Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Qupperneq 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Ragna Olafsdóttir skipuð yfirkennari Melaskóla: „Heppileg lausn á málinu“ - segir Sverrir Hermannsson „Ég hef skipað Rögnu Ólafsdóttur í stöðu yfirkennara við Melaskólann og það mál leystist af sjálfu sér,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra í samtali við DV. Mikill ágreiningur varð, á milli skólastjóra og kennara Melaskólans annars vegar og Fræðsluráðs hins vegar, þegar ráða átti nýjan yfirkenn- ara við Melaskólann og gekk Fræðs- luráð fram hjá Rögnu Ólafsdóttur sem skólastjóri og kennciralið skólans höfðu mælt með. Málið leystist skyndilega þegar hinn umsækjandinn, Jón Sigurðsson, dró umsókn sína til baka í skeyti til menntamálaráðherra í gær. „Hann gaf engar skýringar á því en því verður ekki neitað að það er mjög heppilegt að málið skuli leysast á þennan hátt. Ég hafði búið mig undir að taka ákvörðun eins fjótt og mögu- legt væri enda er óhollt að svona mál dragist á langinn. Þetta vai því farsæl „Ráðherra fer með þessu að lands- lögum og ég hef enga ástæðu til að ætla að hann hefði afgreitt málið með öðrum hætti, hefði Jón Sigurðsson ekki dregið umsókn sína til baka,“ sagði Ragna Ólafsdóttir sem Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hefur nú skipað sem yfirkennara við Melaskólann. „Ég verð nú að viðurkenna að það hefði verið mun sterkara ef Jón hefði ekki dregið sig í hlé, enda gerði fólk lausn á erfiðu máli,“ sagði Sverrir Hermannsson. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa verið búinn að taka ákvörðun um hvor umsækjandinn hreppti stöðuna. „Vegna þessara málaloka tel ég mér ekki skylt að tjá mig um hver afstaða mín hefði annars verið.“ -S.Konn. sér almennt grein fyrir því að hér var mjög mikilvægt prófmál á ferðinni. Ég trúði því hins vegar alltaf að rétt> lætið myndi sigra og þessi afgreiðsla ráðherra kennir vonandi þessu fólki í Fræðsluráði sína lexíu og sýnir þeim að það eru takmörk fyrir því sem hægt er að leyfa sér í krafti meirihluta- valds. Ég er afar ánægð með þessi málalok og ég veit að svo er um fleiri,“ sagði Ragna að lokum. -S.Konn. „Valdið er ráðherrans“ - segir Ragnar Júlíusson Ragnar Júlíu&son, skólastjóri Álftamýrarskóla og fulltrúi íFræð- sluráði, vildi ekkert um þessi málalok segja. Hann mælti, svo sem kunnugt er, gegn ályktun kennaraliðs og skólastjóra Mela- skólans um stuðning við Rögnu Ólafsdóttur og veitti, ásamt meiri- hluta Fræðsluráðs, Jóni Sigurðs- syni stuðning. En þessi ályktun meirihluta Fræðsluráðs var af mörgum túlkað sem grófleg mis- munun vegna stjómmálaskoðana Rögnu og olli miklum styr og deil- um. „Ég hef ekki tjáð mig um málið opinberlega, mun ekki gera það. En auðvitað er valdið ráðher- rans,“ var það eina sem Ragnar vildi segja um skipun Rögnu Ólafs- dóttur í stöðu yfirkennara við Melaskólann. -S.Konn. Endurskoða fjarskiptalög i Ijosi nýrrar tækni Nefndin sem samgönguráðherra skipaði fyrir hálfum mánuði til að endurskoða fjarskiptalög hefur nokkuð frjálsar hendur um hvem- ig hún tekur á verkefhi sínu. í erindisbréfi er henni ætlað að end- urskoða fjarskiptalög í Ijósi þeirrar reynslu sem fengin er og í ljósi þeirra öm breytinga sem orðið hafa á sviði fjarskipta. Eitt helsta verkefhi fjarskipta- laganefhdarinnar verður að semja reglur um lagningu strengja fyrir útvarpskerfi, öðm nafni kapal- kerfi. Nefndin hefur ekki komið sam- an. I hana vom skipaðir: Jón Skúlason póst- og símamálastjóri, formaður, Leifur Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Jón Birgir Jónsson, yfirverkfræð- ingur hjá Vegagerðinni, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Helgi Pét- ursson, blaðafulltrúi Sambandsins. -KMU „Var búinn að fa nóg af þessu máli“ - segir Jón Sigurðsson um stöðuna og }jó kennaralið Melaskólans hafi fullvissað mig um að stuðningur þeirra við Rögnu beindist ekki að mér pereónulega, þá hefur þetta skapað ágreining og meiri leiðindi en ég vil eiga þátt í.“ Jón sagðist vera þakklátur Fræðsluráði fyrir stuðning þeirra við sig en vegna forsögu málsins hefði hann ekki viljað láta reyna á úrskurð menntamálaráöherra. „Það hefur .ýmislegt komið upp á yfirborðið eftir að ég lagði umsókn mína inn og það em hlutir sem ég kæri mig ekki um að tíunda nán- ar. Ég tók þá ákvörðun að draga mig út úr þessu og er feginn að málinu er lokið.