Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Side 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Staða Framsóknar DV birti fyrir helgina úttekt á fylgi Framsóknar- flokksins í Reykjavík og á Reykjanesi í kosningum um mörg undanfarin ár. Framsókn stendur illa í þessum kjördæmum. í Reykjavík hefur flokkurinn einungis tvisvar fengið lægra hlutfall í borgarstjórnarkosningum en núna. Það var árið 1944, þegar flokkurinn fékk að- eins 5,6 prósent, og árið 1946, þegar Framsókn fékk 6,6 prósent. Nú fékk Framsóknarflokkurinn einungis 7 pró- sent. Framsókn hefur fengið hærra hlutfall en núna í öllum þingkosningum eftir kjördæmabreytinguna 1959, jafnvel í ósigrinum 1978, en þá hlaut Framsókn 8,3 pró- sent í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn komst upp í 17,2 prósent í borgarstjórnarkosningunum 1970. Niðurstaðan er, að flokkurinn er enn á niðurleið í Reykjavík. Á Reykjanesi fékk Framsókn nú 11,5 prósent í bæjum og kauptúnum. Hlutfallslega náði fylgi flokksins há- marki á Reykjanesi 1967, þegar það varð 23,7 prósent atkvæða. í þingkosningunum 1978 fór fylgi Framsóknar í kjördæminu niður í 10,6 prósent og var 11,9 prósent í síðustu þingkosningum, árið 1983. Niðurstaðan er, að fylgishrun Framsóknar hafi stöðvazt á Reykjanesi eftir mikið tap fyrir nokkru. Framsókn tapaði á öllu landinu um þremur prósentu- stigum í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Fylgistap flokksins í þéttbýlinu frá kosningunum 1982 er mikið, einkum á suðvesturhorninu. Fyrst koma mönnum í hug kjarasamningarnir síðastliðinn vetur. Efnahagsástandið batnaði, lífskjör bötnuðu hjá flestum. Skoðanakannanir sýndu einnig, að Framsókn bætti stöðu sína, ef hugsað var til þingkosninga. Framsóknar- menn tala gjarnan eftir kosningar nú um, að þeir hafi bætt stöðu sína í Reykjavík, frá því sem hún var á botni í skoðanakönnunum eftir áramót. Þeir geta þá einnig hugsað til þess, hvernig staða flokksins hefur hríðversn- að í kosningabaráttunni á öllu landinu frá því sem var, þegar landsmenn vildu þakka forsætisráðherra kjara- samningana og góða efnahagsstöðu eftir þá. Allt bendir til, að þetta þakklæti hafi verið mjög tíma- bundið og Qarað út fljótlega. Framsókn er ekki sá frjálslyndi borgaraflokkur, sem til dæmis Einar heitinn Ágústsson byggði upp í Reykja- vík. Framsóknarmönnum hefur ekki tekizt að komast hjá því að verða aftur bænda- og SÍS-flokkur. Nú hefur kaupfélagsveldið víða hrunið í sveitar- stjórnarkosningum. Það er vel, því að þetta hefur verið afturhaldssamt veldi. Slík fyrirtæki sem kaupfélögin, stór atvinnuveitandi á ýmsum stöðum, eiga auðvitað ekki að ráða ferð í kosningum. Ekki er víst, að þetta veldi rísi að nýju. Framsókn hefur síðustu ár að nýju birzt sem andstæð- ingur neytenda. Hún hefur komið fram sem klíkuflokk- ur, alræmdur fyrir úthlutun bitlinga til gæðinga. Framsókn hefur birzt sem vondur kerfisflokkur, á tímum þegar almenningur hefur vaknað til vitundar um, að kerfinu þarf að breyta. Kerfið hefur kostað okkur mik- ið í lífskjörum. Við bætist forystuleysi flokksins í þéttbýlinu á suð- vesturhorninu, forystuleysi sem formaður flokksins hefur jafnvel gagnrýnt opinberlega. Framsókn þarf mikla endurhæfingu. Haukiir Helgason. Reagan-stjómin gefur ekki banda- mönnum sínum innan Nató mikinn svefhfrið á þessum