Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Qupperneq 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNl 1986. --------------------TT7 Frjálst.óháð dagbláð^ Vj Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og Ó'SKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Þeir óttast ríkistaprekstur Vakið hefur athygli, að áhrifamenn í Sjálfstæðis- flokknum hafa eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar reynt að koma á framfæri áhuga á þingkosningum í haust. Þetta hefur gengið svo langt, að málið hefur verið tekið til meðferðar í valdastofnunum flokksins. Auðvitað kom í ljós á fundum þessum, að úrslit kosn- inganna gáfu út af fyrir sig ekkert tilefni hugleiðinga um að flýta til hausts alþingiskosningum, sem að öðrum kosti yrði að halda á næsta vori. Kjósendur voru ekki að senda stjórnarflokkunum skilaboð eða aðvörun. Áhangendur haustkosninga viðurkenna þetta, en segja, að erfitt sé að heyja kosningabaráttu á tímum átaka á vinnumarkaði. Þeir telja, að heildarkjarasamn- ingar upp úr næstu áramótum verði mjög erfiðir vegna kosningafíðrings og tilheyrandi kröfuhörku. Að baki þessarar skoðunar er vantraust á ríkisstjórn- inni. Það vantraust er raunar ótímabært, því að enn sem komið er hafa markmið þjóðarsáttarinnar í vetur staðizt reynsluna. Verðbólgan er í hægagangi, kaup- máttur fer vaxandi og bjartsýni er meiri en var. Ef ástandið hefur ekki versnað á nýjan leik, þegar kemur að næstu lotu heildarsamninga eftir áramótin, verður ekki auðvelt fyrir þjóðmálaskúma að æsa til ófriðar á vinnumarkaði sem þáttar í atlögu að ríkis- stjórninni í alþingiskosningum í apríl eða maí. Miklu fremur má þá gera ráð fyrir, að samningsaðil- ar telji, að ekki sé stætt á öðru en að semja aftur með svipuðum hætti og gert var í vetur, því að umbjóðendur þeirra verði tiltölulega ánægðir með eins árs reynslu af friðsamlegum vinnubrögðum í kjarasamningum. Ef illska hleypur í næstu heildarkjarasamninga, hlýt- ur það að stafa af, að þjóðarsátt þessa árs hafi mistekizt. Og sömuleiðis er ljóst, hvar slík mistök muni helzt geta gerzt. Hættumerkin koma öll úr einni átt, - það eru fréttir af uggvænlegum taprekstri hins opinbera. Ríkið lagði upp í ferðalag þessa árs með vond fjár- lög, sem gerðu ráð fyrir hálfs annars milljarðs halla á rekstri ríkisins. Baggarnir, sem ríkið batt sér með aðild- inni að þjóðarsátt kjarasamninganna, hafa hækkað áætlaðan halla töluvert upp fyrir tvo milljarða króna. Ekki fer skárri sögum af drögum fj árlagafrumvarps næsta árs, sem ríkisstjórnin fer dult með um þessar mundir. Talið er, að drögin sýni svipaðan halla á rekstri ríkisins á næsta ári, þótt hagfræðingar stjórnvalda hafi opinberlega og eindregið varað við frekari taprekstri. Fólki kann að fínnast, að tveir milljarðar á ári séu aðeins tölur á blaði. En þeir eru meira. Þeir draga dilk á eftir sér. Þeir stuðla að þenslu, ekki sízt að ójafnvægi á peningamarkaði, vaxta- og verðbólgu. Taprekstur rík- isins grefur undan markmiðum þjóðarsáttarinnar. Frá ársbyrjun hefur skuld ríkisins við Seðlabankann hækkað úr fjórum milljörðum í sjö. Hún kann að minnka síðari hluta ársins og enda í sex milljörðum. Seðlabank- inn getur þetta á hinn gamalkunna hátt, - með því að prenta fleiri seðla, - framleiða verðbólgu. Árið er hálfnað. Fjármálaráðherra viðurkennir, að engar alvarlegar tilraunir hafi verið gerðar til aðhalds í útgjöldum. Forsætisráðherra talar óljóst um minnkun á næturvinnu ríkisstarfsmanna og betri árangur í bar- áttunni gegn skattsvikum. Og skattahækkanir mundu stríða gegn skattalækkunum þjóðarsáttarinnar. Það eru óveðursskýin, er hrannast upp af ríkisfjár- málunum, sem valda því, að sumir telja heppilegast, að ríkisstjórnin hlaupist sem fyrst frá vandanum. Jónas Kristjánsson .Augljósir og fomir eru hagsmunir bænda af beit Gróðurvernd og virkjanir í síðustu grein, Almenningur og umgengni við