Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Frettir Fréttir Pan-hópurinn breytir um nafh: fl Vændi samfara sýningarstörfum‘ „Ég er sannfærður um að Pan- sýningarhópurinn stundar vændi samfara sýningarstörfunum. Ég er búinn að fá nógu mörg símtöl, þar sem menn eru að panta þjónustu vændiskvenna, til að vita vissu mína í því efhi,“ sagði Guðmundur Ás- mundsson, eigandi fyrirtækisins „House of Pan“ er selur hjálpartæki ástarlífsins, eins og það er nefnt. Guðmundur er nú einn eigandi að fyrirtækinu en félagi hans, Sæmund- ur Haukur Haraldsson, hefur snúið sér alfarið að rekstri sýningarhóps- ins sem nú heitir Pam eftir að lögbann var sett á Pan-nafnið. „Rekstur sýningarhópsins var far- inn úr böndum og orðinn baggi á fyrirtæki mínu. Fyrrum félagi minn sá um þetta og eitthvað agavanda- mál virðist vera innan hópsins þvi til mín hafa streymt áfengisreikning- ar sýningarfólksins, svo ekki sé minnst á leigubílanótur. Loks þótti mér þetta of langt gengið og keypti Sæmund Hauk út úr fyrirtækinu. Hann rekur Pan-sýningarhópinn eftir sem áður og það mál er mér óviðkomandi," sagði Guðmundur Ásmundsson. Sæmundur Haukur Haraidsson, framkvæmdastjóri Pam-sýningar- hópsins, eins og hann heitir nú, hefúr verið á þriggja mánaða samningi við veitingahúsið Uppi og Niðri og látið flokk sinn sýna þar reglulega við góða aðsókn. Hann hefur einnig skrifstofusíma þar sem tekið er á móti pöntunum. DV sló á þráðinn: Frá sýningu Pan-hópsins, er nú heitir Pam: - Agavandamál, áfengis- reikningar og leigubilanótur. - Er þetta hjá Pan-sýningarhópn- um? „Flokkurinn heitir Pam eftir að lögbann var sett á okkur. Já, þetta er hjá sýningarflokknum." - Er hægt að panta einhverja aðra þjónustu en sýningu hjá ykkur? „Já, það ætti að vera hægt.“ - Er þá öruggt að ég fái eina sýn- ingarstúlkuna? „Já, en annars er ég ekki vanur að ræða þessi mál í síma.“ - Geturðu sagt mér hvað þjónustan kostar? „Ég ræði það ekki í síma. Hafðu samband við mig á veitingastaðnum Uppi og Niðri á meðan á sýningu stendur, þá ræðum við málin,“ sagði Sæmundur Haukur Haraldsson. -EIR Klámverslun við Laufásveginn „Ég ætla að vera með heitt á könnunni hér í einu horninu, á veggjunum verða hillur þar sem ég sýni söluvarninginn og fyrir glugg- um verð ég með sérstök gluggatjöld sem hleypa dagsbirtunni inn. Að öðru leyti ætti ekki að sjást inn í verslunina utan af götunni," sagði Sæmundur Haukur Haraldsson sem ætlar að opna verslun með hjálpartæki ástarlífsins í næstu viku. Verslunin verður staðsett í hjarta höfuðborgarinnar, að Lauf- ásvegi 17, og ber nafnið Pan-húsið. „Auk hjálpartækjanna mun ég annast innflutning á skemmtikr- öftum, aðallega nektardansmeyj- um og töframönnum," sagði Sæmundur Haukur sem áður var annar eigandi Pan-póstverslunar- innar á móti Guðmundi Ásmunds- syni. Samstarfi þeirra er lokið, Guðmundur hélt hjálpartækjunum en Sæmundur Haukur Pan-sýning- arhópnum. Klámstríð virðist vera í uppsiglingu í Reykjavík: „Guðmundur fór illa með mig í viðskiptum og ég lofa því að hann verður búinn að pakka saman að ári, búinn og burt. Það getur ekki endað öðruvísi hjá mönnum sem ganga reglulega sagði Sæmundur til geðlæknis/ Haukur. Sæmundur Haukur Haraldsson fyrír utan verslun sína við Laufásveginn sem iðnaðarmenn eru nú að leggja síðustu hönd á. DV-mynd S. „Stend fast á að hlvta ekki dómnum kk „Sýslumaður hindraður í embætti með valdi“ - segir logfræðingur gerðarbeiðenda - segir bóndinn á Höfða „Ég stend fast á því að hlíta ekki þessum dómi og nágrannar mínir standa með mér í þessu máli,“ sagði Sigurður Oddsson, ábúandi á Höfða í Eyjahreppi, í samtali við DV er blaðið spurði hann um sjónarmið hans í út- burðarmálinu sem nánar er sagt frá í frétt á baksíðu. „Það hafa staðið héma langvarandi deilur milli okkar bændanna og aðila af Thors-ættinni og ég ætla að bíða eftir úrskurði Hæstaréttar í málinu en þar er það nú til meðferðar." Sigurður sagði að jörðin Höfði væri i eigu Thors-ættarinnar ásamt nokkr- um öðrum jörðum við Haffjarðarána og ef þeim tækist að bola honum af jörðinni væri eftirleikurinn auðveldur hvað aðra ábúendur áhrærði í sveit- inni. Hvað útburðaraðgerðina sjálfa varðaði sagði