vordögum. Varla höfðu stjómir Nató-ríkja og ráð- herrar fjailað um þá kröfu Banda- ríkjastjómar og hefja framleiðslu nýrra efnavopna eftir 17 ára hlé þeg- ar Reagan tilkynnti um þá fyriætlan að hætta að virða Salt-2 samninginn. Sá boðskapur þykir jafhvel enn ugg- vænlegri en áformin um ný efna- vopn. Salt-2 samningurinn var undir- búinn í tíð Carters og Bresnjéfs og undirritaður í júní 1979. Samkvæmt honum fallast risaveldin á takmark- anir eða þak á heildarfjölda kjam- orkuárásarvopna. Þótt Bandaríkja- þing hafi ekki staðfest samninginn hefur honum verið framfylgt til þessa og á fyrra kjörtímabili lýsti Reagan því yfir að hann myndi virða samn- Hámarksfjöldi skotkerfa fyrir MIRV-odda strategískar landeld- fiaugar. Samanlagóur hámarksfjöldi skot- keifa fyrir MÍRV-odda strategískar landeldflaugar og skotkerfa tyrir kafbátaeldflaugar. öll ofangreind vopn aó vióbættum strategískum sprengjuflugvélum sem geróar eru til aó bera lang- drægar (drægni meiri en 600 km) stýriflaugar. öll ofangreind vopn aó vióbættum MIRV-odda og einsodds stiategískum landeldflaugum og kafbátaeldflaugum og strategískum sprengjuflugvélum sem ekki eru geróar til aó bera langdrægar stýriflaugar. Takmarkanir á fjölda vopna í Salt 2 Flóðgáttir kjamorku- vígbúnaðar opnaðar inginn þótt hann hafi verið andvígur honum áður en hann varð forseti. Litið hefur verið á Salt-1 samn- inginn frá 1972 um takmörkun gagneldflaugakerfa og Salt-2 samninginn um takmörkun á ijölda kjamorkuárásarvopna sem helstu viðspymuna gegn vígbúnaðarbrjálæðinu þrátt fyrir versnandi sambúð milli risaveld- anna eftir valdatöku Reagans og innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Þrátt fyrir gagnkvæmar ásakanir ávarpi hans við setningu fundarins var hins vegar ekki vikið einu ein- asta orði að þessu storkandi skrefi Bandaríkjastjómar sem tilkynnt var um tveimur dögum fyrir upphaf fúndarins. Innlegg utanríkisráð- herra íslands á þessum fundi voru gamlar klisjur, m.a. um „grundvall- arhugsjónir" Nató og „linnulausa hemaðaruppbyggingu Sovét- manna“. „Aldrei hefur verið meiri þörf djúphygginna stjómmálaleið- ákvæði Salt-I og Salt-II, nái þau ekki nýjum samningum fyrir árslok," seg- ir í frásögn Morgunblaðsins. Það ríður greinilega á miklu að enginn sakfelli Reagan fyrir að fara offari í vígbúnaðarmálum því að í leiðara Morgunblaðsins sama dag, 1. júní, segir ritstjórinn undir fyrir- sögninni: „Afetaðan til Salt-2“: „Bandaríkjastjóm vill að famar verði aðrar leiðir til að takmarka vígbúnað en markaðar em í Salt- samkomulaginu. Hún vill að stefnt verði markvisst að fækkun kjamorkuvopna“ (leturbreyting H.G.). Þögn framsóknarráðherra Frá ráðherrum Framsóknar- flokksins heíur ekki heyrst hósti né stuna vegna þessara síðustu ótíðinda í afvopnunarmálum. Steingrímur Hermannsson hefur ekki einu sinni „harmað" yfirlýsingar Reagans um að hverfa frá Salt-2 og magna vígbúnaðarkapphlaupið. Þó era til framsóknarmenn sem hafa skoðun á þessu máli. Þórarinn Þórarinsson ritar grein í Tímann 8. júnl undir fyrirsögninni „Dimm- ur skuggi hvíldi yfu- utanríkis- ráðherrafundinum í Halifax. Vígbúnaðarsinnar ráða orðið ferðinni í Hvíta húsinu.