landið, var vikið að því hversu fjölbreytilegar notkunar- þarfir til landsins gæða eru orðnar í samanburði við það sem var þegar allir íslendingar stunduðu búskap. Skal hér og í næstu grein vikið nán- ar að því. Hagsmunir bænda Augljósir og fomir em hagsmunir bænda af beit, fyrst og fremst sauð- fjár og hrossa. Sú notkun er hefð- bundin. Á afréttum er hún bundin við upprekstrarrétt sem fer engan veginn alltaf saman við eignarrétt enda var það afnotaréttur, til upp- rekstrar, sem skipti máli en ekki eignarréttur. Jafnvel þótt einhver einstaklingur teljist eiga afrétt getur hann ekki breytt honum í heimaland nema samþykki sýslunefndar komi til. Gróðurvernd Nú er svo komið að víða horfir til gróðurauðnar vegna beitar. Þarf að takmarka beit af þeim sökum og verður stundum ósætti af því. T.d. má ekki reka fé á suma afrétti fyrr en eftir tiltekinn dag. Einnig má beita ítölu til gróðurvemdar og til að skipta beitarafhotum og em til ákvæði um hana í lögum. Með ítölu er átt við að hver bóndi fái aðeins leyfi til að reka vissan fjölda fjár á afréttinn. Gróðurvemd getur hæglega stang- ast á við beitarhagsmuni, a.m.k. ef eingöngu er litið á málin til skamms tíma. Hún ætti þó í flestum tilvikum að auka beitarmöguleika er til lengdar lætur. Einnig er hægt að gera beitarsvæði óhaganlegra með því móti að kljúfa það í sundur með girðingu. Friðun svæða með sérstöku lífríki er stundum bein skerðing á beitaraf- Kjallarinn Ingólfur Á. Jóhannesson landvörður í þjóðgarðinum í Skaftafelli notum. Fyrir kemur að þau svæði séu jafnframt svo afskekkt að bænd- ur forðast að sleppa því fé á fjall er þangað leitar. Sem dæmi um slíkan stað má nefha Herðubreiðarlindir í Þingeyjarsýslu. Virkjanir Aftur á móti ættu virkjanir og önnur nýting vatns eða háhita ekki almennt að torvelda beitarafnot nema þegar landsvæðum með gróðri er sökkt við stíflugerð. Vegna Blönduvirkjunar hefur verið samið við bændur um ræktun og áburðar- gjöf til að bæta slíkan skaða. Þess ber samt að gæta að nýrækt á há- lendi er kröfuhörð um sífellda áburðargjöf. Hún er miklu við- kvæmari en aðrar nýræktir og er því e.t.v. alls ekki hagfelld. Nýir árfarvegir geta verið til marg- víslegs óhagræðis (eða hagræðis í sumum tilfellum). Vegir í sambandi við virkjanir ættu að vera til bóta varðandi smölun en notkun bíla í göngum er orðin geysimikil. Líklega stangast virkjanir meira á við náttúruvemd en hagsmuni bænda. Á það bæði við um vemd á gróðri og dýralifi eins og dæmið um það hvort á að sökkva Þjórsárverum sýnir. Deilur em um hver á jarðhita. Vinnsla úr djúpri borholu getur dregið til sín vatn frá öðrum svæð- um. Tahð er eðlilegt að landeigendur eigi jarðhitann í efstu jarðlögunum, jarðhita sem auðvelt er að sækja og dugar til bús- og heimilisþarfa. Hér verður þó ekki farið nánar út lög- fræðilega hlið þessa máls. Eru virkjanir í þágu almannaheilla? Það er augljóst að allar virkjanir sem bæta hag okkar em í þágu al- menningsheilla. En gera þær það allar? Er ekki búið að offjárfesta í virkjunum? Og skal þá ekki býsnast yfir mistökunum við Kröflu. Erlend stórfyrirtæki vilja ódýra orku. Em það íslensk almannaheill að beisla orku til stóriðju og niður- greiða orku til slíkra fyrirtækja? Hér er bæði um að ræða fjárhags- leg atriði og náttúmvemdarsjónar- mið. Breyting á landslagi, t.d. fossi, gerir náttúruna ljótari. Er hægt að meta fossinn til fjár? (Já, kannski, segja sumir, það er hægt að selja erlendum túristum aðgang að hon- um.) Hér verður Laxárdeilan um 1970 ekki rifjuð upp en hún var harkaleg árás á einlit gróðasjónar- mið. Til vamar Laxár sameinuðust á eftirminnilegan hátt hagsmuna- sjónarmið bænda og náttúmvemd- arsjónarmið. Ingólfur Á. Jóhannesson. „Erlend stórfyrirtæki vilja ódýra orku. Eru það íslensk almannaheill að beisla orku til stóriðju og niðurgreiða orku til slíkra fyrirtækja?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.