Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986. Laxdalshúsi. Sýningar verða þar á hálfsmánaðarfresti í DV-mynd JGH öm Ingi myndlistarmaður innan um skúlptúrana sina i sumar. Á efri hæðinni er svo rekið vistlegt veitingahús. Laxdalshús á Akureyri: Þjónamir spila á fiðlur og flautur Jón G. Hauksson, DV, Aknreyii Kokkurinn er ljóðskáld, kaffidaman söngkona, þjónamir spila á fiðlu og flautur og sá sem rekur veitingahúsið er landsþekktur myndlistarmaður. Þannig er þetta í Laxdalshúsi á Akur- eyri í sumar, langelsta húsi Akureyrar, reist 1795. Og við erum að tala um. Öm Inga myndlistarmann og starfs- fólk hans. „Þetta er bæði veitingahús og gall- eri hér í sumar. Galleríið er svipað að stærð og Gallerí Langbrók í Torf- unni,“ sagði Öm Ingi við DV. Sýningarsalurinn er á neðri hæð. Hann er þessa dagana fullur af skúlptúrum og málverkum eftir Öm Inga sjálfan. Skúlptúrana hefur hann aldrei áður sýnt á Akureyri. Uppi er matsalurinn mjög vistlegur. „Ég hef reynt að hafa matseðilinn sem fjölbreyttastan og meiningin er að hann breytist hálfsmánaðarlega Verðið er eins lágt og hægt er, dýrasta steikin er undir 600 krónum. Það er því hægt að koma hér inn, litast um í sýningarsalnum, fá kaffi og með þvi. eða mat og létt vín,“ sagði Öm Ingi. Lokað er í hádeginu, nema fyrir hópa og aðra sem panta sérstaklega. í bakgarðinum er unnt að fá útiveit- ingar fyrir 60 manns. Þar er einnig leiksvið og „það er möguleiki fyrir skemmtilegar uppákomur. Auðvitað verðum við ekki beint með leiksýning- ar á sviðinu í sumar, en við ætlum að vera með smotterí sem gleður augað“, sagði Öm Ingi i Laxdalshúsi. Matthias Matthiasson, 35 ára sjómað- ur frá Akureyri, hættur á sjónum í bili og rekur nú hjólhýsaleigu á tjald- stæðinu á Akureyri. Þar er hann með sex hjólhýsi. DV-mynd JGH Nýjung á Akureyri: Hjólhýsaleiga á tjaldstæðinu JónG. Hauksson, DV, Akureyii „Ég var alltaf að hugsa um einhvem rekstur en kom mér ekki niður á neitt. Ég fékk svo þessa hugmynd í vetur og ákvað að gera eitthvað í henni,“ sagði Matthías Matthíasson, 35 ára sjómaður á Akureyri, en hann rekur nú hjólhýsaleigu á tjaldstæðinu á Akureyri. Nýjung í bænum, hægt er að hringja heim til Matthíasar og panta hjólhýsi. Sólarhringurinn kost- ar 1200 krónur fyrir hjólhýsið. „Ég verð með sex hjólhýsi í sumar og eins og þú sérð þá em fimm þegar komin. í þeim minni geta þrír fullorðn- ir og eitt bam sofið en fjórir fullorðnir og eitt bam í þeim stærri. Þetta em rúmgóð hús,“ sagði Matthías. öll þjónusta og hreinlætisaðstaða er fyrir hendi á tjaldstæðinu og hafa hjólhýsagestir aihot af henni en engin salemi em í hjólhýsunum. -Var ekki erfitt að fá sex hjólhýsi á einu bretti? „Nei, síður en svo, ég sankaði þeim að mér eftir áramótin. Ég auglýsti eft- ir hjólhýsum og það hringdu tíu eða tólf og vildu selja mér. Þetta gekk vel.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.