Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1986, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986. 35 ■ • -:J ■. • Lið Keflavikur sumarið 1986: Efri röð frá vinstri: Sigurður Guðnason, Kjartan Einarsson, Þorsteinn Bjarnason, Valþór Sigþórsson fyrirliði, Gunnar Oddsson og ívar Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Skúli Rósantsson, Rúnar Georgsson, Jón Sveinsson, Sigurjón Sveinsson og Freyr Sverrisson. „Allt fýrlr ofan 3.-4. sastið er mjög gott - segir Ástráður Gunnarsson, fýmim leikmaður með ÍBK „Keflavikurliðið í ár hefur sýnt á sér bæði góðar og slæmar hliðar. Við erum með besta markmann á landinu þar sem Þorsteinn Bjamason er og höfum marga sterka einstaklinga eins og til dæmis Valþór Sigþórsson. Veikleiki liðsins er hins vegar fyrst og fremst markaskorunin. En ég held að það sé ekkert til að örvænta út af. Liðið er greinilega á uppleið eftir slæma hyij- un,“ sagði Ástráður Gunnarsson, bakvörður „gullaldarliðs“ Keflavíkur. „Ég á mjög erfitt með að skýra þessa slæmu byrjun liðsins. Ég held að öll liðin eigi eftir að ganga í gegnum svip- aða erfiðleika í mótinu. Það er vonandi að Keflavikurliðið hafi tekið út sinn slæma kafla nú strax í byrjun mótsins. Spumingin er bara sú hvort liðið eigi eftir að lenda í annarri slíkri lægð.“ Engar súperstjörnur „Eg álít að nægur mannskapur sé íyrir hendi í ÍBK. Þetta er fyrst og fremst spuming um karakter. Barátt- an á að vera númer eitt og ef hún er í lagi þá kemur hitt á eftir,“ sagði Ástráður. ' - Heldurðu að Hólmbert nái betri ár- angri með liðið í ár en í fyrra? „Já, ég álít að Hólmbert eigi að geta náð árangri með þetta lið. Hann er mikill vinnuhestur og fylgist vel með leikmönnum í meistaflokki jafht sem öðrum flokki. Breiddin í liðinu er góð. Við höfum engar súperstjömur en liðsheildin er sterk. Veikleiki liðsins er fyrst og fremst markaskorunin. En aðalatriðið er kannski ekki að hafa einhvem mark- sækinn einstakling þó auðvitað sé slíkt æskilegt. Við höfum marga leik- menn í liðinu í dag sem geta skorað mörk.“ - Em einhveijir „markaskorarar“ á leið upp úr yngri flokkunum? „Já, við eigum efriilega pilta eins og Kjartan Einarson og ívar Guðmunds- son sem hafa skorað mikið af mörkum í yngri flokkunum. Þetta em framtíð- armenn sem við væntum mikils af. Þeir em efhilegir en verða sjálfir að sanna að þeir séu nægilega góðir til að lejka í mcistaraflokki." Annað gullaldarfið? - Hvar heldur þú að ÍBK liðið verði í deildinni í ár? „Ég gæti ímyndað mér að liðið yrði í 3.-^4. sæti. Allt þar fyrir ofan væri mjög gott.“ - Er von á öðm „gullaldarliði" frá Keflavík á næstu árum? „Það er kannski ekki rétt að tala um annað gullaldarlið. Það lið held ég að komi aldrei aftur. En ég held að það sé nægilega góður efniviður fyrir hendi til að vinna deildina ein- hvemtímann á næstu 5 árum. Með skipulegri uppbyggingu ætti það að takast,“ sagði Ástráður Gunnarsson. IBK síðast meistari 1973 - fjóium sinnum alls, þrisvar í 2. deild Keflavík varð síðast Islandsmeistari i 1. deild árið 1973 þannig að tími er kominn til að þeir Suðurnesjamenn fari að krækja í titilinn á nýjan leik. Alls hafa Keflvíkingar fjómm sinn- um orðið íslandsmeistarar. Fyrst árið 1964, þá 1969, árið 1971 og 1973 eins og áður sagði. Keflvíkingar hafa þrívegis sigrað í 2. deild en þar hafa þeir sjaldnast leik- ið. Fyrst unnu þeir 2. deildina árið 1957, í annað sinn 1962 og síðast léku þeir í 2. deild árið 1981 og sigmðu þá með glæsibrag. • Ástráður Gunnarsson á fleygiferð með Keflavík þegar hann var upp á sitt besta. Ástráður var snjall leikmaður og lék stöðu vinstri bakvarðar með Keflavík. m ■m < c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.