Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 37
/ / DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986. 37 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Mikill fjöldi barna, 14 ára og yngri, hljóp í Brekkuhlaupinu. Brekkuhlaupið ’86 Þegar komið var í mark fékk hver hlaupari gos og sælgæti. Vel þegið þó Það var ekki aðeins hlaupið í Brekkuhlaupinu við Garðshorn. Jóhann Hjart- enn væri verið að blása úr nös. arson stórmeistari tefldi þar fjölteffi. Af 42 skákum vann hann 39 en gerði 3 jafntefli. Glæsilegur árangur í góða veðrinu hjá Jóhanni. Verslunin Garðshorn veitti börnunum fjölmarga bikara i verðlaun. Bikararn- ir voru fengnir hjá íþróttamanninum Flosa Jónssyni, gullsmið í Skarti á Akureyri. Auðunn Þorsteinsson, eigandi verslunarinnar Garðshorn, sá sem stóð fyrir þessu bráðskemmtilega hlaupi. DV-myndir JGH Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Brekkuhlaupið ó Akureyri er að verða meiriháttar skemmtun hjá börnunum á Akureyri. Brekku- hlaupið ’86 var haldið sl. laugardag og tóku hundruð barna ó aldrinum 14 óra og yngri þátt í hlaupinu. Hlaupið er í nokkrum aldursflokkum í flokki drengja og stúlkna, skemmti- lega áberandi hve margar stúlkur hlaupa. Sá sem stendur fyrir þessu árlega hlaupi er Auðunn Þorsteins- son, eigandi verslunarinnar Garðs- horn á Akureyri. Garðshorn er að sjálfsögðu í Brekkunni svonefndu, einu hverfanna í bænum. Svo gott var veðrið á laugardaginn og svo mikil var stemmningin að það var engu líkara en það væri sjólfur þjóð- hátíðardagurinn við Garðshorn. Sjaldan fellur Olafur og bræður hans eru allir í Val. Fyrir skömmu fór fram mót í 6. flokki í knatt- spyrnu á gervigrasinu í Laugardal. Til úrslita léku Valur og KR og sigruðu KR-ingar eftir skemmtilegan og fjörugan leik. Athygli vakti Ölafur Ingason, leikmaður í Val, en hann er son- ur Inga Björns Albertssonar, þeirrar miklu markamaskínu. Ólafur er nýgenginn í Val en var áður í Fylki. Hann er nr. 7 eins og faðirinn og er marksækinn eins og hann á ætt til. Þegin góð ráð frá afa sem er öllum hnút- um kunnugur inni á vellinum. DV-myndir Bjarnleifur Ólyginn sagði... Karl Bretaprins er ekki dauður úr öllum æðum. Nýlega var hann staddur á góðgerðardansleik í Yarmouth og lét ekki sitt eftir liggja við dansinn. Phil Collins sá um stuðið og Kalli konungsefni dansaði víst fram á nótt með unga fólk- inu og skemmti sér hið besta. Alexis Carrington sem leikin er af Joan Collins á víst að fara að eignast mömmu í þáttaröðunum feikivinsælu. Erfiðlega gengur þó að fá nógu þekkta leikkonu til að taka hlutverkið að sér og verið getur að hugmyndin detti upp fyrir. Elizabeth Taylor var einkum höfð í huga er hugmyndin fæddist en hún varð víst hin reiðasta enda á sama aldri og Joan Collins. Stakk Liz frekar upp á því að hlutverkunum yrði víxlað. Enn talandi um Joan Collins þá hefur hún ásamt fleiri meðleikurum sínum I Dyn- asty fullan hug á að eignast hlut í Dynasty-fyrirtækinu. Framleiðandinn, Aaron Spelling, vill selja hlutabréf í gullnámunni en einn hængur er þó á og hann er sá að höfundurinn, Esther Shapiro, vill ekki skipta kö- kunni með fleirum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.