Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst.óháð dagblað FIMMTUDAGUR 12. JÚNl 1986. Hægri sveifla á Eskifirði „Viðræðum Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Óháðra er lokið, kannski hófust þær aldrei. Núna erum við Óháðir að ræða við Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk," sagði Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirði þegar DV ræddi við hann í morgun um meirihluta- myndun í bæjarstjórn. Auglýst hefur verið eftir bæjarstjóra þar sem Jóhann Clausen sagði starfinu lausu. Fráfarandi meirihluti er írá Fram- sóknarflokki og A-flokkunum. Óháðir sigruðu hins vegar í kosningunum og tóku tvö sæti af þrem sætum Sjálf- stæðisflokksins. Raunar er faðir Óháðra og efsti maður á lista, Hrafn- kell, flokksbundinn sjálfstæðismaður. Samkvæmt horfum nú gætu sjáitstæð- ismenn klofnir náð meirihluta með Alþýðuflokknum. HERB Fjórflokkameiri- hluti á Selfossi Sjálfstæðisflokkurinn annars vegar og Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti hins vegar hafa samið um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn á Selfossi. Auglýst verðui- eftir bæjar- stjóra. Þrír sjálfstæðismenn sitja í bæjar- stjóm og einn frá hverjum hinna. Þrír ■*l»-framsóknarmenn verða í minnihluta,- Fjórflokkarnir skiptast á um forseta bæjarstjórnar og einn bæjarráðsmann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðan annan bæjarráðsmann allt kjörtíma- bilið. HERB Fréttaskot DV: Nýtt símanúmer 62-25-25 Enn minnum við á nýtt símanúmer fréttaskota DV, 62-25-25. Þeir lesendur sem vilja koma ábendingum um fréttir á framfæri við blaðið hringja í þetta "^númer. Þeir sem eiga önnur erindi við ritstjóm vilja gerast áskrifendur eða koma auglýsingum á framfæri hringja eins og áður í síma 27022. DV tekur við fréttaskotum allan sólarhringinn. Og nýja númerið er, eins og áður sagði: 62-25-25 -JSS S LOKI Nú falla fíkjublöðin á Laufásvegi! Fulltrúi sýslumanns hindraður í embætti: Hótað að slíkt yrði gert aftur Ábúandinn á bænum Höfða í Eyja- hreppi og nágrannar hans hindmðu fulltrúa sýslumannsins í Snæfells- og Hnappadalssýslu í að framkvæma útburðardóm á ábúandanum er hann hugðist framfylgja dómnum og jafhframt var honum hótað að slíkt mundi endurtaka sig ef reynt yrði aftur að bera ábúandann út. Mál þetta á sér langan aðdraganda og er angi af málaferlum einstakl- inga innan Thors-ættarinnar gagn- vart bændum sem búa á jörðum í eigu Thors-ættarinnar við Hafljarð- ará. Að sögn Jóhannesar Ámasonar sýslumanns kom ekki til neinna handalögmála á milli fulltruans og bændanna, fulltrúinn var aðeins með einn lögreglumann og einn laganema í för með sér og hvarf af vettvangi eftir að málin höfðu verið pædd með milligöngu oddvitans i Kolbeinsstaðahreppi sem kom á staðinn. „Það kom ekki til neinnar vald- beitingar og þetta mál er í deiglunni hjá embættinu nú,“ sagði sýslumað- ur. -FRI - sjá einnig bls. 2 Veðrið á morgun: Vætutíð Sannkölluð vætutíð er nú á landinu. Á morgun verður ríkjandi suðaustlæg átt og rigning eða skúrir verða um allt land. Á laug- ardag ætti hins vegar að fara að stytta upp. Hiti á landinu verður á bilinu 7-10 stig. DV-mynd S Fáninn og báturinn, sem verið er að bera út úr Geysi, láta ekki mikið yfir sér en engu að síður eru þetta með sögufrægustu munum. Þessum báti reri Einar Pétursson verslunarmaður sér til skemmtunar í Reykjavík- urhöfn með bláhvítan fána við hún einn góðviðrismorgun fyrir 63 árum, eða 12. júni 1913. Verslunin Geysir ætlar að hafa bátinn til sýnis fyrir utan verslunina í Aðalstræti örskammt frá Liverpool þar sem Einar starf- aði er hann gerði garðinn frægan á bátnum með bláhvíta fánanum. ás. Vilhjálmur Egilsson, formaður SUS: „Vil haust- kosningar“ „Ég hef ekkert farið leynt með það að ég tel rétt að kjósa til Alþingis í haust. Jú, ég skrifaði meðstjómar- mönnum mínum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna bréf og legg til að við tökum afstöðu í málinu innan flokksins," sagði Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur, formaður SUS, í morg- un. „Það verður fundur hjá okkur á morgun þar sem málið kemur til af- greiðslu. Ég á ekki von á öðru en að stjórnarmenn séu almennt sömu skoð- unar og ég í þessu máli. Fyiir því eru augljósar ástæður. Um næstu áramót eru kjarasamningar lausir. Ef menn ætla að fara svipaða leið og núna í febrúar þýðir lítið að ætla að semja við ríkisstjóm sem á ekki eftir nema fjóra eða fimm mánuði. Það liggur jafhframt í augum uppi að kjarasamningar em óframkvæm- anlegir á sama tíma og stjómmáladeil- ur standa fyrir þingkosningar, ef þær yrðu næsta vor,“ sagði Vilhjálmur. -HERB - sjá einnig bls. 5 Listasafn ASÍ: Sólveig ráðin Sólveig Georgsdóttir, þjóðháttar-, list- og fornleifafræðingur, hefur verið ráðin forstöðumaður Listasafns ASÍ. Sólveig er 36 ára gömul og var valin til starfans úr hópi 11 umsækjenda. Þorsteinn Jónsson lét af störfum við Listasafn ASÍ um síðustu mánaðamót eftir að hafa veitt safninu forstöðu í tæp 10 ár. -EIR Alþjóðahvalveiðiraðið: Enn von um samkomulag Gimnlaugur A. Jónsson, DV, Malmö: „Því er ekki að leyna að þetta er mjög spennandi," sagði Halldór Ás- grimsson sjávarútvegsráðherra i samtali við DV í morgun. Þinghaldi á fundi hvalveiðiráðsins var þó enn á ný frestað og í staðinn komu formenn sendinefndanna saman á lokuðum fundi í morgun í þeim tilgangi að finna málamiðlun varðandi spurninguna um hvalveiðar í vísindaskyni, þ.e. þá spumingu sem snertir ísland fyrst og ffemst. Sture Irberger, formaður sænsku sendinefndarinnar, sagði, að loknum formannafundinum í morgun, að enn væri fyrir hendi fullur vilji til að ná samkomulagi. „Það hafa komið fram allmargar tillögur um nýtt orðalag, þar á meðal frá íslandi, og ég reikna með að það taki daginn að finna lausn,“ sagði Sture Ireberger. - sjá einnig bls. 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.