Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Page 23
DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. 23 Iþróttir Iþrottir Iþróttir Iþróttir Heimsmeistaramir gegn Evrópumeistumnum: „Leikurinn við Frakk- land verður erfiðuru það verða allir leikir í 2. umferð sagði Bearzot, þjálfari Italíu „Ég er ekki ánægður með hvemig leikmenn minir fóm með færin. Við hefðum átt skilið að skora fleiri mörk og í lokin þurftum við svo að berjast þar til dómarinn flautaði, eyða miklum krafti í það,“ sagði Enzo Bearzot, þjálf- ari heimsmeistara Ítalíu, eftir að lið hans hafði sigrað Suður- Kóreu, 3-2, í A-riðli í Puebla í gær og þar með tryggt sér rétt í 2. umferð keppninnar. Sigur Italíu var ömggari en tölumar gefa til kynna. Suður-Kórea skoraði síðara mark sitt á lokamínútu leiks- ins. Alessandro Altobelli skoraði öll þrjú mörk Ítalíu í leiknum og er nú orðinn markahæstur á HM með fimm mörk. Hann gæti verið hærri því hann tók vítaspymu í leiknum. Renndi knettinum innanfótar að markinu en boltinn fór í stöng. I 2. umferð leika heimsmeistaramir við Evrópumeist- ara Frakka á ólympíuleikvanginum í Mexíkó-borg 17. júní. Þá er útsláttar- keppni. Það lið sem tapar er úr leik. „Leikurinn við Frakkland verður erfiður en allir leikir okkar eftirleiðis í keppninni verða erfiðir. Það verða allir leikimir í 2. umferð. Þar leika ekki nema góð lið, kannski með einni til tveimur undantekningum. Það er ekki hægt að líkja þessu á neinn hátt við stöðuna hjá okkur eftir fyrstu umferðina í heimsmeistarakeppninni á Spáni fyrir fjórum árum. Þá áttu lið möguleika að komast áfram úr 2. umferð þrátt fyrir tap. Nú er hrein útsláttarkeppni. Ef lið sigrar ekki get- ur það farið heim,“ sagði Bearzot. „Þeir áttu alveg miðjuna og vom okkur mun fremri tæknilega. Ef við hefðum verið sterkari í vörn hefðu úrslitin getað orðið önnur,“ sagði Kim Jung-Nam, þjálfari Suður- Kóreu- manna, og bætti við „ítalir sýndu það í leiknum hvers vegna þeir em heims- meistarar." Þrenna Altobelli ítalir byrjuðu með miklum krafti í leiknum, léku sóknarleik eins og Be- arzot hafði lofað. Strax á fyrstu mínútu splundraði Bruno Conti vöm mót- herjanna. Gaf síðan á Antonio di Gennaro í opnu færi. Miðherjinn lét markvörðinn hins vegar verja frá sér - slakt skot. Þá lék Conti di Napoli frían, síðan gefið fyrir en Altobelli skallaði naumlega yfir. Á 5. mín. varði Oh Yun-Kyo hreint á undraverðan hátt frá Cabrini. Síðan komu Kóreu- mennimir meira inn í leikinn, áttu skot að marki en yfir. Altobelli skor- aði fyrsta mark leiksins á 18. mín. Lék á markvörðinn áður en hann renndi knettinum í markið. Fékk snilldar- sendingu frá Gennaro. Eftir markið varð mikil harka í leiknum. Bagni var bókaður á 32. mín. þegar hann sló til mótherja. Hann hafði leikið snilldarlega áþrjá Kóreu- menn áður en brotið var hrottalega á honum og ítalinn reiddist. ítalir hefðu alveg getað gert út um leikinn fyrst í síðari hálfleiknum. Kóreumenn björguðu á marklínu og rétt á eftir var Altobelli felldur innan vítateigs. Tók sjálfur vítið. Spymti knettinum í stöng og svo tókst Kóreu- mönnum, sem vom hættulegir í skyndisóknum, að jafna í 1-1 á 62. mín. Choi Soon-Ho fékk knöttinn á miðjum velli, lék áfram og spymti á markið af 25 metra færi. Knötturinn flaug í markið hjá Galli. Greinilegt að ítölsku leikmönnunum brá mjög og það tók þá nokkurn tíma að jaina sig. Baresi kom inn á fyrir Bagni á 67. mín. og fimm mín. síðar náði Ítalía forustu á ný. Altobelli fékk knöttinn á vítateigslínunni eftir aukaspyrnu og vippaði knettinum yfir markvörðinn. Þriðja mark hans var þó fallegast. Það var skorað á 82. mín. Eftir skemmtileg- an samleik við Napoli splundmðu þeir vöminni og Altobelli renndi knettin- um í markið. Á 89. mín. skoraði Huh Jung-Moo annað mark Suður-Kóreu. Eftir leikinn gáfu dómari og línu- verðir út yfirlýsingu um að Altobelli hefði skorað þijú mörk í leiknum. Ein- hver áhöld höfðu verið um annað markið. I fyrstu fréttum var sagt að Napoli hefði skorað, síðan að um sjálfsmark hefði verið að ræða hjá Jong-Soo. Það reyndist