen knatt-
spyrnumaður sem leikið hefur með
belgíska liðinu Anderlecht undan-
farin ár. Hverjir eru möguleikar
Belga? „Ég held að þeir geti komið
á óvart og ég spái að þeir komist upp
úr riðlinum. Það fer þó mikið eftir
því hvernig þeir ná að aðlagast lofts-
laginu og hitanum í Mexíkó. Vörnin
er veikasti hlekkurinn þó að liðið sé
með mjög góðan markvörð og hinn
frábæra Eric Gerets. Mér finnst þá
tilfinnanlega vanta leikstjórnanda á
borð við Platini hjá Frökkum. Liðs-
heildin og taktískur leikur liðsins
kemur til með að verða aðalvopn
liðsins í keppninni.
Hvað um þig, er ekki sárt fyrir at-
vinnumann að sitja heima? Það er
draumur hvers leikmanns að leika í
heimsmeistara- eða Evrópukeppni,
auglýsingin sem hver leikmaður fær
er ótrúleg. Ég get nefnt sem dæmi
Preben Elkjær Larsen sem var búinn
að eiga miðlungstímabil með Loker-
en. í síðustu Evrópukeppni lék hann
frábærlega með danska landsliðinu
og fékk að launum gott tilboð frá
Ítalíu þar sem hann leikur nú.
Ár í
Líklega kemur ekkert lið betur
undirbúið til keppninnar en gestgjaf-
arnir Mexíkó. Þeir landsliðsmann-
anna, sem leika með mexíkönskum
félagsliðum, hafa verið meira og
minna í æfingabúðum í eitt ár fyrir
keppnina. Þá kemur þunna loftið
þeim heldur ekki í opna skjöldu eins
og svo mörgum öðrum liðum. Þvert
á móti, þetta eru þær aðstæður sem
heimamenn eru vanastir.
Mexíkanskir áhangendur treysta á
sitt lið og stjörnu sína, Hugo Sanc-
hes, sem leikur með Real Madrid.
Til marks um áhuga Mexíkana á
átrúnaðargoði sínu má benda á að
mexíkanska sjónvarpið sýnir alltaf
leiki Real Madrid beint. Sanches var
markahæstur í spönsku deildinni á
síðasta keppnistímabili. Einn þeirra
sem gæti gert garðinn frægan er
Thomas Boy sem þekktur er fyrir
aukaspyrnuar sínar. Hann er þó
kominn af léttasta skeiði og mun
tæpast leika í heilar níutíu mínútur.
Annars er lið Mexíkó þannig:
Markverðir
1. Paplo Larios. 25 ára. 39 leikir. Hávax-
inn og líklegur aðalmarkvörður liðsins
í keppninni.
12. Ignacio Rodriguez Baena. 29 ára.
13 leikir.
20. Olaf Heredia. 28 ára. 23 leikir.
Varnarmenn.
2. Mario Trejo. 30 ára. 65 leikir.
3. Fernando Quirarte. 29 ára. 39 leikir.
4. Armondo Ponce. 27 ára. 43 leikir.
14. Felix Cruz. 26 ára. 44 leikir.
17. Raul Servin. 23 ára. 24 leikir.
18. Rafael Amador. 27 ára. 36 leikir.
Miðjumenn.
6. Carlos de Los Cobos 27 ára. 34 leikir.
7. Miguel Espana. 22 ára. 41 leikur.
8. Alejandro t Dominguez. 24 ára. 24
leikir.
10. Tomas Boy. 33 ára. 70 leikir. Fyrir-
liði. Hefur viðurnefnið „stjórinn". Mjög
leikinn með vinstri fæti. Hefur skorað
23 mörk fyrir Mexíkó.
16. Carlos Munoz. 25 óra. 46 leikir.
21. Cristobal Ortega. 29 ára. 35 leikir.
22. Manuel Negrete. 26 ára. 54 leikir.
Stjarna liðsins þegar Sanches leikur
ekki. Jafnfættur og mjög leikinn. Líklegt
að hann veki áhuga stórliða á meðan á
keppnibnni stendur. 12 mörk fyrir Mex-
íkó.
Sóknarmenn.
5. Francisco Cruz. 20 ára. 1 leikur.
9. Hugo Sanchez. 27 ára. 58 leikir. hef-
ur skorað 36 mörk fyrir Mexíkó.
Vörumerki hans er kollhnís eftir gott
mark.
11. Carlos Hermosillo. 21 árs. 28 leikir.
13. Javier Aguirre. 27 ára. 54 leikir.
15. Luis Flores. 24 ára. 46 leikir. Þrátt
fyrir litla hæð, góður í loftinu. Líklegur
til að leika með Sanches í fremstu víg-
línu.
19. Javier Hernandez. 24 ára. 25 leikir.
Þjálfari liðsins er Júgóslavinn
Bora Milotinovic. Hann tók við lið-
inu 1983 og hefur á þremur árum
tekist að lagfæra leik þess mikið.
Vinsæll meðal leikmanna og fjöl-
miðla. Þjálfaði áður í Frakklandi.
• Landslið gestgjafanna. Aftari röð frá vinstri: Munoz, Espana, Larios, Boy, Cruz, Manzo. Fremri röð frá vinstri:
Aguirre, Negrete, Chavez, Amador, Flores.
ERÞETTA
EKKI ,
RÉTTA SPOLAN
FYRIR ÞIG
Viö óskum PANASONIC til hamingju meö nýju
VHS myndbandsspóluna, PREMIUM STD.
Það geröi japanska rafeindaeftirlitiö líka þegar
þaö veitti PANASONIC PREMIUM spólunni
viöurkenningu sína fyrir gæöi. Fyrsta VHS
spólan sem fengiö hefur viöurkenningu frá
þeirri stofnun.
^JAPIS
8RAUTARH0LT 2 SlMI 27133