Sigurður að þetta hefði allt farið fram í rólegheitum, hann og nágrannar hans hefðu rætt málið við fúlltrúa sýslumanns sem síðan hefði farið af staðnum í framhaldi af því. -FRI „Það er ljóst að í þessu máli var sýslumaður eða fulltrúi hans hindraður i embætti með valdi og slíkt er refsivert. Ég vænti þess að beiðnin um útburð verði fram- kvæmd enda búið að dæma um það,“ sagði Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. í samtali við DV en hann er lögfræðingur gagnaðila í útburðarmálinu á Höfða í Eyja- hreppi. Jón Steinar sagði að í stuttu máli snerist deilan um að ábúandi taldi ekki að staðið hefði verið við byggingu nýs íbúðarhúsnæðis á jörðinni á réttum tíma og hefði hann sagt ábúðarsamningi sínum lausum í framhaldi af því. Það var samþykkt af hálfu eiganda og ósk- að eftir að ábúandi færi af jörðinni. í framhaldi af því var höfðað útburðarmál fyrir tveim árum en þeirri beiðni þá synjað þvi talið var að ábúandinn ætti rétt á ákveðnum uppsagnarfresti. Er sá frestur var liðinn var aftur höfðað útburðarmál sem fótgetaréttur liggur nú fyrir f. -FRI Þjóðviljinn: Formennskan nægilegt starf -segir Kristin Olafsdottir „Þessi frétt kom mér á óvart,“ sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Útgáfufélagi Þjóðviljans, þegar hún var spurð álits á frétt DV í gær um að stuðningsmenn Svavar Gestssonar vildu að hann tæki sæti í ritstjóm Þjóðviljans. „Formaður flokksins hefur ekki látið mig vita um neinar fyrirætlanir í þess- um dúr. En ég hefði haldið að forysta í stjómmálaflokki og þingmennska væri nægilegt starf fyrir einn mann. Ég er á valddreifingarlínunni í pólitík og því stríða allar fyrirætlanir af þessu tagi gegn minni sannfæringu," sagði Kristín ennfremur. -EA Ólafur R. Grímsson: „Kemur mér á óvart“ „Þetta kemur mér mjög á óvart," sagði dr. Ólafur Ragnar Grímsson þegar DV náði tali af honum í New York í gær vegna fréttar DV um að uppi væm hugmyndir um að gera Svavar Gestsson að ritstjóra hjá Þjóð- viljanum. Óláfur á sæti í stjóm Útgáfúfélags Þjóðviljans. „Ég trúi nú varla að það sé fótur fyrir þessari frétt. Svavar er formaður Álþýðubandalagsins, forystumaður stjómarandstöðunnar á þingi og í hönd fer annasamasta ár kjörtímabils- ins. Þannig að það getur nú varla verið satt að menn séu að hugleiða að hann taki líka að sér ritstjóm Þjóð- viljans," sagði Ólafur. -EA Úlfar Þormóðsson: „Össur ekki af eða út í horn“ Haft var eftir Úlfari Þormóðssyni í DV í gær að hann mundi fagna því ef Svavar Gestsson 'byði sig fram til starfa sem ritstjóri Þjóðviljans. Úlfar hafði samband við blaðið síð- degis í gær, eftir að ummæli hans höfðu birst, og vildi taka frarn eftirfar- andi til að forðast allan misskilning: „Það er ekki meining eins né neins að setja Össur Skarphéðinsson af eða út í hom. Það hefur verið laus staða ritstjóra hjá Þjóðviljanum frá því Kjartan Ólafsson lét af störfum. Ein- hver verður að fylla það sæti,“sagði Úlfar. -EA Blaðamenn- imir funda Blaðamenn Þjóðviljans munu funda í dag um hvemig bregðast eigi við hugsanlegri ráðningu Svavars Gests- sonar, formanns Alþýðubandalagsins, sem ritstjóra Þjóðviljans. Eins og greint var frá í DV í gær hyggjast sumir blaðamenn Þjóðviljans segja upp störfúm sínum á blaðinu ef Svavar verður gerður að ritstjóra. Hvorki Svavar Gestsson né Össur Skarphéðinsson ritstjóri vildu láta hafa nokkuð eftir sér þegar haft var samband við þá vegna fréttar DV í gær um að Svavar væri væntanlegur á rit- stjóm Þjóðviljans. „Ég segi ekkert,“ sagði Svavar. „Ég las þetta í DV,“ sagði Össur. „Ég las þetta i DV í gær,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. „En ég get tekið undir orð Úlfars Þormóðssonar að ef Svavar byði sig fram til starfa á Þjóðviljanum þá væri það ánægjulegt. Hann hefúr mjög víð- tæka reynslu sem ritstjóri. Það er ekki einstakt að forystumaður í flokknum taki að sér ritstjóm. Reyndar tíðkast það líka hjá öðrum stjómmálaflokk- um. Einn ritstjóra DV er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Og það em ekki nema tvö ár síðan Olafúr Ragnar Grímsson var við störf á Þjóðviljan- um,“ sagði Ásmundur Stefánsson. -EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.