“ Þessi grein er birt neðanmáls á 16. síðu blaðsins undir fyrirferðarmikilli um- fjöllun um Roger Moore og James Bond. Einhvem tíma hefðu þó af- dráttarlaus ummæli Þórarins Þórarinssonar eins og þau koma fram í greininni talist til tíðinda. Greininni lýkur hann með þessum orðum: um að brotið væri gegn þessum samningum hafa báðir aðilar talið sig bundna af þeim. Talsmenn ríkis- stjóma Nató-landa hafa á undan- fömum árum vísað til þessara samninga æ ofan í æ þegar Reagan- stjómin hefúr verið sökuð um stigmögnun vígbúnaðarkapphlaups- ins. Varðandi leyfílegan híimarksfjölda einstakra gerða af vopnum sam- kvæmt Salt-2 samningnum vísast til meðfylgjandi skýringarmyndar sem tekin er úr riti Öryggismálanefhdar: „Samningur um afvopnun og tak- mörkun vígbúnaðar“ sem kom út á árinu 1985. Skoðanalaus „heiðursforseti" Nú hefúr blaðinu verið snúið við. í aðdraganda utanríkisráðherra- fundar Nató í Halifax í Kanada 29. maí 1986 lýsti Reagan því yfir flest- um að óvörum að Bandaríkin hygðust hverfa frá Salt>2 samningn- um fyrir lok þessa árs. Fréttaský- rendur telja þetta eitt afdrifarí- kasta skref Reagan-stjómarinn- ar í vigbúnaðarmálum og bera vott um að haukar og öflin lengst Hjörleifur Guttormsson þingmaðurfyrir Alþýðubandalagið toga en nú á tímum kjamorkunn- ar...“ sagði Matthías og hafa sjálfsagt margir hugsað til Reagans í þeim töluðum orðum. „Reagan-stjórnin gefur ekki bandamönn- um sínum innan Nató mikinn svefnfrið á þessum vordögum.“ til hægri að baki forsetanum hafi orðið ofan á. Röksemdunum að baki þessari ákvörðun hafa sumir embættismenn vestra líkt við „hafragraut". Þessi ákvörðun Reagans, sem kom bandamönnum hans í opna skjöldu, bættist við önnur áhyggjuefni á ut- anríkisráðherrafúndinum í Halifax. Margir ráðherrar lýstu þar áhyggj- um sínum og andstöðu við þetta afdrifaríka skref og er talið að ráð- herrar Kanada og Bretlands hafi þar gefið tóninn. Þennan fund sótti Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra og var þar raunar heiðursforseti. í Fréttaflutningur Morgunblaðsins Morgunblaðið fjallar um þessi tíð- indi á forsíðu 31. maí undir fyrir- sögninni: „Bandaríkin bjóða nýjan samning í stað Salt-II“ og er þar vísað í yfirklór Shultz utan- ríkisráðherra. Þann 1. júní er síðan forsíðufyrirsögn blaðsins: „Rússar ákveða að hverfa frá SaIt-II“. Þannig er þeim sem láta sér nægja að lesa fyrirsagnimar ætlað að trúa að bölvaðir Rússamir hafi átt frum- kvæðið að því að gera að engu takmárkanir á framleiðslu kjam- orkuárásarvopna. „Stórveldin tvö virðast því bæði reiðubúin að bijóta „Að óbreyttri núverandi stefnu Bandaríkjastjómar liggja leiðir Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu sundur. Bandaríkjastjóm þarf að gera sér ljóst, að núverandi víg- búnaðarstefna hennar er hið mesta vatn á myllu Sovétríkjanna sem hugsast getur.“ Ég hef hér vakið athygli á afetöðu utanríkisráðherra eins og hún birtist í þögn íslenskra stjómvalda í máli sem snertir framtíð mannkynsins. Fréttaflutningur Morgunblaðsins um afstöðu Bandaríkjastjómar til kjamorkuvígbúnaðarmála hrópar í himininn. Hitt aðalmálgagn ríkis- stjómarinnar, Tíminn, stingur aðvöranarorðum fyrrverandi rit- stjóra í skammarkrók á sama tíma og ráðherrar Framsóknar þegja sem fastast. Allt gerist þetta þrátt fyrir einróma samþykkt Alþingis í maí 1985 um stefnu íslendinga í afvopn- unarmálum. Hvað varðar ráherra um þingvilj- ann? Hjörleifur Guttormsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.