Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986.
19
Menning
Menning
Menning
Menning
Tónleikar Dave Brubecks - Stórvið-
burður í jasssógu íslands
Dave Brubeck.
LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK
Tónleikar Dave Brubecks kvartettsins i
veitingahúsinu Broadway 8. júni.
Dave Brubeck hefur löngum verið
kallaður menntamaðurinn í jassin-
um. Liklega er hann frægasti
nemandi Dariusar Milhauds fyrr og
síðar. Hann var upphafsmaður jass-
smiðjunnar (jázz workshop) og
boðberi margra nýjunga í jassi. Ann-
ars segir Jón Múli kjamann úr
sögunni af Dave Brubeck í bók sinni
Djass. „Kvartettinn varð vinsælasta
djasssveit Ameríku, einatt á hljóm-
leikaferðum út um allt land og önnur
lönd á næstu árum. Músíkin var oft
á háu djassplani en allt að einu létt
og aðgengileg."
Lýsing Jóns Múla gæti allt að einu
átt við Kvartett Dave Brubecks eins
og hann er nú, en vitanlega átti
hann við gamla kvartettinn marg-
fræga sem stofriaður var 1951 og lék
eins skipaður óralengi, að minnsta
kosti á aldursmælikvarða jasssveita.
Þann kvartett skipuðu auk höíúð-
paursins Paul Desmond, sem Múli
kallar „einhvem ljóðrænasta og lag-
vísasta saxófónista í öllum djassi",
Jo Morello á trommur og Eugene
Wright á bassa. Sá kvartett hafði
geysileg áhrif á tónsmekk þess fólks
sem nú er á milli fertugs og fimm-
tugs og ég þekki ótal dæmi þess að
fólk hafi hneigst til jassáhuga við
að heyra þann prísaða og sæla
kvartett.
Að glíma við goðsögn
Það kann því að hafa verið spenna
hjá mörgum að vita hvort goðsögnin
væri lifandi enn en aldurshópurinn,
sem ég gat um, fjölmennti á tónleik-
ana í Broadway. Og goðsögnin lifir
jafhfersk og blíðóma sem fyrr. Dave
Bmbeck er nákvæmlega jafnkúltf-
veraður tónlistarmaður og hann
hefúr alltaf verið. Ef nokkuð er, þá
er meira bit í karli en forðum. Með
sér hafði hann úrvalslið. Einn sona
sinna á bassa og ekki er hann ætt-
leri, pilturinn sá. Randy Jones sá um
slagverkið - ömggur maður og lif-
andi í sínu starfi. Að Desmond
gengnum hlýtur að hafa verið erfitt
að koma sem blásari inn í Dave
Brubeck kvartettinn. En snillingur-
inn, sem lék með Brubeck þetta
kvöldið, gerði meira en að fylla upp
í ímyndað skarð eftir goðsögn. Hann
fór á kostum. Blés jafnt á saxófóna
sem flautu og bar þó snilli hans á
flautuna af.
Glefsustíll
Efhisskráin spannaði vítt. Byrjun-
arlagið var eitt virðulegasta og
þekktasta lag jasssögunnar, Saint
Louis Blues, og síðan var keyrt á
eigin ópusum og annarra í nærri
þrjá tíma. Kenndi í lagavalinu
margra grasa og stundum viðhafður
glefsustíll þannig að hlaupið var úr
einu laginu í annað. Þannig leystist
C Jam Blues upp í Don’t Get Around
Much Anymore og guð má vita hvað.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Það einkenndi þó glefsustílinn hjá
þeim félögum, en hann getur einatt
verið ófrumlegur og leiðigjam, að
vera frumlega og hnökralaust saman
settur. Þannig spila einungis sannir
meistarar. Að lokum, eftir að áhey-
rendur vom búnir að fá Kathys
Waltz, Blue Rondo, Take Five og
allt hitt gaf meistarinn til kynna að
nóg væri komið með því að sveifla
léttilega Show Me The Way to Go
Home. Þetta var stórviðburður í
jasssögu íslands.
Einkar ánægjulegt var að finna
að tekið var mark á því sem kallað
var skítkast. Tónleikamir hófust
aðeins fjórtán mínútum eftir aug-
lýstan tíma. Reykingar vom bann-
aðar meðan á leiknum stóð, ekki
varð vart skarkala úr eldhúsi og
salemi vom lokuð svo rafdrifnar
handþurrkur hvæstu ekki í kapp við
músíkina. Hverjum sem þakka ber
skal hér með þakkað fyrir framför.
-EM
Bráðþroska, smekk-
vís og snjall
USTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK.
Tónleikar Tomas Landers og Jan Eyron i
Gamla biói 8. júní.
Á efnisskrá: Ljóðsöngvar eftir: Robert
Schumann, Gabriel Fauré, Richard
Strauss og Ottorino Respighi.
Tomas Lander telja margir eina
stærstu stjömu framtíðarinnar í
sænsku sönglífi. En hingað var hann
nú kominn á Listahátíð svo að menn
gátu dæmt af eigin raun hversu efhi-
legur pilturinn væri. Reyndar var
tekið fram fyrir tónleikana að hann
gengi ekki heill til skógar. Kannski
beitti hann sér minna en ella fyrir vik-
ið, en annars held ég ekki að menn
hafi greint neinn krankleika í söng
hans.
Vel saman sett
Á fyrri hluta tónleikanna vom ein-
göngu söngvar eftir Schumann. Hafi
Tomas Lander sett efnisskrána saman
á eigin spýtur lýsir það óvenju miklum
þroska hjá svo ungum manni. Hafi
hann þegið góð ráð við gerð hennar
sýnir það að hann kann vel ráð að
þiggja. En þroski hins unga söngvara
birtist í fleiru en uppröðun efhisskrár.
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Öryggi hans í túlkun er frábært. Hún
einkennist af skýrum textaframburði,
klárri beitingu raddarinnar og hrein-
um tóni. Slíkt er ekki einungis að
þakka góðri skólun, heldur einnig
meðfæddri eða ræktaðri smekkvísi, og
rétt sama af hvorri gerðinni hún er.
Meðferð þeirra félaga á söngvum
Faurés, Richards Strauss og Respighis
var alveg á sömu bókina lærð, einstak-
lega smekkvís, vönduð og falleg.
Reyndar ber að geta sérstaklega ein-
stakrar meðferðar á Strauss söngvun-
um. Oft heyrir maður söngvara byrja
á Standchen (opus 17 nr. 2) með tölu-
verðum þjósti. Kannski finnst þeim
textinn, Wach auf, wach auf, gefa til-
efni til þess. En hér var einstaklega
blítt af stað farið - þó án þess að nokk-
urs missti í snerpu.
Hinn fullkomni þjónn
Jan Eyron þekkjum við að góðu.
Hann hefur komið hingað áður og
þjónað söngvurum með sínum ein-
staka leik. Mér finnst hann jafnan
vera í hlutverki hins fullkomna þjóns.
Hann hvetur þar sem þess er þörf,
dregur sig í hlé þegar söngvarinn á
að fá að blakta og mótar stílinn að
því er virðist í fullkominni samvinnu
við söngvarann, en þó er hans eigin
stíll í meðleiknum fastmótaður og auð-
þekktur.
Þegar tveir svo góðir leggja saman
er ekki við öðru en góðu að búast.
Tomas Lander er greinilega eitt helsta
skrautblómið í kröftugri raddrækt
Svía um þessar mundir.
-EM
Tomas Lander.