“ -S.Konn. „Ástæður þess að ég dró umsókn mína til baka em persónulegs eðl- is og ég vil ekki raiða það neitt frekar,“ sagði Jón Sigurðsson, annar umsækjandinn um stöðu yfirkennara við Melaskólann. Með símskeyti sem Jón sendi mennta- málaráðherra dró hann umsókn sína til baka og hjó með því á hnútinn í ágreiningsmáli Fræðs- luráðs og kennaraliðs Melaskól- ans. „Þetta varð bara miklu meira mál en mér hafði nokkm sinni dottið i hug og ég var búinn að fá \ nóg. Þetta vom orðin svo mikil leiðindi og ég vildi ekki koma af stað leiðindum með þessari um- sókn minni. Þama vom tveir kennarar við sama skóla sem sóttu I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari i dag mælir Dagfari í sæluvímu frá Mexíkó Þjóðin hefur verið þaulsætin fyrir framan sjónvarpið að undanfömu til að fylgjast með útsendingu á fót- boltaleikjum frá Mexíkó. Er ekki útlit fyrir að þar verði lát á á næst- unni. Undantekning frá þessu er þó maður sá sem skrifar um útvarp og sjónvarp fyrir Morgunblaðið. Hann kvartar sáran undan þvi hvað knatt- spyma sé leiðinleg íþrótt og skrifar um þetta hvem dálkinn á fætur öðr- um. Skrítið að maðurinn skuli kvelja sjálfan sig til að liggja yfir fótboltan- um lon og don fyrst honum er það svo ógeðfellt. Það hlýtur að vera skrítin persóna sem hafði ekki gaman af leik Dana og Urugvæjara á dögunum. Jafhvel menn, sem sjaldan eða aldrei fara á völlinn, komust í ham heima i stofu og slógu um sig með hrópum og köllum ásamt tilheyrandi Ieiðbein- ingum til leikmanna sem þeyttust um í mörg þúsund milna fjarlægð. Raunar berast fréttir af hinum ólík- legustu tiltektum sjónvarpsáhorf- enda víðs vegar um heiminn. I Beirut fleygðu menn sjónvarpstækjum sin- um út um glugga í bræði eftir að lið þeirra hafði tapað. Þá eru dæmi um að menn hafi ráðist með skotvopn- um á tæki sín og hleypt af þegar illa hefur gengið fyrir þeirra liði. Sömu- leiðis mun köttur hafa stokkið út um glugga á fjórðu hæð, ær af ótta við tryllingsleg viðbrögð húsbænda sinna þá þeir fylgdust með einum kappleikjanna. En fjörið hefur auð- vitað verið mest í Danmörku að undanförnu. Við glæsilega sigra danska liðsins hafa Iandar, sem heima sitja, stigið trylltan dans á götum úti frá miðnætti og fram til morguns. Þeir sem eiga mikil við- skipti við fyrirtæki í Danmörku kvarta undan því að erfitt sé að hitta á mann sem er tilbúinn að ræða við- skiptamál. Danir ræða fyrst og fremst um fótbolta þessa dagana og nota hvert tækifæri til gleðskapar. Nú hefur komið í ljós að marka- kóngiu- danska liðsins reykir þijá pakka af ákveðinni sígarettutegund á dag og hefur hann þar með fært órækar sönnur á hollustu tóbaksr- eykinga. En það eru fleiri nautnir sem dönsku leikmennimir dýrka því þeir hafa fengið leyfi til að hafa kon- ur sínar í seilingarfjarlægð og hefur það greinilega haft mjög örvandi áhrif á þá. Næst kemur liklega í Ijós að þeir skella i sig nokkrum öllurum fyrir leiki og þar með að allt er þá er þrennt er. En hvað sem líður afrekum Dana innan vallar sem utan þá fer það ekki milli mála að sjónvarpið frá Mexíkó er kærkomin afþreying fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Enda er fátt um fína drætti í pólitíkinni núna og farið að bera á skorti á nýjum hneykslismálum til að kjamsa á, fólki til ánægju og yndisauka í regni og kulda. Allir hafa vit á fótbolta og enginn vandi að spila sig þar sem sérfræðing með því að hirða upp mola úr dagblöðunum til að bæta við það sem sjá má með eigin augum á skjánum. Sennilega væri það mörg- um ánægjuefni ef sjónvarpið vildi endursýna nokkra leiki þá daga sem ekki er sent beint frá Mexíkó. Bjami Fel er orðinn þjóðhetja fyrir að skaffa alla þessa leiki og hlýtur að eiga öruggt sæti á lista fyrir næstu þingkosningar. Hins vegar vekur það óneitanlega nokkra furðu að fjöl- miðlar skuli ekki birta viðtöl við neina íslendinga sem staddir eru í Mexíkó í tilefhi fótboltans. Því verð- ur ekki trúað að ekki megi finna þar landa í hópi. Fréttastofa útvarps hef- ur hins vegar brugðið á það þjóðráð að láta fréttaritara sinn á Spáni lýsa gangi leikja í Mexíkó frá garðsvölum sinum í Madrid og eru þær lýsingar ómetanlegur fengur fyrir okkur hér heima. Þar sló gufuradíóið sjón- varpinu aldeilis við. Dagfari var svo hrifinn af þessu framtaki að hann Ies nú aðallega um gang mála í Mexikó í dagblöðum frá Asíu og öðlast þann- ig enn fyllri mynd af því sem fram fer á sparkvöllum Mexíkóborgar. Utvarpið getur raunar nýtt sér þessa snjöllu hugmynd enn betur, til dæm- is með því að láta sinn mann á Egilsstöðum lýsa fótboltaleikjum sem fram fara á Akureyri eða í Vest- mannaeyjum. En hvað sem þvi líður þá eigum við öll, nema Morgunblaðsmaður- inn, eftir að eiga margar ánægju- stundir við skjáinn til viðbótar þar sem Bjarni Fel og aðrir leikmenn sýna snilldartakta á milli þess sem þeir, það er að segja leikmennirnir en ekki Bjami, soga að sér tóbaks- reykinn, grípa til kvenna og teyga ölið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.