rangt. Markið skráð á Altobelli sem þar með komst upp fyrir Preben Elkjær Larsen. Lið Ítalíu í gær var þannig skipað: Galli, Cahrini, Callovati, Scirea, Vi- erchowod, Bagni (Baresi), Napoli, Gennaro, Conti, Altobelli og Calderisi (Vialli 88. mín). Paolo Rossi var ekki einu sinni meðal varamanna. hsím • Altobelli tókst ekki að skora úr vítaspyrnu í gær. Það gerði hann hins vegar gegn Argentínu. Örugglega eins og myndin sýnir. Chris Waddle Þjátfari Ung- verja hættur „Ég er hættur sem þjálfari ung- verska landsliðsins," sagði Gyorgy Mesey í samtali við ungversku frétta- stofuna MTI í gær. Ungveijaland tapaði illa fyrir Sovétríkjunum og Frakklandi á HM, vann hins vegar Kanada í C-riðlinum. „Ég get ekki útskýrt hvers vegna ungverska liðið lék svo illa í Mexíkó og ég fæ ekki séð að ég vinni meira fyrir ungverska knattspymusambandið í framtíðinni," sagði þjálfarinn. Þá hældi hann mjög liðum Sovétríkjanna og Frakklands. hsím • Chris Waddle. getur „Ég mun ekki tilkynna lið mitt fyrr en rétt áður en leikurinn við Pólland hefst," sagði Bobby Robson, þjálfari Englands, í Mexikó í gær. I kvöld leik- ur England við Pólland og verður leikurinn sýndur í íslenska sjónvarp- inu. Þó ekki beint. Hann hefst kl. 22.50. Þeir Chris Waddle og Biyan Robson æfðu með enska landsliðinu í gær. leikið Létt æfing í 45 mínútur. Waddle hefur alveg náð sér af ökklameiðslunum sem hann hlaut í leiknum gegn Marokkó. Getur þess vegna leikið í kvöld. Hins vegar meiri óvissa með fyrirliðann þó svo allt virtist í lagi með hann á æfing- unni. Þjálfarinn vildi ekkert um það segja í gær þegar fréttamenn spurðu hvort hann mundi breyta leikkerfi liðsins. hsim # Sævar Jónsson- bar af. Sævar var langbestur - þegar Brann sigraði Frá Gauta Grétarssvni, fréttamanni DV í Noregi. Landsliðsmaðurinn Sævar Jónsson fékk mikið hrós í norsku blöðunum eftir sigur Brann á Steinkjær, 3-0, í 2. deild um helgina. Talinn langbesti maður á vellinum. Ekki reyndi mikið á Bjama Sigurðsson í marki Brann en hann sýndi þó glæsileg tilþrif þegar einn mótheiji komst frír að marki Brann. Bjami varði. í 2. deildinni, en þar er keppt í tveimur riðlum, em Brann og Vidar, Stafangri, efst í öðr- um riðlinum með 14 stig hvort félag af 16 mögulegum. Vidar sigraði Vard um helgina, 2-0, en með Vard leikur Ágúst Hauksson, fyrrum leikmaður Þróttar og Fram. Þetta er annað leik- tímabil hans með Vard en liðið er um miðja deild. Efsta lið hvórs riðils kemst beint í 1. deild. Næstefstu liðin í riðl- unum leika innbyrðis um réttinn til að leika við þriðja neðsta lið 1. deildar í haust um sæti í 1. deildinni næsta keppnistímabil. Viking, Stafangri, gengur lítið í 1. deildinni. Náði þó stigi um helgina í 0-0 jafntefli við Strömmen á útivelli. Liðin em neðst með aðeins þrjú stig hvort eftir átta umferðir. Pétur Arn- þórsson byijaði með Viking en var tekinn út af eftir 30 mínútur. Kristinn Atlason, fyrrum Framari, leikur og þjálfar hjá Rosendal, rétt við Bergen, í 4. deild. Liðið, sem komst upp úr 5. deild sl.haust, hefur 4 stig eftir 6 leiki. hsim DV-lið 3. umferðar Eftirfarandi leikmenn skipa DV-lið 3. umferðar íslandsmótsins i 1. deild. Friðrik Friðriksson (Fram) Viðar Halldórsson (3) (FH) Loftur Ólafsson (KR) Guðni Bergsson (2) (Val) ValurValsson (Val) GuðmundurTorfason (2) (Fram) Magnús Pálsson (FH) Ágúst Már Jónsson (KR) Ólafur Þórðarson (2) Halldór Áskelsson (2) (Þór) Ingi Björn Albertsson (2) (FH) Tölurnar innan sviga sýna hve oft leikmenn hafa verið valdir í þrem fyrstu umferðunum. Myndin er frá leik Vals og Þórs, A., 11. deild kvenna sem fram fór á Val- svelli sl. sunnudag. Boltinn berst fyrir mark Þórs sem var algeng sjón í þessum leik. Valur sigraöi, 2-0. (DV-mynd HH) Staðan í 1. deild kvenna Vegna mistaka varð stigataflan fyrir 1. deild kvenna brengluð í blaðinu á mánudag. Hér gerum við bragarbót: Staðan í 1. deild kvenna: Akranes 2 2 0 0 6-1 6 Valur 2 2 0 0 5-1 6 KR 1 1 0 0 3-2 3 Breiðablik 2 1 0 1 4-3 3 Þór, A. 2 0 0 2 2-5 0 Keflavík 2 0 0 2 1-5 0 Haukar 1 0 0 1 0-4 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.