Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Page 36
Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. Ólyginn sagði... Sylvester Stallone reynir nú sitt ítrasta til að fá götu i Hollywood nefnda eftir persónugervingi sínum, John J. Rambo. Hann hefur jafnvel gefið í skyn að hann sé reiðubú- inn að borga skiltið með götuheitinu. Ketil Stokkan norski þátttakandinn í Evróvis- ion, hefur undanfarnar vikur verið að ganga frá umfangsmik- illi tónleikaför. Ferðin er nú hafin og mun standa alveg fram í september. Samkvæmt dag- skránni á þessi Rómeó Norð- manna að heimsækja Danmörku, ÍSLAND og Sví- þjóð. Undarlegt er að Ketil skuli hafa eitthvað að segja við Svíana þar sem þeir kunna greinilega ekki að meta söng hans. Þeir gáfu honum að minnsta kosti ekkert stig! ■ - * Ennþá sjarmi yfir Robert Wagner. Indiana Jones, Han Solo og Harrison Ford þykja smart. Tony Danza, baseballstjarnan, skaut sér í 6. sætið. Larry Hagman, sá sem leikur hinn illræmda J.R. í Dallas-þáttunum sívinsælu, hélt að hann væri sniðugur um daginn. Leikarinn var staddur á veitingastað og lét þjónana fá einka-J.R.dollaraseðlana sína sem þjórfé. Þjónarnir brugðust hinir verstu við og vildu fá ekta seðla og létu sér fátt um finnast þó um stjörnuseðla væri að ræða. i kjölfarið fékk Dallas- stjarnan svo slæma þjónustu að hann neyddist til að taka fram veskið og greiða í ekta mynt. Komst J.R. því ekki upp með vélabrögð í þetta skiptið. Kynþokkafyllstu karlmenn Ameríku! Hvað eiga þeir Bruce Springsteen, Sean Penn, Eddie Murp- hy og Ronald Reagan sameiginlegt? Sjálfsagt mætti tína ýmislegt til en þeir eru a.m.k. allir í flokki þeirra 40 sem taldir eru til kynþokkafyllstu karlmanna Ameríku. Tímaritið Star gerði fyrir skömmu skoðanakönnun meðal bandarískra kvenna sem leiddi ýmislegt athyglisvert í ljós og eflaust eiga einhver „kyntákn" í erfiðleikum með að sætta sig við útkom- una. Könnunin var unnin á þann hátt að konur á aldrinum 18-50 ára voru beðnar um að fylla út langan naínalista og gefa einkunn frá 1-10 og átti að gefa öllum einkunn. Jafn- framt voru konurnar í úrtakinu beðnar um að nefna það sem þeim þætti kynþokkafullt í fari karla. Það sem einkum var nefnt voru eiginleikar eins og: Gáfur, sanngirni, rödd, vöxtur, kurteisi, riddaramennska og útlit. Er þetta birt landsins sonum til hollrar íhugunar og ígrundunar. I efsta sæti listans, með 49% atkvæða og titilinn kyn- þokkafyllsti Kani sem vitað er um, er Tom Selleck. Hann var vinsælastur í öllum aldurshópum og öruggur sigurvegari. í öðru sæti komu gamla kempan Robert Wagner og nýjasta goðið, Don Johnson, með 32,5% atkvæða. Fjórðu og aðeins hálfu prósenti á eftir komu þeir Mark Harmon og Harrison Ford, fornleifagrúskarinn illvígi. Á hæla þeirra komu allir jafnir: Tony Danza, Robert Redford og David Hasselhoff. Ætla má að aldurinn sé farinn að draga úr vinsældum Red- fords sem ævinlega hefur skipað hærri sess en nú í skoðana- könnunum þessum. Níundi varð Bruce Springsteen. Tíundi Tom Cruise og ellefti kom Patrick Swayze. I tólfta sætið röð- uðust gamlir kunningjar, þeir Burt Reynolds, Sylvester Stallone og Patrick Duffy. Frammistaða Duffys vakti tölu- verða athygli og þykir sýnt að þótt Bobby Ewing hafi verið fjarri góðu gamni í Dallas-þáttunum undanfarið ár í Ameríku sé hann síður en svo horfinn úr hugum amerískra kvenna. Listinn er miklu lengri og ýmis þekkt nöfn koma fyrir. John Forsythe, sem leikur frekjuhundinn Blake Carrington í Dyn- asty, er nr. 15 og annar Dynasty leikari, John James er í 19. sæti. Fyrirmyndarfaðirinn Bill Cosby er í 24. sæti og annar engu síðri uppeldisfrömuður er í 26. sæti en það er Michael Landon sem ól sín börn upp í Húsinu á sléttunni og um leið heila kynslóð íslenskra barna í gegnmn sjónvarpið. Grínarinn óborganlegi, Eddie Murphy, lenti i 29. sæti og eiginmaður Madonnu, Sean Penn, þótti ekki betri en svo að hann varð að sætta sig við 36. sætið. Penn þessi hefur íyrir utan það að berja á ljósmyndurum getið sér frægðarorð sem „hin nýja James Dean týpa“, virðist svo vera sem slíkar týpur eigi ekki upp á pallborðið lengur ef taka á mið af útkomu Penns. I fertugasta sæti kom síðan nestor listans, sjálfur Banda- ríkjaforseti, Ronald Reagan. Þó að karl sé um 75 ára gamall virðist ýmislegt við hann, a.m.k. töldu 7% hann vera þann kynþokkafyllsta! Sá allra glæsilegasti. Nýjasta „sjarmabuffið” I Ameríku, IVIark Harmon varð I 4. sæti. Don Johnson. David Hasselhoff er óneitanlega glæsilegur að sjá!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.